Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 36

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 36
Brottför Kirbys var sem rot- högg fyrir Olgu. Að sjálfsögðu hafði hún vitað það fyrirfram, að hann myndi fara frá Livadia, en ekki svona fljótt og svona langt i burtu. En hann hafði lofað þvi að koma áftur, og hann var sá mað- ur, að hann sveik ekki gefin lof- orð. En svo kom bréf til Alexis. Hann lá þá i rúminu eftir annað veikindakast, en'"var á bataleið. Allar systur hans sátu hjá honum Olga sat við höfðalagið og þurrk- aði svitann af enni hans. — Sjáðu, þetta er bréf til þin, sagði Tatiana, — og það er með ensku frimerki. — Þú getur aldrei gizkað á frá hverjum það er. — Jú, ég veit það, sagði Alexis, — Ivan Ivanovitch sagðist ætla að skrifa mér. Það er frá honum, er það ekki rétt? Lestu það fyrir mig, Tasha. Fyrst tók hún upp litla mynd, sem var i umslaginu, mynd af frekar litlu húsi úr timbri og múr- steini, með vafningsviði upp með veggjunum. Þrjár manneskjur stóðu fyrir framan húsið. Það var Kirby sjálfur og öðrum megin við hann stóð stór og þrekin kona, en hinum megin Karita, með ljósa hárið fléttað,. i dökkum kjól, með hvita svuntu og hvitan kappa á höfðinu. — Þetta er afskaplega skemmtileg mynd, sagði Alexis dauflega. Systurnar voru þvi ákafari, þær beygðu sig allar yfir myndina og skoðuðu hana vand- lega. — Hamingjan góða, þetta er Karita! sagði Anastasia. — Sjáið hve ánægð hún er með sjálfa sig! Er hitt konan hans? Hún er nokk- uð... nokkuð stór. — Ég held að þetta sé móður- systir hans, sagði Olga. — Ivan er afskaplega glæsileg- ur, sagði Maria. — Lestu bréfið, Tasha, sagði Anastasia. Kirby skrifaði: Kæri Alexis! Ég vona að þetta bréf komizt i þínar hendur, án mikillar tafar. Ég veit ekki hvar þið eruð þessa stundina. Ég sakna ykkar ákaf- lega mikið, það veitti ekki af að þú kæmir hingað, til að hressa mig upp. Hefur þú verið friskur? Ég vona það. Ég sendi þér mynd- ina að gamni mipu, það var sendisveinn frá kaupmanninum okkar, sem tók hana. Það er Charlotte frænka min, sem er með okkur Karitu á myndinni. Á- in, sem ekki sést á myndinni, er rétt fyrir neðan grasbalann. Ég kaus heldur að láta hann taka myndina af húsinu og okkur, vegna þess að ein áin er annarri Hk. Húsið er kallað ,,White Cott- age”, en hvers vegna, veit ég ekki, það er sannarlega ekki mik- ið hvittt hér, og þetta hús er smá- krfli, samanboriö við Livadia, eins og þú sérð. 'Karita er ágæt og dugleg. Hún er orðin heimavön, en hún er svo áköf viö hússtörfin, svo þaö er eins gott fyrir mig, að halda mig sem lengst i burtu, annars gæti ég átt von á þvi, aö hún sópaði mér út i buskann. Ég kýs þvi að sitja sem mest utan dyra, stundum sit ég i hjólbörunum minum, eða eih- hverju þessháttar. Karita og Charlotte frænka eru orðnar mestu mátar, en Karita er ekki beinlinis hrifin af Englandi. Hún segir reyndar, að það væri ekki svo galið, ef fólkið talaði rússn- esku. Hún er nú farin að tala ein- hvers konar ensku, sem hún segir aö hljóti að vera rétt, þar sem hún hafi lært hana af mér, en hún er hissa á þvi, að hitt fólkið. skuli ekki tala eins. Brezki herinn hefur ekki mikið aö gera þessa stundina. Ég vinn á hermálaskrifstofunni i London, en mér finnst ég liggja þar á einni hillunni. Stundum er mér sópað i burtu, svo ég hefi það á tilfinning- unni, að ég sé eins og gamalt blómaker. Karita segir, að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af þvi, fyrr'en ég liti út eins og gam- alt ker. Ég ætla að fara með Karitu á veðreiðar á morgun og hún er að farast úr áhyggjum yfir þvi, að hún eigi ekki nógu finan hatt. Segðu Olgu að við yrðum mjög þakklát, ef hún gæti sent henni einn af sinum höttum, helzt þann sem hún var með, þegar við fór- um til Yalta og borðuðum á veit- ingahúsinu. Segðu Anastasiu, að ég hafi hvergi rekið mig á neina stúlku, sem eins og hún myndi .lifga upp á þrælamarkað og segðu Mariu, að ég skuli nefna hana við prinsinn af Wales. Það er að segja, ef ég ber gæfu til að hitta hann. Mér hefur verið sagt, að hann sé að lita i kringum sig eftir fallegri konu. Segðu Olgu og Tati- önu að ég sakni þeirra mjög mik- iö, ég sakna ykkar allra og ég hugsa daglega um ykkur. Berðu öllum kveðju mina og ég verð alltaf þinn einlægur Ivan. Enska nafnið er John. — Þetta er skemmtilegt bréf, finnst ykkur það ekki? spurði Alexis. Sföar, eftir að þær höfðu skilið Alexis eftir i umsjá hjúkrunar- konunnar, sneri Tatiana aftur til herbergis hans. — Alexis, sagði hún, — eigum við ekki að biðja Olgu að varð- veita bréfið? Hún er svo reglusöm og passar allt svo vel, og þú hefur nóg að gera, þegar þú kemur á fætur. — Já, láttu Olgu geyma bréfið, sagði hann, eftirgefanlegur að vanda. — Hún getur svo hjálpáð mér áð svara bréfinu, þegar ég kem á fætur. Olga þrýsti systur sinni að sér,. þegar hún fékk henni bréfið. — Tasha, þú ert alltaf svo góð og hugsunarsöm við mig. Ég geymi bréfið vel og við getum svo' lesiö það aftur fyrir Alexis, þegar hann vill. — Þetta bréf var sent til Alexis, en það var skrifað til þin Olga, sagði Tatiana. — Þetta bréf heyr- ir þér til. Þegar Olga var orðin ein, las hún bréfið. Hún var eins pg i leiöslú. En hann gat ekkert um, aö hann kæmi bráðlega til Rúss- lands. Minntist ekkert á, að hann kæmi til Livadia. Augu hennar urðu myrk af sorg, þegar hún sat þarna ein á rúmi sinu, með þunna papplrsörkina i höndunum. — Þú Sumri hi Það var öruggt, að þau myndu hittast aftur. t>að var aðeins spurning um tíma. En á þeim tima urðu óvæntar breytingar, breytingar, sem voru svo ógnvekjandi, að ekki var hægt að lýsa þeim... 36 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.