Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 39
íRáðhcrra- °stólar tíl ráðstöfunar strax Nú er einstakt tækifæri til að tryggja sér hina eftirsóttu ráðherrastóla, sem svo margir hafa dáðst að. Einstök gjöf fyrir fólk með framtíðardrauma. 15 i > mm J/TOFAVtS- HUSGAGNAVERZLUN 1 GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Skeifan 15 Simi 82898 Robert hlýnaði um hjartaræt- urnar, en til að dylja stolt sitt tók hann blautan svamp og fleygði honum niður á höfuðið á Tíg. „Þegið þið þarna niðri”, sagði hann. „Við hér uppi viljum fá svefnfrið”. „Já, já, góða nótt”, sagði Tig. „Komdu i rúmið elsku Bobby minn”, sagði<rPatti. „Það gæti slegið aö þér”. „Ég er að koma Patti-pú”, sagði hann, þegar hann stökk upp i rúfnið og kyssti brosandi andlit hennar. Gata í London Framhald af bls. 11 Eftir stundarkorn beygði Della sig niður, tók úlpuna upp og hengdi hana á snaga. Nokkrir samanvafðir seðlar duttu úr vas- anum. Fimm pund, heft saman með bréfaklemmu. Hún stóð lengi með peningana i höndunum. Svo stakk hún þeim aftur i vasann á úlpunni. Næstu daga hugsaði Della stöð- ugt um það, hvers vegna Tommý hefði s^gt, að hann ætti enga pen- inga, þegar hann gekk með fimm pund i vasanum. Flestar mæður hefðu liklega farið beint upp til drengsins og krafið hann sagna. En Della gat ekki fengið sig til þess. Hún hafði aldrei skipt sér neitt af þvi, hvað hann gerði við þá peninga, sem hann vann fyrir sjálfur. Hún hafði ekki heldur reynt neitt til að leiðbeina honum um vörzlu peninga sinna, nema hann bæð; hana beinlinis um það. Jafnvel þótt hana hafi langað mjög til að spyrja hann um þetta og hitt, hafði hún alltaf setið á sér. Nú reyndi hún að reikna þetta allt i huganum. Hann notað að sjálfsögðu næstum alla sina pen- inga fyrir uppihaldi Depils. Hann varð að kaupa hundakex, kjöt, greiða hundaskatt, hálsband, vitamintöflur og matarilát... það greiddi hann allt sjálfur. A hverj- um föstudegi kéypti hann poka af uppáhalds karamellunum henn- ar. Hann hafði lika nýlega keypt nýtt ljós á hjólhestinn, ullarpeysu handa sjálfum sér og svo hafði hann keypt nýjan hraðsuðuketil, vegna þess að hann lét þann gamla brenna yfir.... Hún gat ekki skilið hvernig hann hafði farið að þvi, að spara saman fimm pund. Og hvers vegna hafði hann skrökvað, þegar hann sagði henni, aö hann ætti enga peninga þessa stundina. Það var þessi lygi, sem angraði hana mest. Hún var hrædd við að krefja hann skýringar, einmitt vegna þess, að henni var ljóst, að hann hafði ekki sagt satt. Ein lyg- in dregur aðra með sér og hún gat bókstaflega ekki horfzt i augu við það, að hann notaði sömu klækina og faðir hans, til að koma sér úr augnabliks vandræðum. Þess vegna kaus hún að þegja: Hún stóð upp og teygði úr sér. Hún fór aftur til verksmiðjunnar, þegar hún var búin að fá sér te. Það hafði safnazt saman töluverð vinna hjá henni og henni var um- hugað um að koma henni frá fyrir jól. Það var undarlegt... Hún var sannarlega ekki vön, að vera utan við sig, en þegar hún fór heim, hlaut hún að hafa gleymt að skrúfa fyrir gasið, gasarininn var á fullu, þegar hún kom þangaö aftur. Það var, sem betur fór, enginn skaði skeður, en ef hún hefði nú ekki þurft að fara aftur til skrif- stofunnar? Þaðhefði getað dregið dilk á eftir sér, þarna sem svo mikið var af pappir og öðru eld- fimu. Hún hafði hvorki hafnað tilboði tengdamóður sinnar né tekið þvþ varðandi uppeldi sonar sins. Hún hafði alltaf litið svo til, að hún væri góð móðir, en eitthvað hlaut að hafa farið úrskeiðis, þar sem drengurinn var farinn að ljúga að henni. Það gat ef til vill orðið honum fyrir beztu, að fara til ömmu sinnar. Það gat verið, að hún væri fær um að gera meira fyrir hann. Hún yrði mjög einmana, ef Tommy færi frá henni. En þannig mátti hún ekki hugsa. Hún varð að gera það sem réttast var, þeg- ar framtið hans var i veði. Sid losnaði ekki við kuldahroll- inn þetta kvöld. Hann sat i hnipri i einu horninu á loftinu. Hann taut- aði eitthvað fyrir munni sér, eitt- hvað um Tubby, sem sennilega væri á höttunum eftir þeim, um Frank, sem hafði orðið til þess að þeir settust að á þessum hræði- lega stað og svo um það, að Della hafði komið aftur til skrifstofunn- ar, þeim að óvörum. Það mátti litlu muna, að hún hefði ekki fundið þá þarna. Hann var einna likastur göml- um, sjúkum manni. Frank vissi varla hvort hefði verið verra: — að láta Dellu koma að þeim, eða að horfa upp á þetta ástand Sids... Hann sagði: — Hættu þessú, Sid, hún fann okkur ekki... En það mátti ekki miklu muna og hann hafði verið jafn skelkaður og Sid. Þeir voru fyrir löngu búnir að sætta sig við að kveikja ekki ljós, það var alltof hættulegt. Hún gat þvi ekki hafji orðið vör við neitt slikt. Þeir voru búnir að borða kvöldmatinn sinn bg höfðu gengið vandlega frá öllu, stungið umbúð- unum niður i bréfakörfu, sem var full af rusli. Þeir höfðu lika gengið vel frá brauðmylsnunni á gólfinu. Þeir höfðu að visu ekki haft tima til að skrúfa fyrir gas- arininn, en hún gat hugsað, að einhver hefði gleymt að skrúfa fyrir að loknum vinnudegi. lýlukkan var næstum niu, þegar hún fór aftur og Sid var farinn að róast. En ákvörðun hans um að komast sem fyrst úr landi, var nú búin að gripa hann heljartökum. Þaö gat vel verið, að þeir yrðu ekki svona hepþnir næst. Þegar hann klifraði yfir vegginn og laumaðist eftir götunni, reyndi þann að láta sér detta eitthvert snjallræði i hug, til að næla sér I peninga sem fljótast, safna fleiri seðlum innan I buxnastrenginn. Hann varð heldur seinn til stefnumótsins við Tommy og það gerði honum gramt i geði. Hann kaus heldur að vera búinn að koma sér vel fyrir i húsflakinu, svo að Tommy gæti ekki séð hann. Þótt Tommy væri þrem ár- um yngri en hann, var hann miklu stærri og þreknari. Hann náði i nokkuð digran trjábút, svona rétt til vara, en hann vonaði samt, að hann yrði ekki nauðbeygður til að nota hann. Hann hefði getað komið sér i öruggan felustað, án þess aö Tommy gæti virt hann fyrir sér, ef hundfjandinn hefði ekki farið að urra. Og vegna þess hve þandar taugar hans voru, var hann ekki fær um að hugsa rökrétt. Honum var það ljóst og hann bölvaði sjálfum sér. Þaö borgaði sig allt- af að vera kaldur og rólegur, ef til átaka kæmi. Hlæja, svona við og við og láta sem sér væri hjartan- lega sama um allt. En nú var hann svo ruglaður, að oröin hrukku út úr munni hans. — Ég er búinn að tala viö ná- ungann og hann vill fá fimm pund til viðbótar.. — Þá verður sá náungi að hugsa sig um, sagöi Tommy reiðilega. — Hann baö um fimm pund og þau hefur hann fengið. Og nú vil ég vita hver ók á hundinn minn, hver ók vörubílnum. Ég var reyndar heimskingi, að láta ykk- ur hafa þessi fimm pund, ég hefði átt að fara með þetta beint til lög- reglunnar. Það ætla ég reyndar að gera núna. Betra seint en aldrei. — Þá er þér ekki við bjargandi, sagði Sid. — En þú gerir það sem .22. TEJL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.