Vikan - 04.12.1975, Page 22
„Spitiö þiö tiint
SMÁSAGA EFTIR JÓN TRAUSTA.
Behring gamli var skrítinn karl, og
okkur börnunum þótti svo undur
vænt um hann. — Hann var um
sextugt, orðinn gráhærður og kinn-
fiskasoginn, en var þó ern og
fjörugur. Hann var barngóður og
mesti æringi. Hann lék sér við okkur,
hoppaði og stökk, þegar best lá á
honum, og masaði við okkur á am-
bögumáli sínu. Þá var honum best
skemmt, þegar hann sagði einhverja
þá vitleysu, sem við veltumst um að
hlæja að.
,,Sþielen sie, Kinder”, 1) var við-
kvæði hans. Við vissum hvað það
þýddi, en útlögðum það þó á okkar
vísu og gcrðum úr því: Spilið þið,
kindur. Svo hlógum við að honum
1) Þýska, framborið: Spílen sí, kind-
er, og þýðir: leikið ykkur, börn.
upp í opið geðið á honum — og
— hann sjálfur með okkur.
Hann var þjóðverji, ættaður frá
Suður-Jótlandi, var beykir að iðn og
hafði flust hingað til landsins um
tvítugsaldur. Fyrst hafði hann verið
beykir við fastaverslunina, síðan
verslunarmaður þar. Svo fór hann að
versla, og verslaði I mörg ár með
miklum blóma. Nú var hann hættur
þvl að mestu og bjó eins og velmeg-
andi kaupstaðarborgari.
Hann hafði verið giftur íslenskri
konu. Þau áttu einn son uppkominn
og þrjú börn á reki við okkur.
Börn þeirra þar á milli höfðu dáið.
Sonurinn hét Jóhann og var einkar
efnilegur maður og vel látinn. Hann
var trúlofaður bóndadóttur á bæ þar
I nánd við kaupstaðinn, efnaðri
stúlku og fríðri, sem þótti einhver
besti kvenkostur þar um slóðir.
Þótt Behring gamli hefði verið svo
lengi hér á landi, hafði honum geng-
ið illa að læra íslenskuna. Hann
skildi þó nálega allt, sem við hann
var sagt, en málið, sem hann talaði,
var okkur börnunum — og jafnvel
fleirum — óþrotlegt hlátursefni. Þó
kastaði tólfunum, þegar hann fór að
reyna að tala Islensku, því þar var
ekkert orð óbjagað. Best skildum
við þýskuna hans, enda vorum við
orðin henni svo vön. Þótt margt
kæmi okkur þar kátlega fyrir, lærðum
við nöfn hans á ýmsum hlutum,
snerum út úr þeim, rangfærðum
þau, hermdum eftir honum og
hlógum að öllu saman — en allt
I sakleysi. Enginn vildi móðga hann,
þvl öllum þótti svo vænt um hann.
Það gerði Behring gamla enn
skringilegri I okkar augum, hvernig
hann var I framan. Hann hafði
einhvern tlma fengið snert af heila-
blóðfalli og bar þess jafnan menjar.
Annað munnvikið hafði dregist út á
kinnina og var hálfmáttlaust, og oft
voru einhverjir undarlegir kippir I
andlitinu. —
Skeggið huldi þessi lýti að mestu.
Það var grátt, stutt og gisið, en
náði um allt skeggstæðið. Svo hafði
gamli maðurinn spegilgljáandi
skalla, alveg aftur I hnakkagróf.
Margt sáum við undarlegt hjá
Behring, sem hvergi sást I kaupstaðn-
um nema þar. Eitt af þvl var
dyrabjalla. Hringur úr hvítum leir
var festur utan á útidyrahurðina.
I honum miðjum var eirtyppi. Utan
á það var letrað með fallegum
TOMSTUNDAHUSIÐ
STÆRSTA LEIKFANGAVERZLUN LANDSINS
Dýr leikföng
Ódýr leikföng
TÓMSTUNDAHÚSIÐ
Laugavegi 164 Sími 21901
22 VIKAN 49. TBL.