Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 18
Óþægindi i brjóstholi. — Ég hefi að undanförnu haft óþægindi, einskonar sviða fyrir neðan bringubeinið. Getur það verið eitthvað i sambandi við meltinguna? — Hve lengi hafið þér fundið fyrir þessu? — Aðeins i nokkra daga. Þetta er likast brjóstsviða, en versnar, ekkert þótt ég reyni mikið á mig. — Þrengslatilfinning fyrir neðan bringubeinið samfara brjóstsviða er merki um bólgu eða þrota i vélindanu. Til skýringar sagði ég sjúklingn- um, að þegar við kyngjum fæðunni lokast barkaopið um leið og op vélindans opnast. Vélindað er holur vöðvi, einskonar pipa, sem fæðan fer i gegnum á leið til mag- ans, þar sem hún þrýstist niður með samdrætti vöðvanna i vélind- anu. En meltingin sjálf byrjar ekki fyrr en fæðan er komin niður i meltingarfærin. Vélindað liggur eins og pipa gegnum brjóstholið, svo sársauki og óþægindi i vélindanu gera vart við sig fyrir neðan bringubeinið og stundum leggur verkinn út undir herðablöðin. Bólga i opi vélindans veldur brjóstsviða og óþægindum við að kyngja. Þroti i vélindaopinu orsakast oft af þvi að kyngt er og heitum mat eða drykk, of sterkum vinanda eða sterkum sýrum, sem jafnvel geta etið sár á slimhimnurnar. Munn og hálsbólga breiðist lika út, þannig að erfitt er að kyngja og það er mjög algengt samfara inflú- ensu. Það getur lika komið þroti i vélindað neðan frá maganum og þá af of miklum sýrum. Það er ein af orsökunum fyrir þvi, að barnshafandi konur fá oft slæman brjóstsviða á siðari mánuðum meðgöngutimans, og þá er það vegna þess, að þrengsli i kviðarholi ýta maganum upp á við. Sjúklingar, sem iðulega kasta upp galli, geta fengið slæman brjóstsviða og þrota i vélindað, en þrálátur brjóstsviði orsakast venjulega af of miklum maga- sýrum, þvi að þá er neðra op vél- indans i hættu vegna þess. Sumar manneskjur geta kyngt bókstaflega öllu, án þess að finna fyrir þvi: aðrar geta verið með brjóstsviða árum saman, án þess að meira verði úr þvi. Svo eru aðrir, sem geta fengið bólgu i neðra op vélindans og þar af leiðandi þrengsli i efra magaopið: þá þarf yfirleitt skurðaðgerð að koma til Ég reyndi að róa sjúkling minn og sagði að flestir gætu fengið góðan bata með einföldum læknis- aðgerðum. Góð hvild og auðmeltur matur getur ráðið bót á bólgum, sem koma af röngu mataræði. Það getur verið gott að drekka vatn með Samarin eða öðrum svipuðum söltum og lika eru til skaðlaus lyf, sem lina sviðann, en þurfa ekki að skaða meltinguna. En ef óþægindin hverfa ekki við slikar aðgerðir, þá er full ástæða til að .rannsaka þetta ‘nánar, ef ske kynni að slimhimnúbólgur séu fyrir hendi, eða magasár i uppsigl- ingu. URIDAGBOK LÆKNIS Nell Gwynn Framhald af bls. 17 ur: „Konan er komin á sviöiö og þaöan fer hún ekki”. Stuttu siöar skrifaöi hann: „í dag fór ég meö konu minni i heimsókn til Nell, sem nú er öröi’n aöalumræöuefni Lundúnabúa. Hún hefur ekki að- eins fagran vöxt og netta fætur, heldur er hún svo aðlaöandi, að bæöi ég og kona min föömuöum hana inniega og kysstum, þegar viö kvöddum hana”. Uppáhaldsástmær konungs var hin undurfagra lafði Castle- maine, en hún var nú óröin svo valdasjúk, aö hún var hötuð bæði af hirö og rikisstjórn. Konungur var einnig að veröa þreyttur á henni, svo hertoginn af Buckingm og nokkrir vinir hans ákváðu aö reyna aö koma henni frá. Þótti þeim vænlegast aö kynna konung fyrir leikkonunni glaðlyndu, sem oröin var eftirlæti almennings. Konungur hreifst strax af kátinu og hlýju Nell og fór að sækjast eftir félagsskap hennar, sér til upplyftingar en um leiö hvildar. Hirðin var himinlifandi, þvi hún naut góös af gleöi konungs. Nell var nú ráðin leikkona viö hiröleikhús hans hátignar i Whitehall, og ekki leið á löngu þar til hún var orðin ástmær'konungs og búin aö fá til afnota hús i Lin- colns Inn Fields. Ariö 1670, er hún var tvltug, ól hún konungi son, sem hún gaf nafnið Karl. Hún var sú fjóröa af ástmeyjum konungs, sem gaf syni sinum nafniö Karl, svo konungur átti fullt i fangi meö aö fylgjast meö öllum Körlunum sinum. Franski rithöfundurinn Madame de Sevigny skrifaði eftir dvöl sina i Englandi: „Konungur- inn deilir nú bliðu sinni milli Nell og Louise de Kerouaille, en þá siöastnefndu er taliö, aö hann muni brátt gera aö hertogaynju af Portsmouth. En leikkonan stendur einnig traustum fótum. Hún gerir óspart grin að keppi- nauti slnum á almannafæri og ggtur lokkaö konung til sin hve- nær sem henni sýnist og gortar af þvl, að hún hafi hann alveg i vas- anum. Hún dansar og syngur sig inn I hjörtu allra og hún á son með konungi, sem hún vonar að kon- ungur muni meðganga.” A jóladag áriö 1671 fæddi Nell konungi son númer tvö. Hún gaf honum nafnið James, til heiðurs bróöur konungs, en hann varö siö- ar Jakob konungur II. Ari siðar voru fjölmörg af lausaleiksbörn- um konungs dregin fram I dags- ljósiö og þeim veitt aöalstign. Synir Nell voru ekki i þeim hópi og sárnaöi henni það, einkum þó þegar hún frétti aö stúlka, sem konungur haföi átt meö starfs- systur Nell I leikhúsinu skyldi fá nafniö Maria Tudor. Nell kvartaöi þó ekki viö kon- ung og geröi ekkert veöur út af þessu. En einn dag, þegar kon- ungur var i heimsókn, lét hún hann heyra, er hún kallaöi á eldri soninn: „Komdu hingaö til min, Framhald á bls. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.