Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 12
Robert Hazeldene sat og hlust- aöi á plötu meö Straussvalsinum, sem hann átti aö leika i vikunni á eftir. Þótt hann reyndi aö sökkva sér niöur i tónlistina, komst hann ekki hjá þvi að heyra hlátur Patti, en hún var i simanum að tala við systur sina, sem enn bjó i litla þorpinu, þar-sem þær höföu alizt upp. Þegar hann heyrði Patti segja „bless”, andvarpaöi hann, lokaði nótnabókinni og slökkti á plötu- spilaranum. Það var nógu erfitt aö loka eyrunum fyrir rödd Patti — en nærveru hennar gat hann alls ekki staðizt. Hún kom hlaupandi inn i her- bergiö, rjóö i kinnum meö glampa i augum. Patti var aldrei þreytt, leiddist aldrei og var sjaldan i vondu skapi. Robert þótti skelfing væntum hana, en nú var hann að- eins á veröi, þvi hann fann á sér aö eitthvaö stóö til. Undanfarið haföi Patti talaö meira i sima og skrifaö fleiri bréf en venjulega. Robert leyföi Patti að hagræöa púöanum viö höfuö hans og siðan settist hún á hné honum. „Fer ekki bara vel um okkur núna?”, spuröi hún. .„Ekki ef það er meiningin að fara aö tala um sumarleyfiö”, sagði hann þungur á brún og leit löngunaraugum til plötunnar, sem lá kyrr á plötuspilaranum”. • „En við verðum að ákveða eitt- hvað og þaö fyrr en seinna. Það fer aö veröa upppantað I allar feröir”. „Já, ég veit. Byrjum þá á byrj- uninni, enn einu sinni”. Þau höföu verið gift i tvö ár. Fyrsta sumarið höföu þau átt dá- samlega hveitibrauðsdaga i Sviss, umkringd undurfögru landslagi, en eftir á mundu þau ekki meira eftir umhverfinu en svo, að vel hefði mátt segja þeim að þau heföu verið einhvers stað- ar i myrkviðum Afriku. Ariö eftir ákváöu þau að fara i ódýrt sumarfri og óku þá um suð- urhéruö Englands, Devon og Cornwall, og gistu á litlum hótel- um. Ekki voru þau þó verulega ánægö meö þá ferð, þvi bæði heföu þau, innst inni viljaö gera eitthvaö allt annaö. Þegar þau áttuöu sig á þessu varð að samkomulagi að i ár skyldu þau vera hreinskilin og segja hvort ööru nákvæmlega, hvernig þau hugsuðu sér hið full- komna sumarleyfi. Þvi ekkert var vitlausara en aö eyöa stórfé i aö láta sér leiöast. Um þaö voru þau sammála. En þaö var lika allt og sumt. Robert var einkasonur miö- aldra hjóna og haföi alizt upp i sveit. Móðir hans gerði sér far um aö hafa dálitla reisn yfir lifi sinu og fyllti húsið af góöum bókum, sem hún las I blómum skrýddum herbergjum, meöan hún hlustaöi á sigilda tónlist. Hann haföi aldrei séö móöur sina druslulega eöa æsta og haföi alltaf reynt að gera þaö, sem hann gat, til aö þóknast henni. Þegar hann fékk áhuga á fugla- skoöun varð móöir hans himinlif- andi yfir aö hann skyldi hafa valið sér tómstundagaman að siö eldra fólks, en gleöi hennar dofnaöi að- eins, þegar hann fékk sérstakan áhu'ga á vaðfuglum og fór að ösla um i gúmmistigvélum og bera ó- hreinindi inn á gólfteppin hennar. Róbert hafði fengiö tónlistar- áhugann frá móður sinni og þegar að þvi kom að hann þurfti aö taka ákvaröanir um framtið- ina, ákvað hann að verða tónlist- armaður og valdi óbó sem aðál- hljóðfæri. Móðir hans heföi frem- ur kosið fiðlu — það var virðu- legra hljóðfæri — en þegar hann var ráðinn annar óbóleikari i út- varpshljómsveitinni I London var hún mjög ánægð meö það. Robert hafði hitt Patti á tón- leikum, sem hljómsveitin hafði haldið i bæ hennar. Hún hafði veriö I hópi ungs fólks, sem komið hafði aö tjaldabaki til að biðja hljómsveitarstjórann að árita plötuumslag. Patti vildi ekki að- eins fá áritun hljómSveitarstjór- ans, heldur allra hljóðfæraleikar- anna, þar á meðal Roberts, og hún kom til hans brosandi og leiftrandi af lifsgleði. Áður en Robert vissi af var hann búinn að bjóða henni upp á kaffi Með- an þau sátu yfir kaffinu fann hann til einhverrar undarlegrar hrifn- ingar, og þessi hrifning átti eftir að magnast ótrúlega hratt. Uppeldi Roberts hafði gert hann hæglátan og alveg óviðbúinn manneskju eins og Patti, sem kom úr stórri, samtaka fjöl- skyldu, þar sem allir dáðu alla og ástúðin náði meira að segja til fjarskyldra ættingja. Hann átti erfitt með að skilja hvernig allir gátu tekið þátt i gleði og sorg hinna, hlegið með þeim og grátið. Eiginlega fannst honum það hálf ógeðfellt. En hann dáði Patti. Undirgefn- in skein úr hlýjum, brúnum aug- um hennar, og þegar hún vafði mjúkum handleggjunum um háls hans og dró höfuð hans niður að þrýstnum barmi sinum, fann hann til óumræðilegrar ástar og sælu. Hann hafði hitt flesta ættingja hennar i fyrsta skipti við brúð- kaupið. Hann gæti aldrei gleymt þeirri stund, er hann gekk inn i kirkjuna og sá að hans megin voru aðeins foreldrar hans, göm- ul frænka og nokkrir vinir úr hljómsveitinni, en Patti megin voru allir bekkir fullir af systr- um, bræðrum, frændum, frænk- um, ömmum, öfum, nágrönnum og vinum. Ekki batnaði það I brúðkaups- veizlunni, þegar farið var að kynna hann fyrir hópnum og hann komst að þvi, sér til skelfingar, að allir höfðu tvö nöfn, nafn, sem þeir höfðu fengið við skirnina og gælunafn, sem þeir höfðu fengið nær samtimis, og var yfirleitt notað. Hann átti enn, eftir tvö ár, i erfiðleikum með að muna þetta allt. Fyrst var það bróðir Patti, Her- bert, en kona hans var Yolande. Þau voru alltaf kölluð Herbie og Yoyo og það var tiltölulegá auð- munað. Hinn bróöirinn var Lion- el, en af nafni hans hafði verið dregið gælunafnið Tig, liklega vegna skyldleika tígrisdýrs við ljón og skyldleika ljóns við Lionel. Kona hans, Josephine, var kölluð Jonty — Guð má vita hvers vegna. Ot yfir allt tók þó nafngift yngstu systur Patti, hárrar vel- vaxinnar, tvitugrar stúlku. Hún gekk undir nafninu liaby og meira að segja kallaði ástkær eiginmaður hennar — þau höfðu verið gift i hálft ár — hana þessu nafni. Hann hét Richard og var auðvitað kallaður Rikki, og hann var farinn að efast um að hún héti nokkru öðru nafni. Liklega hafa umsvifin verið orðin svo mikil i þessari stóru fjölskyldu, þegar Baby fæddist, að það hefur gleymzt að gefa henni nafn, hugs- aði Robert með sér. Robert lagði hart að sér við að muna nöfn nánustu ættingjanna, þar á meðal mömmu og pápa, en lokaði alveg eyrum fyrir nöfnum fjarskyldra ættingja. Hann hafði gefizt upp á að nota skirnarnafn konu sinnar, þvi i hvert skipti, sem hann kallaði hana Patriciu, áttaði hún sig fyrst ekki á að hann væri að tala við hana, en fékk sið- an feiknalegt hláturskast. Hún sagði að hann minnti sig á gömlu skólastýruna, sem barizt hafði harðri baráttu gegn gælunöfnum. Robert óskaði þess oft að hann gæti hitt þessa gömlu skólastýru og tekið i hönd hennar sem bar- áttufélaga, einkum eftir að hann komst að þvi að þegar Baby vildi vera sérlega alúöleg við systur sina kallaði hún hana Patti-pú. Smásaga eftir Peggy Jones FJÖLSKYLDAN Þetta er saga handa öllum þeim einka- börnum, sem giftast inn i stórar lifsglað- ar fjölskyldur og þurfa tima til að átta sig á hlutunum. 12 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.