Vikan - 04.12.1975, Síða 25
AGUST ARMANN hf.
UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN - SUNDABORG - REYKJAVÍK
en telpurnar. Þxr komu varla fyrir sig
fótum fyrr en niðri í fjöru. Þar
hópuðu þær sig saman í skjóli við
bátana og geymsluhúsin.
„Spilið þið nú, kindur!” — nú
átti það við.
Rokið var okkur nýtt, stórt leik-
fang, sem við áttum fullt í fangi
með að ráða við. Við ætluðum að
takast á loft hvað eftir annað.
Við hlógum, skræktum og hrópuðum
hvert til annars. Allir vildu bera
sig mannalega, en raunar gat enginn
staðið á fótunum.
,,Við skulum hafa okkur heim!”
hrópuðu telpurnar.
Simbi var nú ekki á því. „Farið
þið heim,” sagði hann, „annars
fjúkið þið. Þið eruð svo miklir
aumingjar!”
Telpunum sárnaði þetta, en þó
létu þær sér það að kenningu verða.
Þær þræddu auðu blettina og meira
skriðu en gengu heim til sín.
Sumir drengirnir gerðu það sama.
En ég vildi ekki verða minni en
Simbi, og svo fylgdumst við að.
Við vorum orðnir vanir því að böðlast
saman.
Við létum berast undan rokinu
ofan á milli kaupstaðarhúsanna,
sömu leið og kindurnar höfðu farið,
og námum staðar í skjóli við húsin.
Við sögðum ekki margt, því við
höfðum nóg að gera að ráða við okk-
ur. Þegar við komum ofan hjá
húsi Behrings, fauk hattkúfurinn af
Simba. Hann tókst í háa loft og
kom ekki niður fyrr en langt úti á
sjó.
„Spilið þið nú, kindur!” hropaði
ég á eftir hattinum, til þess að stríða
Simba, en hélt með báðum höndum
um húfuna mína.
Simbi þaut eins og elding ofan
í fjöruborð á eftir hattinum. Þar
stóð hann stundarkorn og horfði á
eftir honum. Þegar hann baksaði
upp fjöruna á móti veðrinu, var hann
blárauður í framan og beit á jaxlinn.
Hann þurfti að herða sig, en vildi
ekki gera mér það til eftirlætis að
fara að skæla. Hárið á honum fauk
til og ýfðist, eins og kambur á hana.
Ég rak upp skellihlátur að honum.
Svo tókum við okkur stöðu 1 skjóli
undir grindahjalli, sem Behring átti.
Ég skemmti mér við að horfa á
það, sem á gekk. Rokið var afskap-
legt. Allt lauslegt var á ferð og
flugi. Harðir þorskhausar komu í
loftinu og flugu fram hjá. Svuntur,
skyrturæflar og sokkar komu á eftir;
einstöku hattur slóst í förina. Sjórinn
rauk eins og mjöll. Hviðurnar
tóku sig upp við fjöruborðið og
stækkuðu eftir því, sem þxr færð-
ust frá landi. Þær þyrluðust áfram
eins og mjallhvítt ský. Á milli
þeirra sá á eftir öldunum, lágum en
þéttum og hvítlöðrandi.
Simbi starði stöðugt á eftir hatt-
inum sinum, sem enn þá sást eins
og svart selstrýni upp úr sjónum
langt úti á höfn.
Nokkrir fullorðnir karlmenn stóðu
í hópum undir næstu húsum og
töluðu saman. Við skiptum okkur
ekkert af þeim. Við héldum okkur
báðir í grindahjallinn og létum svo
koma það, sem koma vildi. Hjall-
urinn skalf, svo það hrikti í honum
— en hann fauk þó ekki. —
Alltí einu rann bátur fram undan
nesinu fyrir utan höfnina. Hann
hafði uppi fokku og þríhyrnu af
stórseglinu. Samt þaut hann eins og
kólfur gegnum rokið og hallaðist
svo mikið, að það sá næstum undir
kjölinn á honum.
Við þekktum bátinn. Behring átti
'Jxuunjih
með hið GLÆSILEGA úrval
Amor teen 1111 Fabienne
Amor teen 1112 Fabienne Slip
Amor teen 1115 Amourette click
Amor teen V Jolly cotton
Butterfly FT
Butterfly V
Teeny flip
Teeny f lip Slip
Doreen
Poesie decor V
Poesie extra soft
Jane Set
Pony H
Sloggi mini
fniimnli
49. TBL. VIKAN 25