Vikan - 04.12.1975, Page 11
meira af Rýtingnum í hvert skipti,
kæmist lítið annað fyrir í blaðinu.
Ef þig langar í atvinnu í Noregi
væri einna árangursríkast að snúa
sér til norska sendiráðsins. HeimiHs-
fangið finnur þú í símaskránni.
Það hefur vakið mikla furðu hjá
Póstinum, hvað það eru margir sem
láta sér alls ekki til hugar koma
að líta í símaskrána, þegar þá
vantar uþþlýsingar um hvert skal
snúa sér í hinum ýmsu málum.
Pðsturinn er að sjálfsögðu t lang-
besta merkinu, þú hlýtur að vita
hvaða merkiþað er.
Þegar nauðsynlegt þykir að gleyma
einhverju ákveðnu, strák eða öðru,
er árangursríkast að verða sér úti
um eitthvað til að fylla í skarðið.
BRAK í FINGRUM
Kæri Póstur!
Ég vona að Pósturinn verði lang-
lífur og haldi áfram að leysa úr
vandamálum lesenda.
Eins og flestir aðrir á ég við vanda-
mál að stríða. Ég ætla að biðja þig
um að birta það, því ég vona að þú
getir gefið mér ráð við því.
Þannig er mál með vexti, að mér
finnst svo gaman að láta braka í
fingrunum. Mér hefur oft liðið illa
vegna þess, ég get ekki hætt þótt
ég reyni. Sjálfsagt hef ég ekki næg-
an viljastyrk.
Svo eru það spurningarnar:
1. Þarf ég að vera stúdent til að
verða sálfræðingur?
2. Getur þú bent mér á bækur eftir
| íslenska sálfræðinga?
3. Ég er ekki mikið fyrir félagsskap
og á varla nokkra vinkonu. En nú
langar mig til að kynnast stúlku á
aldur við mig. Hvernig á ég að
fara að því?
4. Er til nokkur bók um drauma-
ráðningar?
5. Hvernig fara bogamaðurinn og
nautið saman sem vinkonur? En
fiskarnir og nautið, eða bogamaður
og fiskur?
Svo að lokum, hvernig er staf-
setningin og hvað lestu úr skriftinni?
B.M.
Það getur varla verið neitt sálu-
i hjálþaratriði, hvort það brakar miktð
I eða lítið t fingrunum. Pósturinn
verður að játa, að hversu mjög sem
hann reynir er engin leið að fá nokk-
urt brak úr hans fingrum. Ef til vill
hefur Pósturinn ekkt' nægan vilja-
styrk.
Sálfræði er aðeins kennd t háskóla
og þar mun stúdentspróf skilyrði
fyrir inngöngu. Bækur um sálfræði
eftir íslenska höfunda munu vera
nokkrar. Allar uþþlýsingar um þær
og höfunda þeirra færðu á næsta
bókasafni.
Aðferðir til að kynnast munu nœst-
um óteljandi. Byrjunin er sennilega
að ávarþa þann, sem áhuginn bein-
ist að. Einnig væri reynandi að kynn-
ast gegnum bréfaskriftir. Ef þú hefur
áhuga á því, skrifaðu þá aftur og þá
skal ég birta nafnið þitt í þenna-
vinum.
Bðk um draumaráðningar getur þú
fengið á sama stað og bækur um
sálfræði. Pósturinn man ekki hvað
draumráðningabókin sem hann las
einu sinni heitir, en um þetta efni
hafa verið ritaðar nokkuð margar
bækur.
Bogamaður og naut eiga fremur
fátt sameiginlegt. Sama má segja um
fisk og naut, en bogamaður og fiskur
eiga ágætlega saman.
Stafsetningin er sæmileg en skrift-
in er fremur ómótuð. Einna helst
mætti lesa úr henni samviskusemi.
Pennavinir
Ingibjörg Natthíasdóttir, Ægisstðu
103, Reykjavík, óskar eftir penna-
vinum á aldrinum 12-14 ára. Hún
er sjálf 12 ára. Áhugamál hennar
eru: Hestar, diskótek og tónlist.
Æskilegt er að mynd fylgi fyrsta
bréfi.
Anna H. Halldórsdóttir, Kolbeins-
götu 37, Voþnafirði, óskar eftir
pennavinkonu á aldrinum 12-14 ára.
Áhugamál eru: hestar, ungbörn og
fleira. Mynd fylgi bréfi.
Rósa Nálsdóttir, Suður-Bár, Eyrar-
sveit, Snæfellsnesi, óskar eftir penna-
vinum á aldrinum 11-13 ára. Áhuga-
mál margvísleg.
Sigurlaug Björnsdóttir, Byrgisskarði,
Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði óskar
eftir pennavinum, bæði strákum og
stelpum. Æskilegt að mynd fylgi
fyrsta bréfi. Hún svarar öllum
bréfum.
Kallý Valgeirsdóttir, Byrgt'sskarði,
Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við krakka á öll-
um aldri. Hún er sjálf 15 ára.
Gaman væri að fá mynd með fyrsta
bréfi. Svara öllum bréfum.
Guðbergur Reynisson, Tinnagötu 1,
Reyðarfirði, vill skrifast á við stelpu
á aldrinum 13-14 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
fcg ann þér einum er nýjasta ástarsaga eftir
Bodil Forsberg.
Hrífandi og spennandi bók um heitar ástríður
og örlagabarátta ungrar stúlku.
OtirhöfHrtcf
metsöiubókaritww
NJÓSNARI ÁYZTU NÖF
Nazisti á flótta er stórkostlega spennandi bók
um æðisgenginn eltingaleik við SS-foringja frá
Auschwitz.
Hörkubók eftir metsöluhöfundinn Francis Cliff-
ord.
HÖRPUÚTGÁFAN.
49. TBL. VIKAN 1 1