Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 29

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 29
Hver svo sem sjónarmið fólks- ins voru til tess að sjá þessa fimm manna rokkhljómsveit, þá hefur liklega komið á flesta, þeg- ar hljómleikaferðin hófst með konsert i Odeon hljómleikahöll- inni i Hammersmith i London. Þar seldust 9000 miðar upp á sviþstundu, fyrir þrenna kon- serta, og Wings fluttu einhvern besta konsert, sem heyrst hafði á öllu Suður-Englandi um lengri tima. Að konsertinum loknum voru allir staðnir á fætur og báðu um meira. Hljómsveitin hljómaði stórkostlega og rödd Poul’s hafði aldrei hljómað eins vel. Jafnvel blaðamennirnir og gagnrýnend- urnir urðu að viðurkenna ósigur sinn. Flest lög, sem hljómsveitin flutti var af þá nýútkominni L.P. plötu, Red Rose Speedway, og það voru þau lög sem höfðu gagn- tekið áheyrendur. Þegar hljóm- sveitin hafði lokið prógramminu, var hún að sjálfsögðu kölluð aftur á sviðið til þess að spila eitt lag i viðbót. Og það var Long Tall Sally, gamla góða Sally. Og það var sem Bitlarnir væru aftur- gengnir. Fagnaðarlátunum ætl- aði aldrei að linna. Stuttu áður en Wings ætluðu að leggja upp i ferðalag til Lagos, þar sem átti að hljóðrita nýja L.P. plötu, sögðu þeir Henry McCullough og Denny Seiwell sig úr hljómsveitinni og sögðu ástæð- una vera þá, að Poul hefði haldið tónlistarhæfileikum þeirra niðri, þ.e. hann hefði viljað láta þá gera eins og hann vildi. Poul vildi ekki viðurkenna að þetta væri rétt. En „sem sagt, "Wings, hljómsveitin sem átti að verða hljómsveit hljómsveitanna, og hafði gengið i gegnum langan strangan æfinga- tima til þess, var nú orðin að triói. Engar ráðstafanir voru gerðar til þess að fá menn i staðinn fyrir þá McCullough og Seiwell og Poul hefur eflaust hugsað með sér, að sama hversu mikið eða litið hlut- verk þeirra hefði verið i hljóm- sveitinni, þá væri það ekki svo mikið að hann gæti ekki komið i staðinn, sem hann svo sannarlega gerði. A næstu mánuðum vann Poul að L.P. piotunm rsand On The Run. Þá byrjaði ýmislegt að ger- ast. Fyrst af öllu, þá hafði John Lennon, sem þá var orðinn staðn- aður i sinni eigin tónlist, þrátt fyrir hina góðu plötu Imagine, byrjað að hafa samband við Poul, og allt sem þeir höfðu sagt hvor um annan i textum og annars staðar siðan 1969 var allt i einu grafið og gleymt. Simtöl þeirra yfir Atlantshafið urðu tiðari, en eins og allir vita þá hefur John dvalið i Bandarikjunum um lengri tima. Þá gerðist það allt i einu, án nokkurra skýringa, að Bandariska innanrikisráðuneytið felldi niður ákæru á hendur Poul, fyrir brot á eiturlyfjalögunum, og allt i einu var Poul frjálst að heimsækja hinn gamla vin sinn til Bandarikjanna. Útkoma plötunnar Band On The Run, staðfesti að Wings var orðin ein topphljómsveitin i Englandi. Albúmið þykir frábært i alla staði. Trommuleikur Pouls og gitarleikur i staðinn fyrir McCull- ough og Seiwell, þótti mjög góður ef ekki betri en vænta mátti af þessum tveimur fyrrverandi meðlimum hljómsveitarinnar. Og lögin voru orðin ekta McCartney lög. Þegar Poul kom til Englands frá Lagos, eftir gerð Band On The Run, fór hann strax til Bandarikj- anna og var þar með kominn i kallfæri við John Lennon. Þeir ræddu möguleikana á þvi að byrja að spila saman aftur. Og i fyrsta skipti siðan 1969 flugu sög- ur á milli um það, að annað hvort myndu Bitlarnir byrja að spila saman aftur eða John Lennon myndi ganga i Wings. Hvorugur þeirra neitaði þessu og fólk sat bara og beið, sem það og gerir enn. Arið 1973 var sérstaklega gott ár fyrir Wings hvað plötur snert- ir, konserta og sjónvarpsþætti, en á árinu var gerður klukkutima langur sjónvarpsþáttur um Wings. Arið 1974 verður ef til vill ekki eins viðburðarrikt hvað snertir Wings sérstaklega, en það eru margir sem vilja halda þvi fram, að á árinu muni ýmislegt skýrast i sambandi við þá fjór- menninga, Poul, Ringo, George og John. 22. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.