Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 26

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 26
Karlmennirnir voru ragari við að fá sér þjóðhátiðarhúfu, en þarna er samt einn, sem það gerði. Aðalliturinn í húfunni hans er blár, en hvitur i húfum kvennanna. ÞJOÐH^ STEMIN FRYST Verkakonumar i frystihúsinu á Eyrar- bakka ganga allar með eins húfur — þjóðhátiðarhúfur i fánalitunum —í vinn- unni. Vikan fékk að heimsækja þær í önn dagsins og Haukur Gislason ljósmyndari á Selfossi tók þessar myndir af þeim við vinnuna. disar, vakti mikla athygli og að- dáun samstarfsfólks hennar. Og það var eins og við manninn mælt — allar vildu konurnar i frysti- húsinu fá eins húfu. Hjördis tók að sér að prjóna húfurnar og þegar hún kom heim frá vinnu i loðn- unni næstu daga, settist hún við prjónavélina sina og prjónaði þjóðhátiðarhúfur — milli tuttugu og þrjátiu húfur alls. Vikan frétti af þessu skemmti- lega framtaki kvennanna á Eyrarbakka og fékk að heim- sækja þær, þar sem þær voru við vinnu i frystihúsinu. Þær tóku sig vel út frúrnar á Bakkanum með þessar skrautlegu þjóðhátiðar- húfur. Það leyndi sér ekki, að meðal þeirra rikti mikil ein- drægni og samstaða og þjóð- hátiðarstemningin við færibandið var auðsæ. Loðnan var kyngreind með bros á vör og það var stutt i gamanyrðin. Konurnar tóku vel i þá uppá- s.tungu okkar Vikumanna, að mæta með húfurnar á þjóðhátið- ina á Þingvöllum og óneitanlega myndu þær setja sérstakan svip á þann mannfagnað, ef þær létu verða af þvi. Alls konar nefndir út um allt land hafa lagt töluverða vinnu i undirbúning hátíðahalda i tilefni ellefu hundruð ára byggðar á íslandi auk þjóðhátiðarnefndar- innar, sem undanfarin ár hefur lagt á ráðin um aðalhátiðahöldin af hálfu hins opinbera. En þeir eru fleiri en nefnda- menn og nefndanefndamenn, sem lagt hafa heilann i bleyti til að finna upp á einhverju til til- breytingar og hátiðabrigða i tilefni afmælisins. Ein þeirra er Hjördis Sigurðardóttir á Hofi á Eyrarbakka. Hún lét sér detta i hug að prjóna sér húfu i fánalit- unum til þess að hafa til að hlýja sér á loðnuvertiðinni og fyrsta daginn, sem unnið var i frysti- húsinu eftir áramótin i vetur, mætti hún til vinnu með þjóð- hátiðarhúfuna sina — hvita, rauða og bláa. Á loðnuvertiðinni i vetur var unnið á tveimur tiu tima löngum vöktum i frystihúsinu á Eyrar- bakka. Fyrri vaktin hóf störf klukkan átta á morgnana og var að til klukkan sex siðdegis. Þá tók sú seinni við og vann til klukkan fjögur á næturnar. Afköstin voru um það bil tiu tonn af frystri loðnu á vakt, eða tuttugu tonn á sólar- hring. 1 svona strangri vaktavinnu veitir ekki af að hafa eitthvað til að gleðja hugann og hvila augað við. Það var þvi að vonum, að þessi litskrúðuga húfa hennar Hjör- Húfurnar setja skemmtilegan svip á hópinn við færibandið. 26 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.