Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 45

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 45
þá. Hann gerði alla uppdrætti að skipinu i samráði við Nansen. Smiði þessa skips krafðist rikrar hugvitsemi og ýtrustu vand- virkni, þar eð öll gerð þess og lög- un átti að miðast við það tvennt, að það stæðist átök issins og gæti um leið orðið leiðangursmönnum þægilegt heimili og hentug vinnu- stöð á rekinu með isnum. Ekki var hægt að leita annað um fyrir- myndir, þvi þetta var fyrsta skip- ið, sem smiðað var i þessu skyni. Reynslan sýndi siðar, að þeir Archer gamli og Nansen höfðu verið vanda þeim vaxnir. Skipasmiðastöð Archers stóð við Rekavik i Larvikurhéraði, og þangað bauð Nansen ýmsum vin- um sinum og stuðningsmönnum hinn 26. október 1892. Efst á rennibraut skipasmiða- stöðvarinnar gat að lita byrðing einn, borðháan og breiðan. Það var leiðangursskipið, sem nú átti að hlaupa af stokkunum. Frú Nansen skirði skipið og gaf þvi nafnið „Fram”. Það skips- nafn varð siðan á margra vörum, viðs vegar um heim. Er frúin hafði brotið kampavinsflösku á stefni þess, eins og venjur mæla fyrir, var það leyst úr hömlum og seig til sævar. Þúsundir manna voru viðstadd ir athöfn þessa. Eftir þvi sem und- irbúningi leiðangursins miðaði i áttina, óx athygli og áhugi al- mennings. 1 Larvik var það þó einkum leiðangursskipið sjálft, sem vakti athygli manna, þvi þaðan stunduðu menn þá sela- veiðar i norðurhöfum af kappi miklu, og þar voru mörg selveiði- skip byggð, svo flestir Larvikur- búar báru gott skynbragð á sjó- ferðir um „Dumbshafið kalda” og farkosti til slikra svaðilfara. Það fór þvi að likum, að þeim l'éki forvitni á að skoða fyrsta skipiö, sem smiðað var með tilliti til þess, að tröllatök issins gætu ekki unnið þvi grand. Skipið var og næsta athyglisvert. Það var tvistöfnungur, skráð 402 smálest- ir, 39 metrar á lengd milli hnifla en 31 metri að kjöllengd. Stefni voru gerð úr þrem eikarplönkum, járnhlifuð og járnspengd. Byrö- ingssúðin var úr þrefaldri eik, en yzta lagið úr greenhartviði, reng- ur gerðar úr fornri valeik, tvö- faldar og þéttsettar, en innan á þær var lögð þreföld þekja úr tjarfuru, og var allur byrðingur- inn 70-80 sentimetrar að þykkt. Lestarrýmin voru þrjú, aðskilin vatnsheldum þilveggjum, en bilið milli innþekju og byrðingssúðar troöið bikeltu sagi upp fyrir vatnslinu. Skipið var þrisiglt, gekk fyrir gufu og seglum, kinn- ungaflátt mjög, þar eð allt lag þess miðaðist við það, að það lyft- ist, ef isjakar eða skarir þrýstu að þvi á tvo vegu. Og nú vildu fleiri slást i förina en fengið gátu, bæði erlendir menn og innlendir, en auðvitað varð sú skipshöfn að vera al- norsk, sem ef til vill átti fyrir höndum að stýra skipi undir norskum fána yfir Norðurheims- skaut, eða að minnsta kosti i nánd viö það. Nansen hafði áður sann- að, aö honum var sýnt um val dugandi samferðamanna, og sið- ar kom á daginn, að honum mis- tókst ekki heldur i þetta skiptið. Ahöfn var þessi: Skipstjóri: Otto Sverdrup. Styrimaður: Theodór Claudius Jacobsen. Ishafsskipstjóri: Pétur Henrik- sen. Ishafsstýrimaður: Bernt Bent- sen. Fyrsti vélstjóri: Anton Amund- sen. Annar vélstjóri: Lars Pettersen. Bryti og matsveinn: Adolf Juell. Skipslæknir: Hinrik Blessing. Auk þess: Sigurd Scott Hansen, er annaðist veðurfræðilegar og stjaiyifræðilegar rannsóknir, en hann var yfirliðsforingi I norska hernum: Hjalmar Johansen, varaliðsforingi, er veitti honum aðstoð við veðurathuganir, en var einnig kyndari á skipinu: Bern- hard Nordahl, sjóliði, er var raf- virki og aðstoðarkyndari, og Ivar Mogstad, „þúsund þjala smiður”. Skipslæknirinn annaðist jurta- fræðilegar athuganir, — sem læknir hafði hann litið að starfa i förinni og tók þvi upp á að lækna sleðahunda leiðangursins, til þess að gleyma ekki listum sinum al- gerlega. Um Bernt Bentsen er það að segja, að upphaflega var ekki til þess ætlazt, að hann tæki þátt 1 leiðangrinum.Hann áfli að- eins að fara til Jugorsunds, kom um borð i „Fram” tæpum tveim stundum áður en skipið lagði af stað, en afréð siðan að láta eitt yf- ir sig og leiðangursmenn ganga. Hann reyndist dugandi maður i hverri raun, og glaðlyndi hans stytti þeim félögum marga stund- ina. Eins og áður er um getið, var tilgangur fararinnar tviþættur. Ef kenningar Nansens um haf- strauma og isrek við Norðurskaut sönnuðust, ætlaði hann sér að komast eins langt norður eftir og unnt reyndist, og ef til vill freista að ná til Norðurheimsskauts. Vis- indalegar rannsoknir voru annar þátturinn. Ekki var siður til und- irbúnings þeirra vandað, þvi kunnustu visindamenn, erlendir og innlendir, lögðu þar hönd að verki, hver á sinu sviði, en ýmsar stofnanir og verksmiðjur létu i té fullkomnustu rannsóknartæki, er þa var völ á. Ýmsir. velmegandi og kunnir menn veittu leiðang- ursmönnum ómetanlega aðstoð. Edvard v. Tol, barón i St. Péturs- borg og kunnur fyrir rannsóknar- ferðir sínar um Norður-Siberiu, útvegaði þeim valda sleðahunda. Honum var þaðog mest að þakka, að reist voru þrjú forðabú á Ný- Síberiueyjum, i þvi skyni að leið- angursmenn ættu þar visar vista- birgðir, ef þeir yrðu skipreika á þeim slóðum. Maður nokkur i tr- kútsk borgaði úr sinum vasa bæði sleðahundana og kostnaðinn við byggingu forðabúranna. Margir unnu dyggilega að und- irbúningi fararinnar og sönnuðu þar forsjálni sina og fórnfýsi. Engu að siður bar Nansen hita og þunga allra áætlana og fram- kvæmda. Honum var það að þakka, að allt var fyrirframþaul- hugsað og þrautreynt. Á meðan hann vann að undirbúningnum, var hann önnum kafinn langan dag, en lá siðan vakandi um næt- ur og reyndi að gera sér i hugar- lund öll slys og óhöpp, sem hugs- anlegt var, að fyrir kynnu að koma I ferðinni, og oft bar þá við, að hann kveikti ljósið og tók að rita niður, sér til minnis. Enda sagði hann sjálfur svo frá, 'er hann kom úr förinni, að ekkert það hefði skeð, er hann var ekki búinn að gera ráð fyrir, er lagt var af stað. Já, — hann hafði meira að segja gert ráð fyrir fimmfalt fleiru en þvi, sem fram kom. Lagt af stað Fram lagði af stað frá Osló, — • er þá nefndist Kristiania, — á Jónsmessudag 1893. Daginn eftir var siglt inn til Rekavikur, en þar kom Archer gamii um borð og stýrði skipinu sjálfur nokkurn spöl. Er hann og bræður Nansens fóru I land, lét Nansen skjóta af fallbyssum skipsins, „föður þess” til heiðurs. Siðan var siglt fyrir Liðandisnes norður til Björgvinj- ar. Á þeirri leið hrepptu þeir ókyrran sjó, og Fram reyhdist valt mjög, enda var byrðingslag þess miðað við átök issins, en ekki það, að það færi vel i sjó. Tók þá farviöur á þilfari að færast úr stað, en skipverjar lentu i vosi miklu við að halda honum á þil- fari og koma honum aftur i skorð- ur. Juell matsVeihn hafði aðsetur sitt I einum skipsbátnum, en þorði ekki að hafast þar við, er Fram valt sem mest. En ekki tók betra við, er hann kom niður á þilfarið, þvi stórsjór reið að skipinu, og tvivegis munaði minnstu, að hon- um skolaði fyrir borð. Svo fór, að þeir urðu að varpa allmörgum oliutunnum, er á þilfari stóðu, fyrirborð ásamt miklu af timbri. Eftir þetta fengu þeir hið bezta veður. Þeir komu við i Björgvin, og Nansen flutti þar fyrirlestur, en bæjarbúar héldu honum og skipverjum veizlu mikla, er stóð allt til morguns, en þá kvöddu þeir skipið og leiðangursmenn með söng. Þeir sigldunorður með strönd- um Noregs. Fólk, sem þeir mættu róandi á bátum, kallaði til þeirra kveðjuorð og árnaðadóskir, þvi allir strandbúar Noregs könnuð- ust við Fram og leiðangursmenn- ina. Þeirkomu til Varðeyjar hinn 19. júlí. Einnig þar beið þeirra glæsileg veizla. Daginn eftir var skipið hreinsað, en skipverjar tóku sé bað i finnskri baðstofu. Arla að morgni létu þeir úr höfn og héldu til Kjabaróva við Jugor- sund. A leiðinni .þangað varð fyrir þeim rekis nokkur. Þeir þræddu örmjó og kröpp sund gegnum breiðuna og dáðust að, hve vel og fljótt skipið lét að stjórn. Rússneskur maður kom til móts við þá i Kjabaróva með sleöahunda þá, sem fyrr er um getið. Nansen og Rússinn böittu nokkrum þeirra fyrir sleöa til reynslu, en þeir reyndust hinir óstýrilátustu. Siðan voru þeir bundir á framþiljunum. Kom þá fljótt i ljós, að þeir voru radd- miklir og hneigðir til sönglistar, sem skipverjar kunnu þó ekki sem bezt að meta. A meðan leið- angursmenn dvöldu i Kjabaróva, héldu hirðingjar, er þar voru staddir, St. Eliasar-hátið með viðeigandi gleði og áfengis- 22. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.