Vikan

Issue

Vikan - 04.12.1975, Page 5

Vikan - 04.12.1975, Page 5
KIRKJUR BORG ARINNAR í höfuðborginni cru tíu kirkjur, scm allar eru fullskipaðar á stór- hátíðum, þótt flestar standi þær hálftómar meiri hluta ársins. Allar eru þær veglega búnar kirkjumun- um og listaverkum, og hinir fjöl- breyttu byggingarstílar bera merki hinna mörgu húsameistara, sem lagt haía hönd á plóginn. Myndir úr kirkjum borgarinnar er að finna á bls. 34-39. JÖLIN HÁTfÐ BARNANNA Til eru börn, sem óttast jólasvein- inn, til eru börn, sem eru algjör- lega sett hjá við undirbúning jól- anna, og til eru börn, sem þola ekki þser venjubreytingar og spennu, sem af hátíðahaldinu leiða, og verða yfir sig þreytt, leið og óþekk. Hvað getum við gert til að koma I veg fyrir slíkt? Sjá grein á bls. 72. AU STURV ÖLLUR MIÐDEPILL ALLS ,,Það var vitanlega mandla í hrís- grjónagrautnum og' rauðvín með steikinni. Við krakkarnir fengum að bragða á því, og ég man enn, livað mér þótti það vont, enda okk- ar sopi blandaður vatni, og ólíkt fannst mér betra bragðið af eggja- snapsinum, sem móðir mín bjó allt- af til á sumardaginn fyrsta.” Þetta segir Axel Thorsteinson rithöfundur mcðal annars I grein sinni, sem hefst á bls. 66. Nefnist hún Þá var Austurvöllur miðdepill alls. BJÖRT VORU BERNSKUJÓLIN ...ég heyri ennþá marrið I snjón- um, þegar sleðinn kom í hlaðið. Sérstakur ilmur fylgdi jólaúttekt- inni, aðallega var það ilmur epl- anna, sem fyllti húsið annarlegri angan, sem ekki þekktist á öðrum tíma.” Þessi tilvitnun er úr grein sem hefst á bls. 12, en þar lýsir Hulda Á Stefánsdóttir jóla- haldinu á Möðruvöllum 1 Hörgár- dal, þegar- hún var að alast þar upp, en þá var að sjálfsögðu margt frábrugðið því, sem nú tíðkast. Nefnist grein Huldu Björt voru bernskujólin. * ,,í nábýli við örn, fálka og smyril" er yfirskriftin á viðtali, sem birtist í næsta blaði. Þar segir frá heimsókn Vikunnar að Botni I Mjóafirði við isafjarðar- djúp, en þar búa ung hjón með börnum sínum tveimur. Hjónin heita Sólveig Thorarensen frá Hellu á Rangárvöllum og Ágúst Gíslason frá Hvolsvelli, en vestur fluttust þau fyrir hálfu öðru ári og una þar hag sínum vel í nábýli við örn, fálka og smyril. * Jóhann Strauss yngri fæddist í Vínarborg fyrir réttum 150 árum. Fæðingarborg hans minntist þessa afmælis með há- tíð.arhöldum allt síðastliðið sum- ar. Óperettur og valsar gerðir af meistárans höndum hljómuðu alla daga, og milljónir dönsuðu eftir hinum dillandi tónum. Sjálf- ur lærði Strauss aldrei að dansa. Sjá frásögn í næstu Viku. * Blaðamaður vikunnar fékk leyfi slökkviliðsstjóra til að vera sólarhring á slökkvistöðinni og fylgjast með starfi slökkviliðs manna að tjaldabaki. Hann fylgdist með æfingum þeirra í reykköfun og fleira, fékk að skoða safn merkitegra muna frá fyrri tímum slökkviliðsins og fékk að sitja í, þegar slysaútköllum var sinnt. Frá því segir í næstu Viku. 49. TBL. VIKAN 5 ,,Nú, þetta byrjaði bara, þegar ég fór að hafa vit, mínar fyrstu minningar eru tengdar músík. Það var alltaf músík heima alla daga. Faðir minn Bjarni Böðv- arsson var hljómlistarmaður og stjórnaði eigin hljómsveit, og vegna þess að þeir voru alltaf á hrakhólum með æfingarhúsnæði var yfirleitt æft í stofunni heima, og ég strákurinn drakk þetta í mig svona smám saman með móðurmjólkinni." Þessu svaraði Ragnar Bjarnason hljómlistar- maðurinn landsþekkti, þegar blaðamaður Vikunnar spurði, hvernig tónlistaráhugi hans hefði vaknað. Viðtalið við Ragnar birtist í næstu Viku. Þegar verið var að leggja síð- ustu hönd á frágang jóla- blaðsins, bárust freanir um frábæra" árangur Skú þar sem ha varð í sæti í kraftlyftingum heimsmeistaramótinu JÁRNVILJI OG SÁLARSTYRKUR Á bls. 18 hefst viðtal við Skúla Óskarsson íslandsmethafa I kraft- lyftingum, þar sem hann segir m.a.: ,,Þeir, scm ætla að ná langt I þessari íþrótt, þurfa að hafa járn- vilja og mikinn sálarstyrk. Það er með þetta eins og flest annað, sem menn keppa að, að viljinn skiptir mestu máli til að ná umtals- verðum árangri.’’ í NÆSTU VIKU

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.