Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 16
NeUGwynn fátæka stúlkan, sem varð ástmær Karls II. Bretakonungs Sagan segir frá mörgum konum, sem verið hafa ástkonur konunga og valda- mikilla manna og á þann hátt sjálfar komizt til metorða og ráðið miklu um rás atburða sögunnar. í þessari grein er sagt frá Nell Gwynn, ungu stúlkunni, sem varð ástkona Karls II. konungs Breta, en sem aldrei miklaðist af velgengni sinni. Karl II hefur löiigum veriö álit- inn mesti kvennabósinn, sem set- iö hefur f hásæti í Bretlandi, enda fengiö viöurnefniö „káti konung- urinn”. Hann komst til valda áriö 1660, eftir að Cromwell haföi um 12 ára skeið ráöið ríkjum og brýnt hreintrú og siögæöi fyrir þjóðinni. Fólk var orðið þreytt á siöa- predikunúm púrítanaprestanna þegar Karl II tók viö völdum og tók þvi frelsinu fagnandi. Gleöi og skemmtan tóku völdin í London og fremstur i flokki glaumgosa fór konungurinn. Tignar konur kepptust um aö ná hylli konungs, þvi auk þess sem hylli konungs var hverri konu mikil virðing, var um dýrar gjafir og hvers kyns hann var oft nefndur Nell Gwynn, fátæka stúlkan sem varð eftirlætisástmær Karls II konungs Englands. ◄ Laföi Castlemaine var um langt skeiö ástmær konungs og fæddi honum mörg börn. 16 VIKAN 22. TBL. V á Karl konungur II fékk Louise de Kreouaille aö „gjöf” frá systur sinni, sem gift var I Frakklandi — en taliö var aö hún væri eins kon- ar sendiherra Lúöviks fjórtánda viö ensku hirðina. frföindi aö keppa. Aðeins einni þeirra tókst þó aö halda hylli kon- ungs frá þvi fundum þeirra fyrst bar saman, þar til konungur lézt. Þaö var Nell Gwynn, glaölynda stúlkan úr fátækrahverfinu. Þegnar konungs gáfu henni viö- urnefniö „hóran með mótmæl- endatrúna” og aögreindu hana þannig frá hinum, sem allar voru kaþólskar. Þessi mynd var teiknuö um svip- aö ieyti og Nell var aö taka sin fyrstu spor á leiksviöinu, en þaö var einmitt i leikhúsinu, sem kon- ungur sá hana i fyrsta skipti. Þótt Nell Gwynn væri alin upp i hóruhúsi f fátækrahverfi tókst henní aö vinna hylli ensku þjóöar- innar. Nell haföi sina galla, en góömennska hennar, hjartahlýja og einlægni breyttust ekki, þótt miklar breytingar yröu á lifnaö- arháttum hennar. Hún var gjaf- mildin sjálf og notaöi dýrmætar gjafir konungs til að hjálpa öör- um, háum sem lágum. Margar af heldri fjölskyldum Englands geta enn i dag þakkað velgengni sina og völd hrifningu konungs af Nell. Nell fæddist áriö 1650 f hrörlegu húsi, rétt viö Drury Lane. Faöir hennar haföi flutzt til London frá Wales, en hann dó skömmu eftir aö Nell fæddist. Til aö sjá sér og dótturinni farborða breytti móöir Nell hreysinu f vinkrá og hóruhús. Þegar Nell var 10 ára var hún oröin þrautþjáifuö f aö bera á- fengi fyrir viöskiptavini hússins. En hún varö leiö á þvi og til til- breytingar fór hún aö selja epli á götum úti. Eplasalan gekk vel, þvi fólk sóttist eftir eplum Nell, ekki vegna þess aö þau væru ööruvisi en önnur, heldur til aö fá tækifæri til aö spjalla viö hana stundarkorn. Athyglisgáfa henn- ar haföi þroskazt fljótt og hún varö snemma skemmtileg hermi- kráka. Eftir aö hafa selt epli um skeiMiækkaöi Nell i tign og varö appelstnustúlka i konunglega leikhúsinu, sem nýlega haföi ver- iö opnaö. Bar hún þar um appel- sinur og seldi leikhúsgestum f hléi. Leikhúslif blómgaðist á dögum Karls Il.þvihvorttveggja var, aö leikhúsiö var góö tilbreyting frá siöapredikunum púrftanaprest- anna og aö nú voru konur aö kom- ast upp á leiksviöin. Aöur höföu kvenhlutverk veriö I höndum karla. Þaö lá þvfbeint viö aö Nell, þessi snotra, oröhvata appelsfnu- stúlka fleygöi frá sér körfunni og hoppaöi upp á leiksviöiö. Hún haföi séö svo mikiö á sinni stuttu ævi, aö fjórtán ára var hún oröin frábær mannþekkjari og góöur leikari. Hún varö brátt ástmær hins fræga leikara Charles Hart, og hann hefur vafalaust veriö hennar Henry Higgins. Þegar Nell var 16 ára, fékk hún aöalhlutverk f grinleiknum „Enski herrann” og eftir aö hafa séö þann leik skrifaöi Samuel Pepys, þekktur dagbókarhöfund- TnmkáH Katarina af Braganza, drottning Karls konungs. Heimanmundur hennar var 800 þúsund pund, auk Bombay og Tanger. Hún var manni sfnum góö drottning, en börn áttu þau ekki saman og Karli kom aldreitil hugar aö vera henni trúr. 22. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.