Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 15
Ég hafði verið svo einföld að halda að lif mitt fengi meiri fyllingu, þegar ég væri gift. Þess vegna varð mér mikið um, þeg- ar það rann upp fyrir mér, að lif húsmóð- urinnar snerist nærri þvi eingöngu um mat. Ákveða máltiðir, kaupa mat, búa til mat, geyma ttiat.... Börnin fóru aö koma á kreik og spurðu i þaula um allt mögulegt, sérstaklega hvað við hefðum ver- ið að gera kvöldið áður. Þau höfðu miklar áhyggjur af þvi, hvað orðið hefði af öndinni? Kristofer leit á steikarskúffuna og stakk upp á þvi að lesa yfir henni sálu- messu. Andrúmsloftið var óþol- andi. Gestirnir áttu að koma klukkan tvö. Allir bjuggust viö andasteik. Þaö eina sem ég hafði handbært til matar, voru svolitlar tægjur utan á beinagrind andarinnar og svo átti ég einn og hálfan meter af medistapylsu i saltpækli i kjallar- anum. Hvaö átti ég aö gera. Ég byrjaði með þvi að reka Faiðrik út úr eldhúsinu og sagöi honum, að nú ætlaði ég að búa til sósu upp á eigin spýtur. Hann var frekar tortrygginn á svip, en tölti samt inn i stofu. Ég bjó til venju- lega brúna sósu úr teningssoði, blandaði i hana svolitlu af steikarfeitinni. Svo skar ég kjöt- tægjurnar i smábita — lét þá saman við sósuna. Ég steikti alla pylsuna.tindi til allt sem ég ^tti i kæliskápnum: gulrætur, tómata, salat og steinselju. Ég raðaöi þessu öllu á stór'a silfurfatið og skreytti það eftir beztu getu. Pylsunni kom ég snilldarlega fyrir á þann stað, sem öndin átti að tróna. Svo fór ég að biðja til þess, aö eitthvað kæmi fyrir gest- ina, eitthvað! Vonandi að þau fengju magaplnu, hálsbólgu, eitt- hvaðsem hindraði þau i aö koma. En það var nú ekki aldeilis svo gott. Þau komu öll með tölu. Ég tók viö yfirhöfnum þeirra, pelsum, frökkum, kuldastigvél- um og vonaði innilega að húsið hryndi. En það stóð. Það var engin undankomuleið. Ég opnaði dyrnar á boröstofunni og bað gesti mina að gjöra svo vel og fá sér sæti. Borðið var skreytt kertum og blómum. — Þetta er sannarlega glæsi- legt, sagði Oli frændi, — en hvar er öndin. Ég hlakka svo til að smakka á henni. Þetta var mjög merkilegur fugl, sem ég náði i. Ég rétti honum gulræturnar og andarsósuna. — Hvað? ságöi Óli og leit á skartlegt borðið. — A þetta aö vera fyndiö? A þessu augnabliki hataði ég öla frænda af öllu hjarta. Mér fannst ég sjá hann eins og hann var: montinn skfumari, hreinlega ættarskömm. Ester frænka gáði niður i sósu- skálina. — Þetta er andasósa, en hvar er öndin? — t sósunni, sagði ég. Hún varð dálitið kjánaleg á svipinn, en fékk sér samt af anda- kássunni. Hún hafði sennilega ekki veriö undir það búin að bita i svo harða skorpu, þvi að mig minnir, aö hún hafi misst úr sér tannfyllingu. Óli var eitt spurningarmerki. — Hvað I...? sagði hann og fékk sér ögnaf kássunni. Svo réðust allir á fatið með medistapylsunni. öndin var gleymd og fjölskyldan var hin elskulegasta. Hugo frændi sagði að minnsta kosti: — Þaö er engin sem er annar eins snillingur og Berit i þvi að framreiða medista- pylsu. Þetta er reglulegt lostæti. (Pylsan haföi legið i pækli i heilan mánuð.) Allir virtust ánægðir, nema Esther frænka og Óli frændi, þau voru aö tuldra eitthvað niður I barminn. Eftir þessa hræðilegu helgi varð oröið ,,önd”, tákn þess, sem aflaga fór á heimilinu. Enginn gat gleymt mistökum minum. Að lokum var það orðið þannig, að mér varð flögurt þegar minnst var á önd, gat öskrað jafnvel þótt ekki væri sagt nema eitt orö sem byrjaði á ö Nokkrum mánuðum siðan komst ég svo að þvi, að Óli hafði fengiö þessa andstyggilegu önd fyrir slikk, hjá kunningja sinum, sem vann I frystihúsi. öndin var úr fyrningum, sem áttu að fara á ruslahaugana, vegna þess að þær voru orðnar of gamlar til að setja á markað og alls ekki álitnar mannamatur. Ég var sigri hrós- andi, þegar ég gat sagt fjölskyld- unni þessar fréttir, en það bar svo sem ekki árangur, þau héldu áfram að striða mér meö öndinni. Óli frændi kom i heimsókn nokkru siöar og komst að þvi hvað ég hafði við að striða. Hann ráölagöi mér aö nota þá aöferð, að frysta þau út úr eldhúsinu. i 22. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.