Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 13
'í"'V Það var mikið happ fyrir Ro- bert, að hljómsveitin hafði aðset- ur i London, svo hann og Patti gátu verið saman i friði, viðs- fjarri þessari stóru fjölskyldu. Og fram til þess hafði Robert þvi tek- izt að umbera með rósemi öll brúðkaupin, skirnirnar, brúð- kaupsafmælin, jólaboðin og ný - ársboðin, sem hann þurfti að vera viðstaddur. En nú var mælirinh fullur. Patti, sem þrátt fyrir tveggja ára hjónaband, saknaði fjölskyldu sinnar enn sérlega, lýsti þvi yfir, að i hennar augum væri hið full- komna sumarleyfi ferðalag, þar sem farið væri á milli bræðra hennar og systra, dvalizt nokkra daga á hverjum stað og endað siðan með stórhátið heima hjá mömmu og pápa. Robert gat ekki hugsað sér neitt hræðilegra. Hann herti upp hug- ann og mótmælti. Patti hlýddi á öll rök hans um að hann vildi hafa hana út Sf fyrir sig, að hann hefði þörf fyrir að hvila sig i kyrrlátu umhverfi og ná sér eftir erfiði vetrarins og að hann og ættingjar hennar ættu eiginlega alls ekki saman. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni brosti hún blitt og sagði: ,,Já, elskan”. Um stund vissi hann ekki hvað- an á sig stóð veðrið en sagði sið- an: „Hvað áttu við?” ,,Ég á við, að ég er þér svo hjartanlega sammála”. „Nú?” „Ég veit að þú vildir miklu fremur fara á einhvern rólegan stað, þar sem þú gætir skoðað fugla, hlustað á tónlist og æft þig á óbó, án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af þvi að þú sért að trufla mig”. „Já, auðvitað, en...” „Og hvers vegna ættirðu ekki að fara? Þú gætir meira að segja farið til þessarar bjúgnefju- byggðar, sem þig hefur alltaf langað til að sjá”. Hann hefði ekki haldið að Patti vissi hvað bjúgnefja væri, enda hafði hann alrcg gleymt þvi hvernig hún hafði drukkið i sig allt, sem hann sagði, þegar þau voru i tilhugalifinu. Hann horfði undrandi á hana, en hún brosti aðeins og sagði að hún væri alveg til i að fara eitt- hvað alein, svo Robert gæti farið i bilnum á þá staði, sem hann lang- aði til að koma á. Hún myndi auð- vitað sakna hans hræðilega mik- ið, en hún hafði ákveðið að vera ekki eigingjörn. Var það ekki dá- samlegt? Hann féllst á þetta, áður en hann hafði áttað sig. Þremur vikum siðar lagði hann af stað i bilnum, með allan fugla- skoðunarútbúnaðinn, óbóið, nót- urnar og bækurnar, en ók i leið- inni Patti til járnbrautarstöðvar- innar, þar sem hún ætlaði að taka lestina fyrsta áfangann, til Baby systur sinnar. Hún vildi alls ekki að hann biði með henni ,komu lestarinnar, en veifaði til hans af miklum ákafa, einum of miklum fannst Robert. Hann hefði viljað sjá hana dapr- ari á svip og helzt eitt eöa tvö tár. Hann ók burtu daufur i dálkinn. Framhald á bls. 33 22. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.