Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 44
prófessors I hendur. Er hanh haföilesiö hana, eygði hann lausn gátunnar. Þetta var leiðin! Þvert yfir Noröur-lshafið... láta sig reka með straumnum eins og oliubuxurnar! Þjálfun Nansen flanaði ekki að neinu. Honum duldist ekki, að hugmynd- in var djörf og framkvæmd henn- ar kraföist langrar, markvissrar þjálfunar, þekkingar og reynslu. Um’niu ára skeið aflaði hann sér allrar fræðslu, er fáanleg var á þessu sviði, þjálfaði likama sinn, skap sitt og vilja við erfiðustu þrekraunir, en þó einkum þær, sem mest reyndu á þol og þraut- seigju. Skiðagönguleiðangurinn yfir Grænlandsjökul þveran var einn þátturinn i þeirri þjálfun og sá þýðingarmesti. Undirbúningur hans varð Nansen mikilsverð æf- ing, og segja má, að hann hafi um leið markaö timamót i undirbún- ingi könnunarleiðangra um Norð- urhjara. Þeir félagar, Nansen og Dietrichsen, þaulreyndu hvern hlut og hvert plagg, sem þeir ætl- uðu að hafa með sér i förina, en val þeirra og gerð byggðu þeir bæði á reynslu annarra norður- fara og þeirri, er þeir sjálfir höfðu aflaö sér i vetrarferðum um há- lendi Noregs. Sjálfur smiðaði Nansen mörg þau ferðaamboð, sem mikilsverðust voru, og hag- aði gerö þeirra þannig að þau yrðu i senn létt, sterk og hentug. Vali, tilreiðslu og umbúnaði vistaforöans var hagaö sam- kvæmtþvi, er ménn þá vissu bezt, en^kemmra var þá á veg komið næringarfræöi og fjörefnavisind- um en nú er, enda fór svo, aö leið- angursmenn þjáðustmjög af fitu- skorti i feröinni. Ýmsu var spáð um för þessa bæöi heima i Noregi og erlendis, og ekki var laust við, að sum blöðin hefðu hana I flimt- ingum, og ekki þorðu landar Nan- sens að leggja honum fimm þúsund krónur til farareyris. En förin tókst giftusamlega. Nansen varð heimsfrægur fyrir, og þegar hann kom heim, var honum og fé- lögum hans tekið á þann veg, sem konungbornu fólki var bezt fagn- að i þann tið. Frægö er landkönnuðum góð, þvihún opnar þeim sjóði rikja, fé- lagsstofnana, fyrirtækja og ein- staklinga. Og þess eru þeir þurf- andi, þvi könnunarleiðangrar eru fjárfrekar framkvæmdir. Annað var þó dýrmætara frægðinni, sem afrek þetta færði Nansen: — reynsla og þekking á ferðalögum um heimsskautasvæði og sönnún þess, að slikum feröalögum lýkur oftast á þann veg, sem forráða- menn þeirra ákveöa áöur en lagt er af stað að heiman. Að það er forsjálni þeirra eða óforsjálni við undirbúninginn, sem mestu veld- ur um afdrifin, en aðeins reynsla og þekking geta skapað monnum forsjálni. Þetta hafði Nordenskjold, hin- um fræga heimsskautsfara og verið ljóst, er bann undirbjó Vegaförina, enda var það einn leiðangur af fáum, sem átti farar- láni að fagna um Norðurhjarann, þótt margir hefðu verið farnir. Ferðaáætlun og undirbúningur Árið 1890 lagði Nansen áætlun sina um heimskautsför fyrir Norska landfræðifélagið. Þá hafði hann rannsakað allar likur, er lágu til þess, að slfk för mætti tak- ast, og 'þá einnig það, er á móti mælti. Taldi hann engum vafa undirorpið, að hafstraumar beindu Isreki yfir Norðurishaf þvert fyrir norðan Svalbarða. Hann benti á ýmsar staðreyndir, er sönnuðu þetta. Bogi, sömu gerðar og Alaska-Eskimóar við Beringssund nota, hafði fundizt i fórum grænlenzkra Eskimóa. Rekaviöurinn, sem barst að ströndum Grænlands, var úr skógum Siberiu, og á rekisnum austan Grænlands hafði Nansen fundið forarleðju, er rannsóknir leiddu I ljós, að átti rót sina að rekja til ánna I Siberiu. Af þess- um staðreyndum og öðrum svip- uðum, dró Nansen þá ályktun, að hægt mundi vera að láta skip reka fyrir straumum sömu leið. Skip það varð að vera svo sterkbyggt, að það stæðist átök ishranna, en um leið ekki stærra en svo, að þvi væri auðstýrt um þröngar og krappar vakir milli jaka. Á sliku skipi hugðist Nansen halda eins langt norður fyrir Siberiueyjar og unnt reyndist, en leggjast siðan við akkeri, þegar is hamlaði norð- ursiglingu, og láta þá reka fyrir straumi yfir Noröurishafið. Nan- sen gerði ráð fyrir, að sú för mundi taka 2-3 ár, en vistaforða vildi hann hafa svo mikinn, að nægði 12 mönnum i 5 ár. Hann áleit ekki ósennilegt, að takast mætti að ná. til Norðurheims- skautsins I þessari för, en taldi þaö i sjálfu sér ekki aðalmarkmið leiðangursins, heldur rannsókn á hinu ókunna svæði umhvprfis það. Visindalegan árangur og aukna þekkingu á sviði jarðfræði, haffræði, stjarnfræði og liffræði kvaö hann meira máli skipta en hitt, að ná þeim stað, er stærð- fræðilega skoðað telst norðurendi jaröarmöndulsins. Nansen birti þessa ferðaáætlun sina bæði heima og erlendis árið 1892. Aö vonum vakti hún mikla athygli, en mjög voru skiptar skoöanir manna um hana. Margir frægir og reyndir heimskautafar- ar erlendis töldu hana hina bi- ræfnustu, og margir visindamenn og landfræðingar voru á sama máli. Sumir álitu ógerlegt að smiöa skip svo traust, að það stæðist hamremi Issins, en aðrir töldu kenningu Nansens um haf- strauma á þessum slóðum vera firru eina og ferðaáætlun hans alla mjög vanhugsaða. En Nansen brá ekki sannfær- ingu sinni. Hann varði ferðaáætl- un sina og kenningu á fjölmenn- um fundi i Brezka landfræðifélag- inu og svaraði gagnrýni hinna frægu landkönnuða og visinda- manna, sem ekki gátu fallizt á, að oliubuxurnar frá Jeanette væru liklegar til þess að valda straum- hvörfum á sviði heimskautsferða. Ýmsir kunnir visindamenn urðu og til að styðja skoðun hans, og allir hlutu aö viðurkenna for- ingjahæfileika Nansens Græn- landsfara, hvort sem þeir töldu kenningar hans sennilegar eða ekki. Með almenningi heima i Noregi gætti einnig nokkurs efa. Að visu báru landar Nansens fyllsta traust til hans vegna þeirra af- reka, er hann hafði áður unnið. En almenningur var þess einnig minnugur, að margur garpurinn hafði hlotið ömurleg afdrif i heimsskautaleiðangrum, jafnvel þótt glæstar spár fylgdu honum að heiman. Hins vegar varð Nan- sen það til brautargengis heima fyrir, að þjóðarmetnaður, frelsis- þrá og sjálfstraust fór mjög vax- andi með Norðmönnum á þessum árum, og margir voru þeir, er trúðu á ferðaáætlun hans eins og sjálfur hann og treystu honum til aö framkvæma hana, enda brást almenningur i Noregi honum ekki, er á reið. Það sýndu fjár- framlög fátækra sem rikra til far- arinnar. Þing og stjórn, sem nú höfðu annað álit á honum en forð- um, er t nn sótti um styrk til Grænlandsleiðangursins, veittu honum 280 þúsund króna ferða- styrk, en konungur og almenning- ur lagði fram það, er á skorti i svipinn, eða 156.478,86 krónur. Skipshöfnin og skipið Sá hét Colin Archer, er tók að sér smiði fyrirhugaðs leiðan- ursskips, en hann var talinn ,1 fremstu röð norskra skipasmiða Kjósið vorstúlku Vikunnar með þvi að setja tölurnar frá 1-3 i auðu reitina framan við nöfn og keppnisnúmer þátttakenda, sem þið veljið i þrjú efstu sætin. Kiippið siðan seðilinn út úr blaðinu og sendiðtil: Vikan, Pósthólf 533, Reykjavik. Crslitin verða birt I 27. tölublaði. 1. Ingibjörg Jónsdóttir 2. Sigurrós Svavarsdóttir 3. Hrefna Valsdóttir 4. Ása ögmundsdóttir 5. Guðmunda Jóhannesdóttir 6. Guðbjörg Jónsdóttir 7. Jóhanna Róbertsdóttir 8. Evelyn West 44 VIKAN 22.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.