Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 5
Vinkonan i fússi sem hugur girnist, eða verður maöur aö ákveða sérstakt fag? Hvert eigum við að snúa okkur, ef okkur vantar fleiri upplýsingar? Virðingarfyllst Tvær að norðan Þessir skólar eru nefndir lýðhá- skólar og eru ailmargir á öllum Norðurlöndunum. Þeir starfa á veturna rétt eins og aörir skólar, en i þessum skólum er fólk á öll- um aldri og með margs konar undirbúningsmenntun. Kostnað- ur er mismunandi, en margir ts- lendingar hafa notiö styrkja til náms f norrænum Iýðháskólum. Leitið ykkur frekari upplýsinga hjá Norræna félaginu, Norræna húsinu við Hringbraut, Reykja- vfk, simi 10165, opið kl. 5—7 e.h. Um reykingar og fleira Kæri Póstur! Viö erum hér þrjár vinkonur og lesum alltaf Vikuna, þegar við náum I hana og lesum þá alltaf Póstinn. Okkur þykir þú gefa mjög góð svör. En ástæðan fyrir bréfi okkar er að biðja þig að svara nokkrum spurningum. Drifum okkur i þær. 1. Geta reykingar valdið þvi, aö maður byrjar ekki á túr, fyrr en seint og siöar meir? 2. Geta reykingar skaðað menn, sem eru með migreni? 3. Hætta brjóstin að stækka, ef maður reykir? 4. Er Rió trió ajveg hætt? 5. Er David Cassidy trúlofaður, eða á hann kærustu? 6. A David Cassidy systkini? Ef svo er, þá hver? 7. Hvaö lestu úr skriftinni, og hvernig er stafsetningin? Þrjár i 6. bekk barnaskóla Sökum mikils áhuga ykkar á á- hrifum reykinga þykist ég skilja, að þið séuð farnar að fikta við slikt. Fyrstu þremur spurningun- um svara ég öllum i einu á þann veg, að reykingar eru undir öllum kringumstæðum skaðlegar, eins og allir vita, en einkum og sér i lagi óþroskuðum unglingum. Reykingar geta dregið úr eðlileg- um þroska unglinga og hafa mjög skaðleg áhrif á andlegt og lfkam- legt þrek þeirra. Þið eruö alltof ungar til að reykja. Rió tríó hefur kvatt með pomp og pragt, hvort sem þráöurinn veröur tekinn upp siöar meir. Við 5. og 6. spurningu kann ég engin svör frekar en venjulega, þegar krakkar spyrja um poppstjörnur. Edvard Sverrisson sér um poppþátt fyrir blaðið, og til hans ber að snúa sér með þess háttar efni. Skriftin er ómótuð, en stafsetning virðist i lagi hjá ykkur. Kæri Póstur! Ég ætla aö leita til þin meö vandamál, eins og svo margir aðrirgera. Einu sinni svaf ég hjá vini minum, þegar foreldrar hans voru ekki heima. Þar voru lfka tvær stelpur og einn strákur. Strax um kvöldiö byrjaði ég að reyna við aðra stelpuna, strákur- inn, sem á heima þarna, var lika að reyna viö hana, en mér tókst að húkka hana inn i herbergi, og vorum viö þar, en ég þorði ekkert að gera við hana, og þá kallaði hún mig raggeit. Hvernig er með þessar stelpur? Mér finnst viö vera of ung til aö hafa mök sam- an, þvi viö erum aðeins fjórtán ára. Ég vil gjarna eiga hana fyrir viiikonu, en hún hefur verið i fússi við mig siöan. Hvernig á ég aö ná i hana, þvi mér þykir vænt um hana? Bless. Móri Mér finnst þú afskaplega skyn- samur fjórtán ára strákur, sem hver stúlka mætti vera fegin að eiga að vini. Leyfðu stelpugrey- inu bara að vera f sinu fússi, ég skil ekki að hún þurfi að vera þér neitt keppikefli, ef hún hefur að- eins áhuga á þessu eina. Sálarfræði Kæri Póstur! Ég hef lært smávegis um sálar- fræöi, en mig langar til aö fræðast meira um hana. Hvar get ég feng- ið bók, sem fræöir mig um þvi um líkt? Hvernig eiga vatnsberi (stelpa) og hrútur (strákur) sam- an? Að Iokum, hvað lestu úr skriftinni, og hvernig er hún? Meö fyrirfram þökk fyrir birting- una. Haddý Þér ætti nú ekki aö veröa skota- skuld úr þvi aö verða þér út um sálfræðilegt lesefni, önnur eins ó- sköp og út hafa veriö gefin af sliku I heiminum. Að visu hefur minnst af þvf veriö þýtt á fslenzka tungu, ef þú ert ekki fær I öðrum tungumálum. Vmislegt er þó til, og ættirðu að fá aöstoö bóksalans i þinni heimabyggð um útvegun á bókum sálfræðilegs eölis. Vatns- beri og hrútur eiga nokkuð vel saman. Skriftin er myndarleg og ber vott um fjölhæfni. Jentiy^ Skolavorðustig, vill segja frá l»að «-r vel "erl sem við «ierui!i sjálfar bómullargarni í öllum litum, CB og METTA. Hannyrdavörur frá. Jenný prýda lieimilið HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný ^__ ZA Skólavörðustíg 13a - Sími 19746 - Pósthólf 58 - Reykjavík 22. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.