Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 35
JESÚS í BJÖRTU SKÝI. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að raða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann var á þessa leið: Mér f annst ég og tvíburasystir mín standa á planinu utan við blokkina, sem við eigum heima í. Við stóðum hlið við hlið og allt í einu fór að birta undarjega mikið og birtan jókst og jókst, þangað til allt var orðið skín- andi bjart í kringum okkur og innan í þessari birtu var Jesús Kristur. Hann var klæddur skjannahvítum kyrtli oq hélt höndunum éins og hann væri áð blessa okkur. Þá hugsa ég með mér: Nú er hann kominn til að frelsa mig, en þá segir hann: Nei, ég er ekki kominn til að frelsa þig. Siðan segir hann okkur systrunum, hvað mennirnir okkar eigi að heita. Þv.í næst hvarf birtan smám saman þangaó til allt var orðið dimmt. Þegar mig dreymdi þennan draum, færðist undar- leg ró yf ir mig. Það var eins og ég færðist yf ir í annan heim. Ég vil taka það fram, að við systurnar erum báðar ólof aðar. Með fyrirfram þökk»fyrir ráðninguna. G.G. Að sjá Krist í draumi boðar alltaf gott eitt og enn betra, ef hann talar til dreymanda. Það getur líka ver- ið áminning um bætt liferni. ótrúlegt er, að draumur- inn sé ykkur systrum fyrir skjótri giftingu, en hvað sem þvi liður, þurfið þið ekki að kvíða framtiðinni. III tnig dreymdi in“. Og ég skildi orð hennar svo, að hún væri að fara fyrir fulltog allt. Þetta snart mig svo illa, að ég fór að gráta og tárin hrundu úr augum rmnum. Við kvödd- umst með handabandi. Ég sá ekki, að unnusta mín gréti. Þegar hún loks gengur frá glugganum, var kominn pollur við fætur mér eftir tárin. Þegar unnusta mín er farin, geng ég inn í herbergi mitt og er þungt fyrir briósti. Þá kemur allt í einu til mín eldri kona, sem ég tel mig kannast við. Hún hef ur ekki verið við karlmann kennd um ævina, það ég veit. Þessi kona leggst h já mér og f er að nudda sér upp við mig, þar sem ég ligg útaf. Ég kunni þessu hátterni hennar mjög illa, en lét það afskiptalaust smástund, þangað til hún segisteiga að fá gulihringirin, sem unn- ustu minni sé ætlaður. Þá verð ég mjög sár og reiður, stekk á fætur og segi: Nei, engri nema uhnustu minni er ætlaður þessi hringur. Síðan geng ég út úr húsinu og er staðráðinn i því að fara á eftir unnustu minni. í því vaknaði ég með vot augu. Með þakklæti fyrir ráðninguna. Lúlli. Fyrri hluti draumsins, þar sem þið kveðjist og þú grætur, er þér og unnustu þinni fyrir bjartri og ham- ingjuríkri framtið. Seinni hluti draumsins er fyrir ein- hverjum vanda, sem þú stendur mjög skyndilega og ó- vænt frammi fyrir, en þú þarft ekki að kviða þvi, að þú sért ekki maður til að mæta þeim vanda, þvi að draumurinn ber þess glögg merki, að svo er. ÞRÍBURAFÆÐING Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann var'svona: Mér fannst ég vera stödd í leikfimisal og vera ófrísk. Svo kom að þvi, að ég fæddi. Ég sofnaði að kvöldi, en þegar ég vaknaði morguninn eftir, var ég búin að eiga þríbura. Það voru ein stúlka og tveir strákar. Stúlkan var dökkhærð, annar strákurinn með gulleitt hár. Ég var yfir mig ánægð með börnin. Þau fæddust 27. einhvers mánaðar. i draumnum fannst mér ég skulda vinkonu minni 27 krónur. Fáir trúðu því, að ég ætti þessi börn. Svo fór ég með þau út i tvíburavagni, sem mamma átti. Þegar ég var komin með börnin út, mundi ég allt í einu eftir því að ég hafði gleymt að setja á þau húfur. Þá sneri ég við heim og fór að leita að húfum, en fann engar, nema allt of stórar. Þá lét ég þær bara eiga sig. Og við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk. G.S. Þú átt allmikla erfiðleika í vændum og ættir að fara varlega í ástamálum, því að draumurinn bendir til þess, að þú getir lent í vandræðum, ef þú gætir þín ekki. SVAR TIL EINNAR HUGSI Draumurinn er litið eitt ruglingslegur og erfitt að átta sig á honum. Kannski hann stafi af vangaveltum þinum i vöku. En ef svo er ekki, þá bendir allt til þess, aðykkureigi eftir að gefast betra næðitil að kynnast en ykkur hefur gefizt hingað til. Hvaða afleiðingar þau kynni hafa, segir draumurinn ekkert til um. KVEÐJUSTUND Kæri draumráðandi! Mig dreymdi eftirfarandi draum, nóttina áður en ég og unnusta min opinberuðum trúlofun okkar. Mér fannst við vera stödd á heimili okkar, (við bú- um i sveit). Ég stóð við glugga inni í húsinu, en hún fyrir utan gluggann. Hún segir við mig: „Ég er far- GIFTINGARHRINGUR MEÐ MYND AF VEIÐIMANNI. Kæri draumráðandi! Ástæðan fyrir því að ég skrifa er sú, að í nótt dreymdi mig draum, sem mig langar til að fá ráðinn. Hann var svona í aðalatriðum: Mér fannst ég annað hvort vera gift eða trúlofuð. Alla vega var ég komin með breiðah giftingarhring með munstri (mynd af manni að veiða í vatni um- kringdu háum f jöllum.) Mér fannst hringurinn vera allt of stór á mig og haf ði þess vegna annán, venjuleg- an gullhring, sem mér fannst ég eiga (en á ekki), f raman við til þess að trúlof unar- oga giftingarhring- urinn dytti ekki af. En einhvernveginn gat það ekki gengið, svo að ég fékk gullhring með rauðum steini lánaðan hjá mömmu og setti hann framan við og þá var allt í lagi. (Mamma á þennan hring.) Mér fannst strákurinn, sem ég er með, hafa gefið mér hringinn. Ég var mjög ánægð og allar vinkonur mínar dáöust mjög að hringnum. Bless og fyrirfram þakkir. Matta. P.S. Tek það fram, að mig dreymir ekki oft merki- lega drauma. Þú átt ekki eftir að giftast piltinum, sem þú segir frá í bréfinu, en það þýðir ekki að þú piprir ævilangt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.