Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 42

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 42
hræðsla, hann var hræddari en hann haföi nokkurn timan veriö. Allt haföi gengiö á tréfótum hjá honum þetta kvöldiö. Fyrst lá viö aö þeir Frank yröu gripnir, þegar Della kom óvænt til skrifstofunn- ar: svo var það Potter kerlingin og aö lokum þessi öskrandi stelpa. Hún var um það bil að kalla til allt hverfiö. Hann sá i anda alla glugga og dyr opnast og fólkiö þyrpast út. Ég verö að loka á henni munninum, hugsaði hann. Hann þreif til hennar og greip um munninn á henni. Hún sneri sér eins og áll i hönd- um hans, svo að hanns, svo að hann fleygöi henni um koll og baröi höföi hennar viö stéttina, þangaö til hún lá grafkyrr. Beth fór styttri leiðina yfir niöurrifsgrunnana, eftir aö hún haföi veriö i sjúkravitjun hjá gömlu konunni, frú Frost. Þá hrasaði hún um máttlausan likama Shirley King. Barniö var meövitundarlaust og kalt. Ljósa háriö var löðrandi i blóði, sem lika haföi runnið niöur á hettuna á úlpunni. Hún var meö lifsmarki, en heldur ekki meir. Sjúkrabillinn ók meö sirenuvæli til sjúkrahússins. A samri stund voru komnir þrir lögreglubilar i Laburnum Street. Þungstigir lög- reglumenn leituðu fram og aftur um rústirnar og beindu kastljós- um sinum út i myrkrið. Menn töluöu mikið. Það var hringt á dyrabjöllum og ibúar hverfisins voru yfirheyröir, einn eftir ann- an. f siðasta húsinu sat Dorrie og grét. — Ég hefði aldrei átt aö láta hana fara út i myrkrið. Þetta er allt mér aö kenna....en mamma er ekki búin að ná sér eftir fæöinguna og ég hafði svo mikiö aö gera i verksmiöjunni, hádegis- maturinn var aukur, svo ég sagði viö Dan, aö ég ætlaöi aö spandera á þau pylsum I kvöldmatinn... Ungi lögreglumaðurinn var þolinmóður. — Og svo sendir þú litlu systur þina til að kaupa pylsurnar. Dorrie gat stuniö upp milli ekka- soganna: — Ég sendi hana ekki. En ég var að straujá og mig langaöi til aö ljúka við þaö. Dan var aö reyna að gera viö sjón- varpiö og Phil var svo kvefaður... Og Shirley tók peningana og sagöist ætla aö sækja pylsurnar. En ég heföi ekki átt aö láta hana gera þaö. Hún er aöeins tiu ára og svo fljót til. Hún er si hoppandi og stökkvandi og lifir i sinum eigin heimi.... — Hve mikla peninga var hún með? — Pundsseöil. Aðeins einn ómerkilegan pundsseöil'. Og einhver glæpamaður.... ó, þetta er allt mér aö kenna.....Ef ég heföi ekki leyft henni aö fara, þá heföi þetta aldrei skeö. Hann leit I kringum sig i her- berginu. Litla stofan var mjög óreiðuleg, en samt var þarna eitt- hvaö svo notalegt andrúmsloft. Hann hailaöi sér fram og klappaði stúlkunni klaufalega á öxlina — Þú mátt ekki láta þetta fá svona á þig. Læknarnir gera allt sem á þeirra valdi stendur. Og þetta er alls ekki þin sök. Þú varst i vinnu allan daginn: þú reynir aö halda heimilinu I lagi, meöan móöir þin er veik og þú gerir allt sem þú getur.... — Þú hefur komiö hingað áður, er þaö ekki rétt? sagöi hún. Hún þurrkaöi tárin og strauk háriö frá enninu og staröi á hann. — Þú komst hingað meö Frank.... — Já. Og mér fannst þú dásam- leg stúlka. Hvernig þú varöir bróður þinn, var afveg ein - stakt...A ég að segja þér eitt, mig langaði svo til að koma hingað aftur, til að vita hvernig þér liði, en ég vissi ekki hvernig ég átti að snúa mér i þvi, eða hvort þú kæröir þig um að sjá mig aftur. — Þú ert kominn hingað nú, sagöi hún og brast aftur i grát. Hann stóð upp, stakk minnis- blokkinni i vasann. — Ég verö að fara núna og gefa skýrslu. En .viö skulum sannárlega ná i þennan giæpamann, sem réöist á systur þina. Hann hinkraöi við, en hún hvorki leit upp né sagöi nokkurt orö. Hann skundaði þvi til dyra og gekk út i myrkriö. Þaö voru sannarlega ekki skemmtileg atvik, sem urðu til þess, að hann hitti þessa indælu stúlku. Fyrst varð hann til að taka fastan bróður hennar og svo var hann einmitt á vakt, þegar ráðist var svona sviviröilega á litlu systur hennar. Hann hugsaöi með sér, að sennilega óskaði hún ekki eftir þvi að sjá ásjónu hans framar.... Sid var bæði óttasleginn og ör- vinglaður. Hann var hérumbil viss um, aö þessi stelpa haföi ver- iö ein af systrum Franks. Hún var lik honum, og þegar hann kæmist að þvi, að... Frank var sofandi. Hann andaði djúpt og bylti sér fram og aftur, svo það brakaöi i fjöðrun- um i gamla sófanum. En á morg- un, þegar stúlkurnar kæmu til vinnu, yrði ekki mikil bið á þvi, aö Frank fengi fréttir af atburðun- um. Sid var flökurt af ótta. Frank myndi drepa hann, ef hann frétti að hann hefði gert einhverjum af fjölskyldu hans illt. Hann var með allskonar furðulegar vangaveltur og Sid fannst einkennilegt að hann skyldi lenda i þessari kliku Tubbys. En Frank var miklu sterkari en hann og hann hafði- undarlegt dáiæti á þessum systr- um sinum. Tvisvar læddistSid fram á loft- skörina. Hann var jafnvel að hugsa um að stinga af fyrir fullt og allt. En alltaf sneri hann samt viö. Það gat verið möguleiki á þvi, að Frank kæmist ekki að þessu. Sennilega ekki alveg strax. Hann hafði andstyggð á þvl, að sitja þarna I stigakróknum og hiusta á skvaldur stúlknanna. Ef ég hefi heppnina með mér, hugsaði hann, þá getur það verið, að Frank frétti þetta ekki fyrr en ég er kominn úr landi. Það er liklega öruggast, að ég verði kyrr hér'na, hugsaöi Sid. Frank getur orðið hættulegur, ef hann veröur reiður, en Tubby og klikan eru ennþá hættulegri. Þótt moröiö á gjaldkeranum væri ekki lengur á forsiðum blað- anna, þá var ekki þar með sagt, að Tubby heföi hætt að leita þeirra. Þvert á móti. Það getur jafnvel verið, að þeir leituöu enn- þá betur, einmitt núna. Sid hnipraöi sig saman I stóra, skakka stólnum og reyndi að fá sér blund. En hann gat ekki sofnað, óttinn var algerlega búinn að ná á hon- um tökum. Hjartað barðist ótt i brjósti hans og hann gat ekki losnað við þennan hræðilega ótta. Hann var glaðvakandi. Sid óttaðist eingöngu um sin eigin ör- lög. Hann vissi ekki vel hvenær E’INNI & PINNI 42 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.