Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 30
Vekjaraklukkan hringír i nokkrar sekúndur. Dave stynur og ég slekk á vekiaraklukkunni. Svo strýk ég brúnt og mjúkt hárið á Dave með hendinni og þrýsti nöktum fótleggjunum að hans. Hann snýr sér að mér og ég færi mig enn nær honum, finn hann vakna og taka utan um axlir min- ar. Ég vóna hann haldi þvi áfram, en hann gerir það ekki. Hann teygir úr sér, setur fæturna fram úr rúminu og stendur upp. Allt i lagi, farðu á fætur, i inni- skóna, taktu kaffikönnuna og vertu svo ein á meðan Dave er með algebrunni og þrjátiu og fimm krökkpm og svo fleiri bekkjum og fleiri krökkum og prófum til að fara yfir, og hann þarf að fá morgunverð áður. Ann- ars á ég litið leyndarmál út af fyrir mig, eða á reyndar ekki fyrr en eftir hádegið, kannski. Grapeávöxturinn ilmar dásam- lega... og ristaða brauðið lika. ,,Ég þarf bilinn i dag, Dave.” „Hvað þarftu að gera?” spyr hann. ,,Ég þarf að kaupa nokkra blómapotta.” Ég brosi. „Ætlarðu að fara að halda sýn- ingu á garðinum strax?” Ég brosi meira. „Ég þarf að gera svolitið.” Sex mánuðir eru liðnir siðan við ákváðum, að ég skyldi hætta að vinna og gefa mig eingöngu að heimilisstörfunum — og verða móðir. Tilhugsunin um að eignast barn veldur mér kviða — jafnvel ótta. Dave og ég höfum svo litinn tima út af fyrir okkur. bað er of margt annað að snúast. Hann er alltaf eitt kvöld i viku með strák- unum og svo býr hann sér til alls konar aukavinnu vegna skólans. Ég er fegin þvi, að hann gerir meira fyrir nemendur sina en hann raunverulega þarf, en mér finnst svo leiðinlegt hvað ég fæ litið af tima hans. Samt, ég er orðin tuttugu og fimm ára, og úr þvi að við viljum eignast barn, er kominn timi til þess að láta verða af þvi. 1 þrjú ár hef ég átt hanrí ein — stundum — og það hefur verið dásamlegt, en þú getur ekki verið svona eigin- gjörn alla ævi, Mauregn Riley. Ég velti fyrir mér, hvað ég eigi að fara i. bað verður að vera eitthvað, sem ég er fljót að fara úr og i aftur. Buxurnar með silki- áferðinni eru ágætar. Skærir litir gera biðina á læknabiöstofunni auöveldari. Biða þar til að fá að vita, hvort ég er með barni eða ekki. bað bezta við það, ef ég þá er barnshafandi, verður að segja Dave frá þvi. Ég ek Dave i skólann. Börnin eru farin að flykkjast að. Hann kyssir mig létt á kinnina og geng- ur inn: A leiðinni heim geri ég áætlun fyrir daginn. Heima er ekki margtógert —búa um rúmin, þvo upp. Ailt er mjög hreinlegt heima og mjög, mjög hljótt. Núna er mjög litið verk að hatda húsinu hreinu. bess vegna get ég horft á sjónvarpið og grát- ið. Enginn sér, þó að ég gráti heit- um og söltum tárum yfir þvi, að einhverjum ferst illa við einhvern á þessum litla skjá. Hvernig er hægt að koma svona grimmdar- lega fram? Ég kveiki á tækinu, en ég græt ekki. Ég horfi á þau kyssast og faðmast og hugsa með mér, hvernig fyrsta árið okkar Daves var — og er reyndar stundum enn, en ekki nógu oft. Ég fer I appelsinurauðu og brúnu buxurnar með silkiáferð- inni og set á mig belti. Mér finnst ég falleg og bursta sitt, brúnt hár- ið og finnst ég enn fallegri. Svo sezt ég niður og horfi á næsta dag- skrárlið i sjónvarpinu. Nú græt ég i raun og veru, af þvi að hún giftist honum, þó að það sé bróðir hatns, sem hún elsk- ar. Ég fer i blómabúðina til að kaupa garðblómin. Ég veit að ég gæti keypt plöntur með betri kjör- um annars staðar, en mér fellur andrúmsloftið þarrra. Ég geng meðfram hillunum eins og ég sé i kjörbúð, en ég skoða bara blómin. Ég geri ekki svo mikið sem renna augunum til sætindanna I fallegu umbúðun- um. Blómailmurinn fyllir vit min. barna er dásamlegt að vera og ég birgi mig upp af nellikum og rósum, mér falla begóniurnar líka vel i geö og að siðustu vel ég nokkrar chrysantehmum. Ég kaupi alls 153 plöntur. Ég reyni að hugsa ekki um lækninn. Ég reyni að hugsa ekki um veturinn, sem kemur að sumrinu loknu. Ég kveiki á út- varpinu, en ég hlusta ekki á það, sem þulurinn er að segja. bess i stað hugsa ég um móður mina, þar sem hún er að snúast i eld- húsinu heima i Devon, og ég reyni að imynda mér, hvað hún muni segja, þegar ég segi henni, að ég sé vanfær. Ég er komin tuttugu minútum of snemma á læknastofuna. Stúlkan brosir til min og býður mér að setjast, þangað til nafn mitt verði kallað upp. Ég vil ekki hugsa um það. Ég grip timaritin á biðstofunni en ég les ekki neitt, fletti þeim bara. Ég vildi að þetta væri búið. Ég vona, að ég sé ekki með barni, að við getum haldið áfram að vera ein, ég og Dave. Ég elska hann svo heitt. Ég vil ekki, að hann þurfi að skipta sér milli min og einhvers annars. Ég þarf engan til viðbótar — ég á nóg. Mér verður litið á borðið. bað er sigaretta i öskubakkanum. Einhver hefur drepið i henni i flýti. Hún hefur næstum öll brunnið upp i öskubakkanum og þegar ég f inn reykjarlyktina, finn ég til velgju. „Maureen Riley,” kallar stúlk- an. Hún fylgir mér inn til læknisins og hann vigtar mig og skrifar þyngdina i skýrsluna. Svo mælir hann blóðþrýstinginn. Læknirinn er viðfeldinn og vin- gjarnlegur. Hann segist hafa nið- urstöðurnar úr prufunum og þær sýni, að ég sé með barni. Hann talar við mig og ég svara öllum spurningum hans, en ég trúi honum ekki. Samt veit ég, að hann segði þetta ekki, ef hann væri ekki viss. Ég er hálfdöpur, en samt get ég ekki gert að mér að brosa og i rauninni heyri ég alls ekki það, sem læknirinn er að segja, þvi að ég er að hugsa um Dave. Dave og ég og barn. Ég trúi þessu ekki enn og allt er öðruvisi á leiðinni heim frá lækninum. bað horfir öðruvisi við. Ég segi upphátt: „Móðir, faðir og barn,” og orðin eru svo ókunn- ugleg og skritin, að ég get ekki stillt mig um að hlæja. Ég reyni aftur: „Mamma, pabbi og barn.” bað er enn skritnara og ég hlæ meira. 1 húsinu er mjög hljótt og ég hugsa um það, sem er að vaxa innan i mér, og ég leggst á rúmið og segi við sjálfa mig, að við sé- um að fara að eignast barn, ég og Dave. Ég hugsa um Dave og hvað það er sárt að elska hann meira en hann hefur tima til að endur- gjalda ástina. Og ég græt. Ég hætti að gráta og hugsa um að eignast barnið og elska það og ég kem auga á svolitið, sem mér hefur ekki dottið i hug áður. Ég geri mér ljóst, að ég þarfnast barns til að elska, barns sem er alltaf hjá mér, bara. til að elska þaö og annast. Dave og ég og barnið og ég græt svolitið lengur. Svo fer ég út i garðinn. ALLT ER ÖÐRUVISIÁ LEIÐINNI HEIM Stutt smásaga um konu og ást hennar eftir Joan King. 30 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.