Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 10
En svo fór Dorrie að gráta. Hún reyndi alls ekki að dylja það og tárin runnu niður kinnar hennar. — Ég sakna hans svo hræðilega mikiö, sagði hún. Hún saup hvelj- ur og þurrkaði sér um augun meö handarbakinu og svo reyndi hún að brosa. 'Eftir að Bill hafði þolað allar hinar verstu kvalir I tvo daga, haltraði hann I áttina að húsinu númer 7 og ýtti á bjölluhnappinn, sem var merktur „Hverfishjúkr- unarkona”. Næstum því áður en Beth náði þvi að opna dyrnar alveg, sagði hann: — Viltu borða meö mér i dag? Gerðu það, vertu svo væn. Hann var búinn að hugsa sér, að sennilega myndi hún segja, að hún hefði svo mikið að gera, eða að hún væri upptekin. Já, eða þá að hún ætlaði að þvo sér um hárið-. Hann sá að hún hikaði andartak, aður en hún svaraði, En svo brosti hún glaðlega. — Ég get bara hengt spjald á dyrnar og sagt hvar mig er að finna, ef eitthvað alvarlegt ber að hönd- um. Maturinn hjá Charles var prýðilegur að venju, steikin mátulega steikt og kartöflurnar ljúffengar. — Ég laug að þér um siðustu helgi, sagði hann. — Ég var sann- arlega ekki upptekinn. En þegar ég hugsaði til þess, að aka bil, brást mér alveg kjarkurinn. Ég vildi ekki viðurkenna það, ekki einu sinni gagnvart sjálfum mér og þess vegna kom ég með þessar bjánalegu afsakanir. A eftir lang- aði mig mest til að sparka i bak- hlutann á sjálfum mér. Og þar með var spennan horfin. Honum fannst allt verða svo auð- velt, þegar hann talaði við Beth um vandræði sín. Hann sagði henni frá öðru, sem haföi kvalið hann og vakið með honum ótta. Hann sagði henni, að hann ætti alltaf erfitt með að fara yfir umferðargötur, hefði það á tilfinningunni, að ekið yrði yfir hann. Hann þoldi jafnvel ekki að skellt væri hurðum': — Ég reyni að láta skynsemina ráða, sagði hann og sneri gafflin- um milli fingranna. — Ég fékk að vísu slæman heilahristing. Skurð- aðgeröirnar hafa líka tekið á taugarnar. Ég reyni að telja mér trú um — að þetta lagist með tim- anum, ég veit að það gerir það á nokkrum mánuðum. Ég er orðinn geðvondur, taugaveiklaður og huglaus. Ég get vissulega lifað án þess að fljúga og aka bil, en ég get ekki lifað með þennan ótta fyrir allri umférö, eða ef einhver skell- ir hurðum. Hún tautaði einhver hughreyst- ingarorð. Hún sagði ekki, að • þetta hlyti að lagast. En samt fannst honum sem honum liði miklu betur. Sid ihugaði vandamál sin allan daginn. Ef honum tækist að koma þessu öllu I framkvæmd, þá þyrfti hann aldrei að hafa peninga- áhyggjur framar ilifinu. En þetta var samt ekki svo einfalt mál. Hann hafði komizt að þvi, að þær konur, sem unnu heimavinnu fyrir verksmiðjuna, komu á föstudögum til aö sækja kaupið sitt til Dellu. Þær komu venjulega um hádegið. Vegna þess að það var matarhlé, voru engar vélar i gangi og hann gat heyrt allt sem sagt var á skrifstofunni, vegna þess aö það var rifa á dyrunum. Hann komst að þvi, að Della greiddi þessum konum yfir hundrað og fimmtiu pund. Nú var að liöa aö jólum og þá myndu þær liklega fá meiri laun, hafa unnið meira. Upphæðin, sem þær fengju greidda næstu viku yrði örugg- lega töluvert hærri. Ef hann gæti náðiþessapeninga,áðuren Deila færi að dreifa þeim til ,kerling- anna, þá gæti hann verið kominn áieiðis til Ameriku eftir nokkra daga. Della sótti peningana I bankann klukkan ellefu. Hann hugleiddi hvort hann ætti að hrifsa af heiini töskuna, þegar hún væri á leið- inni, en i^omst að þeirri niður- stööu, að það væri alltof mikil á- hætta. Að lokum komst hann að þvi, að hann gat aldrei náð i þessa pen- inga, nema með aðstoð Dellu sjálfrar og hann lagði höfuðið i bleyti. Hann hafði heyrt um einhvern hjónaskilnað og það lofaði góðu. En þegar hann rannsakaði mál- ið nánar, þá kom hann ekki auga á neina leið. Mannorð Dellu virt- ist vera með afbrigðum gott. Hún bjó ein með syni sinum, það var reyndar strákurinn, sem átti hundinn, sem hann ók á. Hann komst að þvl, að fáir heimsóttu hana, það var þá helst hjúkrunar- konan eöa Dorrie King, sem hún sagði til við að sauma. Þaö var aðeins ein leið, til að fá hana I samvinnu við sig og það var að gera hana óttaslegna. Hann vissi ekki ennþá, hvernig hann átti að fara að því. En það hlaut að vera'einhver leið og hann var ákveðinn I þvi að finna þá leið. Kolinski las bréfið aftur. Hann vissi hvað stóð i þvi, — kunni það utan að, en stundum fannst hon- um hann verða að fullvissa sig um það, að honuin hafði ekki skjátlazt. En þarna stóð það, svart á hvitu og bréfsefnið var merkt þekktu fasteignafyrirtæki. Þetta var miklu betra tilboð, en hann hafði nokkurn tima látið sig dreyma um.... Nú gátu þeir komið hvaða dag sem var, til að ganga frá samn- ingunum og þá gat hann farið að leggja á ráðin, hvernig hann ætl- aði að koma sér fyrir i ellinni, þá gæti hann farið að gera það að veruleika, að eignast litla draumahúsið sitt, einhvers staðar fyrir utan London. Og hann gat þá kvatt allar þessar sigarettur, karamellur og þessa leiðinlegu blaðsnepla... Bara að ekkert kæmi nú fyrir, sem gæti komið I veg fyrir samn- ingana! Eitthvað af þvi, sem ó- kunni strákurinn var að tala um.... brotnir gluggar, truflun á blaðadreifingunni, ólyktar- sprengjur I búðinni.... Hann hristi höfuðið, eins og hann væri að reyna að hrista af sér þessar óþægilegu hugsanir. Þaö gat ekkert af þessu skeð. Hann hafði alltaf borgað strákn- um, það sem hann setti upp, svo þeir hlutu að láta hann i friði. Ef þeir stæðu ekki við þessa samn- inga, þá myndi enginn greiða honum neitt framar. Hann hugsaði með sér-, að vissulega myndi hann sakna sumra nágrannanna. Til dæmis Dorrie King. Já, og Tommy, sem bar út blöðin fyrir hann. Það var sannarlega heilbrigður og góður drengur. Honum var sönn ánægja að greiða honum fyrirfram þessi fimm pund, sem hann bað um. Að likindum hafði hann beðið um þessa fyrirgramgreiðslu, til að greiða. dýralækninum. Það var samt einkennilegt, að Tommy hafði ekki sagt honum það. Hann var vanur að tala um heima og geima, meðan hann var að búa sig af stað með blöðin. Þegar Della kom inn I ibúðina, til að kaupa „Konan og heimilið”, eins og hún var vön, sagði hann henni hve mikið hann héldi upp á Tommy. — Hann er duglegur drengur, sagði hún blátt áfram, en augu hennar ljómuðu. — Hann lærir vonandi að standa á eigin fótum, ef hann heldur svona áfram, sagði hún. — Hann vildi ekki einu sinni leyfa mér að greiða dýra- lækninum. Kolinski kinkaði kolli. Þá var það rétt hjá honum. Hann var feginn að heyra þetta, þvi að hon- um hafði fundizt Tommy eitthvað svo áhyggjufullur. Honum hefði þótt leiðinlegt, ef Tommy hefði komið sér i einhver vandræði. Della tók á móti skiptimyntinni og stakk blaðinu i töskuna sina. — En svo kom það á daginn, að hann þurfti ekki að greiða neitt fyrir læknishjálpina. Dýralæknirinn vildi ekki taka neitt fyrir ómakið. Hún sagði að það væri sjaldgæft aö hitta unglinga, sem hefðu svona mikið dálæti á dýrum eins og Tommy, sagði hún. Dorrie sveiflaði töskunni fram og aftur, þegar hún gekk heim- leiðis. Það var svo gaman að læra að sauma. Það var lika svo nota- legt hjá Dellu: það brakaði i eld- GATAÍ — Ég verð að fá hana til að halda sér saman, hugsaði Sid, gripinn hræðilegum ótta. Hann þreif til hennar og greip fyrir munninn á henni. Hún sneri sér eins og ormur i höndum hans og sparkaði i fót- leggi hans, svo hann fleygði henni um koll, barði höfði hennar við stéttina, þangað til hún lá hreyfingalaus... 10 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.