Vikan


Vikan - 22.08.1974, Page 45

Vikan - 22.08.1974, Page 45
platan fékk ekki hljómgrunn hjá aðdáendum minum og ég vissi að ég varö aö breyta aftur til. Mér var ekki ætlað að gera nokkuð slikt, ég skil það nú.” Og Cat Stevens hefur komið aftur til aðdáenda sinna með plöt- unni Buddha and the Chokolate Box. Lögin á plötunni eru mjög i anda þess er var að finna á plöt- unum Tea for the Tillerman og Teaser and the Firecat en þó örlar hvergi fyrir afturför eöa stöönun. Verk Cat Stevens á þessari plötu eru ákveöin skref fram á viö. Hér er nánast um aö ræða kristöllun þróunar og fram- fara, sem átt hafa sér stað að undanförnu. Hann hefur horfiö frá hinu melódiska, sem var einkenni hans fyrir nokkrum árum, og gefur tónlist sinni nú lausari tauminn. Hann er byrjaður á þvi að flytja tónlist sina af meiri krafti en áður. Svipuö breyting hefur og átt sér stað varöandi ljóöagerð hans. Aöur fyrr fjallaði hann gagnrýnum huga um heiminn og tilveruna, en nú eru textar hans æ meir aö taka á sig mynd hálfgerörar predikunar, sem getur fengiö nokkuð á fólk. Staöfesting alls þessa er að finna á nýju plötunni Buddha and the Chokolate Box. Þar er m.a. að finna lagið Jesus, en þar þykir hann ganga nokkuð langt I texta- gerö sinni. Cat Stevens er sem sagt enn i fyllu fjöri og þykir vist engum mikið. Nýjasta platan hans selst vel eins og allar plötur hans hafa gert siöan Mona Bone Jakon kom á markað. Virðing hans sem lagasmiös og skálds fer enn vaxandi. Nýjasta staðfesting þess er sú staðreynd, að núoröið heyrast ekki aörir listamenn flytja lög eftir hann. Og á hvern máta ber að túlka slikt? Hér áður fyrr voru þeir iðnir viö kolann. Liklega er raunin sú, aö núorðiö treystir sér enginn til þess að flytja lög eftir Cat Stevens nema kannski Stephen Demetriou. edvard sverrisson músík með meiru 34. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.