Vikan - 04.12.1975, Page 18
Eitt lrí#ó aö taui
Rætt við vöðvahnykilinn Skúla Óskarsson, íslandsmethafa í kraftlyftingum, sem æfir af kappi undir að keppa við H
Það fór ckki mikið fyrir honum,
þegar hann fæddist, enda hefðu víst
fáir spáð því að hann ætti eftir
að berjast við heimsmetið í lyft-
ingum, þegar hann væri orðinn stór,
því varla var við því að þúast, þegar
litið var á krógann einar 4 merkur
að þyngd — eitt kíló. Ekki hefur
honum verið spáð neinurr^ krafta-
ferli. En svo er nú samt komið, að
Skúli Óskarsson, sem byrjaði sinn
æfiferil á Fáskrúðsfirði árið 1948,
ætiar að bcrjast við heimsmeistarana
á móti, sem verður haldið í lyftingum
núna um 20. nóvember í Englandi,
nánar tiltekið í borginni Birming-
ham. (Viðtalið fór fram í okt.)
Þegar ég ræddi við Skúla fyrir
stuttu og spurði hann nokkurra
spurninga varðandi feril hans sem
lyftingamanns, þá brosti hann Ijúf-
mannlcga áður en hann svaraði
spurningunni, gekk nokkra hringi
meðan hann hugsaði sig um og stans-
aði fyrir framan mig. Hann .er
frckar lágur vexti (165 cm), Ijóshærð-
ur, broshýr og drengjalegur á svip.
Hann stóð þannig, að auðséð var, að
vöðvarnir á öxlunum og handlcggj-
unum voru ciginlega fyrir honum,
því hann hélt handleggjunum dá-
lítið út frá sér, eins og maður hefur
stundum séð kraftakarla gera.
— Ég hefi alla tlð stundað íþróttir
af einhverju tagi” sagði hann. ,,Að-
allega þó fótbolta og hlaup, þegar
ég var unglingur á Fáskrúðsfirði. Þar
hafði ég það af að hlaupa 100
mctrana á 11,3 sek., sem þótti
Skúli fylgist með að lóðin, sem sett eru á stöngina, séu af réttri þyngd.
nokkuð gott. Seinna kynntist ég svo
lyftingum í erlendum tímaritum,
aðallega af myndum, sem ég sá...
— Um’ hvaða leyti var það?
. — Ég var þá staddur I Vestmanna-
eyjum. Var þar á vertíð. Þar
kynntist ég Friðrik Jósefssyni, sem
er þekktur lyftingamaður. Hann
átti heimasmíðuð lyftingatæki, dá-
Utið frumstæð, en á þessi verkfæri
æfðum við okkur þegar við gátum,
og þá fékk ég fýrir alvöru sýkina,
eins og ég kalla það, og ákvað að
stunda þetta áfram.
— Eg fór stðan til Seyðisfjarðar,
en fann þar mjög takmarkaðan áhuga
fyrir þessari íþrótt. Þar hitti ég þó
Jóhann Sveinbjörnsson, sem
átti gömul HELLAS æfingatæki, og
við bundumst samtökum og æfðum
okkur saman. Þetta var 1970,
og íþróttakennari þar var Þorvaldur
Jóhannsson, sem fékk mikinn áhuga
á þessu brölti okkar og ýtti undir
okkur að fara I keppni, sem haldin
var I íþróttahöllinni hér I Laugardal.
Undir þessa keppni æfðum við í
hálfan mánuð og kepptum síðan fyrir
rþróttafélagið HUGINN á Seyðis-
firði. Þar tókst mér að setja nýtt
íslandsmet I snörun, er ég lyfti
70 kg. Þá var ég 59 kg. og 100
grömm að þyngd, þegar ég fékk
mitt fyrsta gull. Jóhann varð þá
þriðji 1 léttvigt.
— Hvernig er skipt niður I þyngd-
arflokka?
— Það eru 9 þyngdarflokkar.
Fyrst kemur fluguvigt og þar er
Eggert Kristjánsson & Co- h.f., Simi 85300
HONIG
*U*UMmnUUMKMU***MK*UUUmuuuuu* WJ o IVl I \ /Md ■ in
MmtmntMXMMKKWMKNKMKKKMXKKMICKM H O IM 1 O \í O RU R
EKKTAR
_________R
18 VIKAN 49. TBL.