Vikan


Vikan - 22.08.1974, Page 33

Vikan - 22.08.1974, Page 33
HUN GERIR ALLT NIEÐ FÓTUNUM Anna er 11 ára saensk stúlka. Hún er létt i lund og lifsglöð og gengur vel i skólanum, en þar eru skrift og reikningur uppáhaldsgreinar henn- ar. Bekkjarsystkinin muna sjaldnast eftir þvi að Anna hefur enga handleggi, þvi hún stendur sig svo vel i námi og leik, að það er engin ástæða til að taka sérstakt tillit til hennar. Anna var eitt af fyrstu fórnarlömbum róandi lyfja, sem barnshafandi konum voru gjarnan gefin, þar til afleiðingar inntöku þeirra voru ljós- ar. Anna fæddist án handleggja. Foreldrar önnu voru staðráðnir i að láta hana fá eins venjulegt uppeldi og væri hún fullkomlega eðlilegt barn. Fimm ára gömul fór hún i leikskóla og siðan i venjulegan barnaskóla og þar fer hún i 12 ára bekk i vet- ur. Þegar kennarinn segir nemendum sinum að taka fram skrifbækurn- ar, byrjar Anna á að fara úr sokkunum. Siðan teygir hún annan fótinn niður i skólatöskuna, nær taki á bókinni með tánum og dregur hana upp. Siðan flettir hún upp á réttum stað og tekur til við að skrifa eins og hinir, en munur- inn er sá að hún heldur á blýantinum með tánum, en hinir nemendurnir hafa hann milli fingr- anna. Anna á heldur ekki i neinum erfiðleik- um með að skrifa á töfl- una, svo framarlega sem hún hefur háan stól til að sitja á. önnu finnst leikfimi mjög skemmtileg, eink- um hlaup og langstökk, en þar getur hún auð- veldlega staðið jafnfætis skólasystkinum sinum. í friminútum lætur Anna striðni og saklausa hrekki skólabræðra sinna sjaldan afskipta- lausa. Reyni einhver þeirra að erta hana sjálfa eða vinkonur hennar er hún ekki lengi að hlaupa til og gefa honum gott spark i aft- urendann. Heima fyrir hefur Anna vanizt þvi að ,,slást” við yngri syst- kini sin, sem eru 7 og 5 ára, og þau taka ekkert tillit til þess að stóra systir þeirra hefur ekki handleggi til að nota i bardaganum. Þessu eru foreldrar önnu mjög fegnir, þvi þanniglærir hún að verja sig og taka á móti, ef á hana er ráð- ist. Anna bjargar sér nú orðið að flestu leyti sjálf, en mamma hennar þarf þó að aðstoða hana við að klæða sig og einnig, þegar hún fer á salernið. En brátt ætti Anna að geta bjargað sér að ein- hverju leyti á þessum sviðum, þvi hún er búin að fá gervihandleggi, sem voru smiðaðir sér- staklega fyrir hana. Á hverjum degi setur Anna á sig nýju gervi- handleggina og æfir sig i að nota þá, i von um að þeir geti orðið henni að gagni i framtiðinni. * 34. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.