Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 37
lofaöir, hvislaöi hún með sjálfri sér. — Ö, þú lofaðir. Ii Siðar, þetta ár, þegar keisara- fjölskyldan var aftur komin til Livadia, kom annað bréf frá Kirby. Hann sagði, að sér liði vel og aö nú hefði hann mikið að gera. Hann minntist ekkert á, að hann kæmi til Rússlands. Og timinn leið. Það var komið sumar á ný, sumarið 1914. t Rússlandi jókst spillingin i stjórnmálum hröðum skrefum. Bilið milli aðalsins og hins al- menna borgara breikkaði óðum. Hefðarfólkið, stórhertogarnir og prinsarnir vildu ekki slaka neitt á sérréttindum sinum, neituðu að hlusta á háværar kröfur um meira jafnrétti. Og þá fóru bylt- ingarsinnar að uppskera af þvi frækorni, sem anarkistar höfðu stráð um á hrokafullan hátt, svo fullvissir um sitt eigið ágæti og öryggi. Lenin, Trotsky og Stalin biðu, en reiðubúnir samt. Zarinn sjálfur virtist ekki fylgjast með, hélt sinu striki i einangrun frá umheiminum, bjartsýnn að venju og þar af leiðandi óhræddur. En það var ekki eingöngu i Rússlandi, sem blikur voru á lofti og breytingar á næstu grösum. Það var einn góðviðrisdag i júni að bosniskur stúdent, Gabriel Princip að nafni, réð Ferdinand erkihertoga af Austurriki af dög- um. Innan mánaðar var heims- styrjöld i algleymingi, heims- styrjöld, sem kom fyrir kattarnef keisaraveldi Rússlands og keisaraveldi Austurrikis og Ung- verjalands. ' Nicholas sagði Þjóöverjum strið á hendur. Um stundarsakir varð þetta til að seinka átökunum innanlands. Rússar, sem voru á mörkum byltingar, sameinuðust nú um stund. Byltingin kafnaði i þjóðernistilfinningúnni. En þetta var aðeins stundarhlé. Þótt Nicholas væri það ekki sjálfum ljóst, að innan hersins ólgaði ó- ánægja og alls konar spilling. Þar við bættist, að herinn var ákaf- lega illa búinn, bæði af vopnum, vistum og yfirleitt öllu sem til hernaðar þurfti til að berjast gegn ofurvaldi Þjóðverja, jafnvel lika til að mæta austuriska hern- um. Það leið þvi ekki á löngu, þangað til byltingarsinnar fóru að ná algerum yfirtökum. Zarinn settist sjálfur að i höfuð- stöövum hersins. Fjölskylda hans var i vetrarhöllinni, Sarskoje Selo rétt fyrir utan St. Petersburg, sem nú var kölluð Petrograd. vegná þess að hið fyrra nafn þóttl of þýzkt i eyrum Rússa. Alex- andra og eldri dætur hennar, Tatiana og Olga fóru á námskeið i hjúkrun og stóðu sig með ágæt- um. Þær tóku þetta starf sem köllun, enda voru þær mjög hæfar til þess og spöruðu ekki krafta sina. Kirby hafði að lokum fengiö Anstruther og hina ónefndu sam- starfsmenn hans til að^ taka til greina uppsögn hans á sinu fyrra starfi i leyniþjónustunni, en það var þeim skilyrðum bundið, að hann væri kyrr i hernum, meðan á styrjöldinni stóð og aö hann ætti að starfa með brezku hersveitun- um i Rússlandi. Þekking hans á Rússlandi var of dýrmæt til að láta hana fara forgörðum á þess- um hættulegu timum. Hann gat' nú rólega gleymt Prolofski og yissum skjölum. Það skipti ekki máli lengur. Bretar og Rússar voru bandamenn. Hann hreyfði engum mótmælum. Reyndar var það einmitt það, sem hann þráði, að komast aftur til Rússlands. Frænka hans var lika ánægð. Hún fylgdi Victoriutimabilinu, þótt hún vildi eiginlega ekki við það kannast. En hún klæddi sig að tizku þeirra tima og lifði sannar- lega eftir þvi. Hún var ákaflega elskuleg manngerð, en gerði sitt bezta til að leyna þvi. — Það er gott, sagði hún, þegar hann færði henni fréttirnar, — það er ekki seinna vænna. Þú ert búinn að liggja nógu lengi i leti. — En ég verð að yfirgefa þig, frænka min góð, sagði hann. — Þú sezt vonandi i helgan stein, áður en langt um liður. Það -vona ég að minnsta kosti, sagði Charlotte. Hún . var svolitið há- vær, þegar hún vildi leyna við- kvæmni sinni. — Svo held ég lika, vinur minn, að þú hafir skilið eitt- hvað eftir i Rússlandi, ég er ekki alveg blind. Hvað sem það hefur verið, þá komdu með það hingað sem fyrst. En ég vona nú samt, sagði hún hugsandi, — aö þú farir ekki að kvænast einhverri léttúð- ugri hjúkrunarkonu, eingöngu vegna þess, að nú er strið. Menn gera oft vitleysur á striðstimum. — Léttúðugri hjúkrunarkonu, er hún ekki með sjálfri sér? sagði Karita, sem skildi varla merk- ingu orðsins. — Það eru yfirleitt ekki til létt- úðugar hjúkrunarkonur, sagði Kirby. — Gleymdu þvi ekki, vinur minn, að ég var sjálf hjúkrunar- kona i Búastriðinu, sagði frænka hans. — Varst þú léttúðug hjúkrunar- kona? ságði Karita og það var hneykslunarsvipur i brúnum aug- unum. Hún var klædd ljósri blússu og bláu pilsi og var sér- staklega aðlaðandi og elskuleg. —■ Hún ekki léttúðug, sagði Kirby og hristi höfuðið framan i Karitu. — Vertu ekki að draga dár að henni, sagði Charlotte frænka hans, — hún talar ensku ágætlega og hún er mjög greind. Henni er heldur ekki fisjað saman. í sannleika sagt, var Charlotte frænka hans mjög hrifin af Karitu og það var ein af hennar heitustu óskum, að frændi hennar kvæntist þessari elskulegu stúlku. — Það yröi til þess, að hann settist i helgan stein, sagði hún einu sinni við Karitu, sem var svo hneyksl- uö, að hún kom varla upp nokkru orði. — Það veit hamingjan, að hann gæti ekki gert neitt betra. — Charlotte frænka! Karita gat varla fundið orð vegna hneyksl- unar. — Það væri ekki við hans hæfi. Ef hann heyrði til þin, myndi hann senda mig strax i burtu, án þess mér ynnist timi til að fara i yfirhöfn, já, án fata. — Án fata? Charlotte var nú sjálf hneyksluð. — Já, ég á við aö hann myndi senda mig burt, eins og ég stend. Nú var það Charlotte frænka sem hló, svo að barmur hennar lyftist. Þessi stfllka átti sannar- lega ekki sinn lika. Kirby hafði átt i miklu striði við yfirboðara sina Karitu vegna. Hann gat ekki sannfært þá um, að hann yrði að taka hana með sér til Rússlands, en að lokum sigraði hann. Karita varð himinlifandi. Hún var hrifin af gamla húsinu i Walton, ánni og grænum engjun- um. Henni þótti gaman að ganga á skógargötunum, þar sem fólkið var lika oft á reiðhjólum. Kirby hafði keypt handa henni reiðhjól og kennt henni að nota það og hún roönaði af feimni,- þegar pilsið blakti til og fótleggir hennar komu iljós. Hún elskaði Charlotte frænku og hún var farin að kalla Kirby yfirforingjann, jafnvel i huganum, i staðinn fyrir Ivan Ivanovitch. Og henni þótti gaman að ganga með ungum mönnum, sem voru að stiga i vænginn við hana, þótt hún tæki ekki alvar- lega hjal þeirra. En nú, þegar landar hennar áttu i striði viö Þjóðverja, þá fannst henni skylda sin að taka þátt I örlögum þeirra. Þjóðverjar voru lika skepnur, þeir viluðu ekki fyrir sér að steikja smábörn. — ó, og éta þeir þau lika? spurði Kirby. — Karita, þú veizt vel, að þetta er mesta vitleysa. Ég hélt þú værir hætt að vera svona trúgjörn, hélt þú tryðir að- eins þinum eigin augum. — Já, sagði Karita, — en herra Browning, sem á bróður i Frakk- landi, sagði mér þetta og ég get ekki kallað hann lygara. — Herra Browning? — Já, hann er nýi póstþjónninn og ég fór út að ganga með honum. — Jæja, þú getur þá kysst hann að skilnaði, við förum á morgun. Þau komu til Petrográd i janú- ar. Sjóferðin haffði verið mjög erf- ið. Það var mjög kalt i Petrograd, en borgin var undursamlega fög- ur, hulin hvitum snjónum, öll glitrandi i ljósum og full af fólki. A götunum voru hinir gamal- kunnu hestasleðar og það klingdi sifellt i sleðabjöllunum. Karita var aftur komin i safalaskinns- kápuna. Þau óku beint að hótel- inu, þar sem Kirby átti að búa fyrst i stað, áður en hann legöi af stað til pólsku landamæranna, þar sem hann átti að sameinast brezku herdeildunum, sem voru staösettar þar. Já, það var sannarlega mikið um dýrðir i Petrograd. öll þessi kátina virtist ekki vera i neinu samhengi við veruleikann. Það var eins og öllum væri umhugað um að njóta sem mest og bezt alls þess, sem höfuðborgin hafði upp á að bjóða, nú á þessum striöstim- um. Fagrar konur gengu upp i þvi að skemmta striðshetjunum, sem unnu við hinar mikilvægu skrif- stofur á heimavigstöövunum, og þeir endurguldu með óhóflega glæsilegum veizlum. En á meðan voru bæði foringjar og háttsettir foringjar kurlaðir niður á vig- stöövunum eða frusu i hel. Sjúkrahúsin voru yfirfull, list- inn yfir fallna og særða óendan- legur. Járnbrautarlestirnar komu daglega yfirfullar af særð- um hermönnum. Olga og Tatiana unnu við hjúkrun i Katherinehöll- inni, þar sem ibúð keisarans hafði veriöbreytt i sjúkrahús. Stundum- Framhald á bl». 47 22. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.