Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 43

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 43
EGE GÓLFTEPPIN DÖNSK GÆÐAVARA I MIKLU ÚRVALI VEGGFOÐUR URVAL GÓLFDÚKA MÁLNINGARVÖRUVAL (ViÁ.cCcAwilC örlög hans höföu veriö ráöin, en honum var nú ljóst, að hann var fyrir alvöru kominn út á glæpa- brautina. Eftir þaö sem hann hafði gert við gömlu konuna og stelpuna um kvöldiö, var engin útgönguleið. Hann hafði alltaf dreymt um völd og auð og nú var hann á góöri leið. Hann hefði átt að vera f ljómandi skapi. En það var nú eitthvað annað. Honum leið djöfullega. Þessi innilokun tók lika á taugarnar. Þetta var eins og að vera i kappakstursbil, með bensinið i botni og enga hemla. Hann gat ekki snúið aftur til sins fyrra lifs. Hann gat ekki verið hérna á þessu lofti til ei- lifðarnóns. Þessvegna varð hann að halda áfram á sömu braut, hann varð aö ná i meiri peninga, til að komast úr landi. Þaþ sem hann þurfti, var seðla- bunkinn, sem Della kæmi með til að greiða launin á föstudag. Þetta þróaðist svo með honum, þangað til hann var farinn að trúa þvi, að það hlyti að heppnast. Já það hlaut að heppnast....Sid brosti og. skældi sig út i myrkrið. Framhald i næsta blaði. Nell Gwynn_________________ Framhald af bls. 17 aumingja lausaleikskróginn þinn”. Konungur varö reiður og skammaði hana en hún spurði hann, hvort þetta væri ekki rétt. Konungur sagði fátt en gerði Karl litla að jarli af Burford. Arið 1680 dó yngri sonurinn, James, en árið 1683 hækkaði kon- ungur Karl úr jarli i hertoga af St. Albans. Nú gat móðir hans notið þess að skreyta mál sitt meö orð- unum ,,sonur minn hertoginn”. Nell bjó nú i Burford House i Windsor og þar naut hún þess að taka á móti gestum, og tignustu konur og karlar landsins sóttust eftir að vera gestir hennar. Hún var dáð og engum fannst mikið, þótt hún greiddi 1700 sterlings- pund fyrir svefnherbergisinnrétt- ingu. Annars eyddi hún ekki miklu fé i sjálfa sig, en greiðvikni hennar kom henni oft i skuld. I eina bréfi hennar, sem varðveitzt hefur segir hún, en bréfið er til vinkonu hennar i London: „Viltu gera mér þann greiða að segja lafði Williams, aö eins og hún viti sjálf, þá séu ástmeyjar konungs jafnan seinar að borga. En ég mun greiöa henni skuldina daginn eftir að ég fæ hýruna mina.” Nell var aldrei mjög hörð i fjár- hagskröfum sinum viö konung. Hún lifði glöðu og þægilegu lifi og hún hafði aldrei neina löngun til að rlkja. Konungur elskaði hana og leiö vel'hjá henni, þvi hún var i senn kát og róandi. Konungur var kominn á fremsta hlunn með að gera hana greifynju af Greenwich — en þá veiktist hann skyndilega. Þegar hann lá banaleguna snöktu ástmeyjar hans úti fyrir sjúkra- stofunni, en við sjúkrabeðið kraup drottningin, portúgalska prinsessan Katarina af Brag- anza, og grét hástöfum. Hjóna- band þeirra var stjórnmálalegs eölis og konungur hafði aldrei unnaö drottningu sinni, en verið henni góður og ávallt sýnt henni tillitssemi. Honum hafði aldrei til hugar komið, að hún myndi taka sér nærri dauða hans. Konungur lézt 6. febrúar 1685 og siðustu orð hans voru: „Látið ekki aumingja Nell svelta”. Það varð Nell til happs að Jakob ILgleymdi ekki siðustu ósk bróður sins. Hann lét hana hafa rikulegan lifeyri, meiri en hún kærði sig um. Hún hafði misst lifsgleðina og lézt af hjartaslagi tveimur árum siðar, aöeins 37 ára gömul. Jakob konungur Il.lét gera út- för hennar virðulega og hún var grafin I St. Martin in the Fields i London. Dr. Tennyson, sem siðar varö erkibiskup af Kantaraborg, hélt yfir Nell langa og eftirminni- lega ræðu. Nell Gwynn hafði ekki nein áhrif á stjórnmálalegar ákvarð- anir konungs og eru engar slikar tengdar nafni hennar. Þrátt fyrir þaö varð hún ein þekktasta og vinsælasta kona Englands, ekki aðeins meðal samtimamanna sinna, heldur og meðal þeirra sem kynnt hafa sér sögu Eng- lands. Saga hennar er rómantisk — sagan um litlu fátæku stúlkuna, sem hitti ævintýraprinsinn og lifði hamingjusömu lifi meðan prinsins naut viö. Hún talaði með cockney-hreim eins og hún hafði gert 1 æsku og glaölyndi hennar og hjartalag breyttist ekki, þótt hún ætti eftir aö eyöa ævidögun- um i umhverfi, harla óliku bernskuheimilinu. Velgengnin steig henni ekki til höfuðs. Hún varö hvorki hrokafull né valda- sjúk, eins og flestum konum, sem ná hennar stöðu, hættir til að veröa. Þvi var hún syrgö af ensku þjóöinm. Friðþjófur Nansen Framhald af bls. 7 $inn og þó einkum vanmátt, ró- lega og hlutdrægnislaust. Eftir að hann kom heim úr sel- veiðiförinni, haföi hann kynnt sér sögu rannsóknanna á íshafssvæð- unum eins vel og honum var unnt. Og nú þóttist hann þess fullviss, að ein meginorsök þess, hve döp- ur urðu afdrif flestra leiðangra, sem leitað höföu á þær slóðir, var sú, aö þeir höfðu hvorki valiö sér þær leiöir, sem heppilegastar gátu talizt, né hagað ferðum sin- um eins og vera bar. Nýjar leiðir varð að finna, en... Þá barst honum grein Mohns 22. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.