Vikan - 04.12.1975, Page 26
hann. Tveir menn voru I honum.
Það var Jóhann Behring og maður
með honum. Þeir höfðu farið á
sjó snemma um morguninn til að
skjóta fugla. Nú urðu þeir að reyna
að ná landinu með seglinu, því það
stoðaði lítið fyrir tvo menn að hugsa
til að berja gegn slíku roki.
Við horfðum á bátinn. Hvorugur
okkar var neitt hræddur, en báðir
vorum við alvarlegir. Ég held okkur
hafi vcrið farið að finnast, að rokið
væri ckkert leikfang lengur.
Báturinn þaut áfram og stefndi á
ská inn og yfir höfnina. Við vissum
hvað þeir ætluðu sér að gera, þótt
ekki værum við miklir sjómenn.
Bráðum mundu þcir snúa við og sigla
undir ncsið að innanverðu. I þriðja
..slagnum” mundu þeir komast svo
langt upp í ládcyðuna, að þeir gætu
fellt scglið og róið það, sem þá var
cftir til lands.
I:n þcgar þeir voru nýsnúnir við,
kom afskaplcg stormhviða af landi.
Ilún þyrlaði upp sjónum undireins
við fjörustcinana, og þcgar hún kom
lcngra út á sjóinn, ók hún á undan
scr stórri hrönn af fannhvítu sædrifi.
Við stóðum á öndinni og héldum
okkur dauðahaldi 1 hjallinn. Þegar
hviðan hitti bátinn, tók hann sprett
álram, cinsog hind, sem fengtð hefir
hið banvæna skeyti vciðimannsins.
Dálitla stund sá varla í hann fyrir
sædrifinu. Nú sást hann aftur og
þaut cnn áfranr, eins og hann kæmi
varla við sjóinn. Allt í einu
flcygðist hann flatur og seglið fór í
kaf. Skriðið hætti um leið, og kjölur-
inn kom bctur og bctur upp úr sjón-
ttm. Okkttr sýndist eitthvað dökkt
koma upp rctt fyrir aftan bátinn,
cn svo hvarf það aftur.
Við heyrðum óp og óhljóð ofan frá
Itúsunum. Undireins voru einir
20 karlmcnn komnir saman í fjör-
unni. Áttæringi var hrundið á flot.
Tvcir mcnn voru um hverja ár.
og bcstu árarnar úr öllurn bátunum
voru tcknar mcð í förina. Innan
skamms voru þcir komnir út þangað,
scm slysið varð.
('rluggttrnir í Itúsi Behrings sneru
út að sjónum. Þar stóð gamli
maðurinn við opinn glugga og horfði
á slysið gcgnuni sjónauka sinn.
MAÐUR GETURI
ALLTAF VIÐ SIG
BLÓMUM/
BÆTT
BLÓMABÚÐIN
FJÓLA
Alltaf fjölgaði í fjörunni á meðan
þeir voru úti. Það var hryggðar-
og skelfingarsvipur á hverju andliti.
Menn biðu^þess með sárri óþreyju,
að áttæringurinn kæmi aftur. Hann
kom loks eftir langa og harða útivist
með hinn bátinn í eftirdragi, en —
ekki mennina.
— — Daginn eftir voru þeir
slæddir upp. Og á Þorláksdag
voru þeir jarðaðir.
Þessi sorglegi atburður vakti bæði
harm og sorg I kaupstaðnum. Það
var almæli, að Behring gamli og
konan hans bærust lítt af, og unn-
usta Jóhanns sáluga væri sinnulaus
af sorg. Enginn láði þeim það,
því allir fundu, hve mikill mannskaði
var að þessum manni.
Samt bauð Behring gamli börn-
unum á jólatré hjá sér nú, eins og
endranær.—
Þegar verið var að búa okkur að
heiman, vorum við áminnt um það,
að vera nú hljóð og háttprúð og
muna eftir þeirri þungu sorg, sem
gömlu hjónin höfðu nýlega orðið
fyrir.
Það þurfti þó ekki að minna,
okkur á þetta, við mundum það
vel. Og okkur hefði alls ekki
furðað á því, þótt við hefðum ekkert
jólatré fengið hjá Behring þetta árið.
Við höfðum talað um þetta okkar
á milli úti á svellunum, og gerðum
helst ráð fyrir, að okkur yrði ekki
boðið.
Þegar -við komum heim í hús
Bchrings, var okkur vísað inn í borð-
stofuna, eins og vant var, þar til
hin yrði opnuð. Á stuttri stundu
fylltist sú stpfa af börnum.
Það dróst óvanalega lengi, að
stofan, sem jólatréð varí, yrði opnuð.
Það var sama stofan, sem líkið hafði
staðið uppi í, og gamli Behring
hafði því ckki komist að því, að
undirbúa jólatréð neitt, fyrr en jarð-
arförin var afstaðin.
Á meðan við biðum, voru þær
inni hjá okkur, frú Behring og Björg,
sem verða átti tengdadóttir hennar.
Hún var stödd þar og ætlaði að
vera þar um jólin. Frú Behring
rcyndi að brosa við okkur og segja
einhver blíðleg orð við okkur, þegar
hún gekk um, en ekki leyndi það
sér, að hún var annars hugar. Hún
var önnum kafin og ekki farin að
grciða hár sitt eða hafa fataskipti.
Björg var lengst af inni hjá okkur.
Það var há og grönn stúlka, fagur-
lega vaxin. Hún var öll svartklædd,
litverp í framan, með augun rauð og
bólgin af gráti. Á meðal okkar var
hún cins og sorgargyðjan sjálf. Hinn
svarti búningur hennar stakk mjög
í stúf við búninga okkar. — Telp-
urnar voru allar hvítar eða litklædd-
Sr, og við líka eitthvað meira og
minna hvítir. Aðeins börn Behrings
voru svartklædd og óvanalega hnugg-
in. Björg gekk hljótt um, talaði
lítið og aðeins lágt, cn alltaf eitthvað
vingjarnlegt. Hún tók sum yngstu
börnin í fang sér og kyssti þau.
Návist hennar gerði okkur enn þá
hátíðlegri. Hún minnti okkur á
hina þungu heimilissorg. Óljóst
fundum við til þess, hve nærri sér
hún tæki það, að þurfa að sinna
okkur nokkuð, ekki síst það, að reyna
að vera glaðleg.
Loks kom augnablikið, sem við
höfðum ævinlega áður hlakkað svo
mikið til. Behring opnaði báða
hurðarvængina og bauð okkur að
koma inn. Ekkert barnið ætlaði
að fást til þess að verða fyrst; við
sátum og stóðum öll hreyfingar-
laus. Áður höfðum við öll starað
á hið skrautlega jólatré. Nú voru
það ekki nema sum okkar, sem litu
þangað. Hin störðu á gamla mann-
inn.
Behring var óvanalega fölur og
sýndist ellilegri en vant var. Það
var auðséð, að hann hafði þolað
mikið síðustu dagana. —
Okkur börnunum er svo farið, að
við eigum erfitt með að dylja geðs-
hræringarnar. Þetta er eitt af því,
sem lærist með árunum. Oft þarf
maður á því að halda í lífinu,
en þó er fefasamt, hvort þetta er
fremur kostur en ókostur.
Þetta kveld var tilfinning okkar
barnanna hluttekning í sorg gamla
mannsins. Hann hafði kallað okkur
saman til þess að gleðja okkur.
Auðvitað áttum við að reyna að láta
ekkert á geðshræringum okkar bera
og skemmta okkur vel og siðlega,
til þess að geðjast honum og gleðja
hann. En við gátum það ekki.
Það fundum við þegar á meðan við
biðum, og enn þá betur fundum við
það, þegar við sáum hann sjálfan. —
Behring gekk á undan- okkur í
kringum jólatréð. Konan hans og
tengdadóttir gengu með í hópnum.
Jólasálmar voru sungnir, og sumir
okkar tóku undir þá. Svo söng
Behring jólasálma á sínu máli. Þá
söng hann árlega, og oftast nær einn,
því þá kunni enginn annar. Þeir
voru um engla guðs, sem nú væru
komnir ofan á jörðina til þess að
boða börnunum frið og gleði og
velþóknun guðs, því í dag væri
þeim frelsari fæddur. Lagið og
efnið fór svo vel saman og var svo
einfalt og látlaust, svo þýtt og blítt,
að yndi var að hlusta á það, þótt
hann syngi það einn og við ættum
bágt með að skilja orðin. -Það voru
gamlar minningar frá jólum æsku-
stöðva hans, sem hann söng þá fram
og rifjaði upp fyrir sér. Hann var
skjálfraddaðri nú en hann hafði verið
áður.
Að því búnu var farið að útbýta
jólagjöfunum. Það gerði Behring
sjálfur. Hann gekk til hvers barns
með það, sem því var ætlað, og
sagði eitthvert blíðlegt orð við það á
bögumáli sínu og klappaði því á
kinnina eða kollinn. Nú datt engu
okkar í hug að hlæja að ambögunum
hans. —
Svo komu sætindin. Eftir ör-
skamma stund voru föngin á okkur
orðin full af sætindum og jólagjöf-
um.
Nú vildi gamli maðurinn, að við
færum að skemmta okkur, hoppa og
dansa I kringum jólatréð, syngja og
gala, eða jafnvel ólátast.
En það leit ekki út fyrir, að við
hefðum löngun til að gera neitt af
þessu. Við stóðum öll þegjandi og
horfðum á gamla manninn. Hann
gekk frá hverju barni til annars,
reyndi að koma því til þess að hlæja,
kraup niður hjá því, lék sér við það,
gerði sig skoplegan í framan og
reyndi að tala Islensku, — en það
var það skoplegasta, sem hann gat
gert. — En á milli andvarpaði hann
þunglega.
„Spielen sie, Kinder ___ spielen
sie, Kinder!" hrópaði hann til okkar
hvað eftir annað.
Ég skotraði augurtum snöggvast
til Simba. Hann stóð eins og drengur
úr vaxi, og datt hvorki af honum
né draup. Telpurnar stóðu líka eins
og brúður og héldu fast utan um
bréfpokana og jólagjafirnar, eins og
þær væru ráðalausar með það. En
þær andvörpuðu engu minna en
gamli maðurinn.
,, Tanzen sie!_ Wollen sie nicht
tanzen was? "1)
,,Hann er að spyrja ykkur, hvort
þið viljið ekki dansa. Hann er að
biðja ykkur að fara að leika ykkur,”
sagði frú Behring. Hún hélt, að
börnin skildu hann ekki. Aldrei
hafði þó áður þurft að þýða fyrir
okkur það, sem hann sagði.
Gamli Behring tók eina telpuna
og tosaði hana út á gólfið. Björg
tók einn drenginn og fór að dansa
við hann. Öll hin börnin stóðu
kyrr.
Það reyndist ómögulegt að koma
þeim af stað, ómögulegt að blása
lífi og fjöri I samkvæmið. Þótt ein-
stöku krakki væri dreginn út á gólf-
ið til að dansa, þá gerði hann það
nauðugur, og hin börnin hreyfðu sig
ekki.
Gamli maðurinn hafði ama af
þessu, þótt hann léti ekki á því bera.
Þegar hann var að reyna að koma
börnunum til, glitruðu tárin I augum
hans.
,,Spielen sie, Kinder! Warum
spielen sie nicht?' ’ 2)
Hann kraup niður hjá einu barn-
inu, svolitlum drenghnokka, sem
hafði fengið munnhörpu, og fór
að kenna honum að nota hana.
Hann lék fjörugt lag á munnhörp-
una og fékk honum hana svo aftur.
Það var eins og ljós rynni upp
fyrir drengnum, og hann skildi,
hvílíkan kostagrip hann hafði eign-
ast. Hann setti hörpuna við munn
sér og blés I hana af öllum kröftum
Margar nótur skræktu I einu.
Við hrukkum öll saman, eins og
við værum stungin með tltuprjónum.
Og oft hefi ég hugsað um það slðan,
hvernig þessi skrækur muni hafa
látið I eyrum gamla mannsins, eins
og taugar hans voru nú á sig komnar,
eftir grát og kvöl og margar andvöku-
nætur.
1) Dansið þið. Viljið þið ekki dansa,
— hvað?
2) Hvers vegna leikið þið ykkur ekki?
26 VIKAN 49, TBL.