Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.12.1975, Qupperneq 27

Vikan - 04.12.1975, Qupperneq 27
,,Es ist recht _ es ist recht!"l) hrópaði hann og sló saman hönd- unum. Þarna vottaði þó fyrir neista af þeirri glaðvaerð, sem hann vildi vekja. Drengurinn belgdi gúlana og ætl- aði að fara að blása aftur. Þá sá hann, að öll börnin horfðu hvasst á hann. Hann hætti þá, og var ófáanlegur til þess framar. Sorg heimilisins lá okkur eins og bjarg. Fyrir tveim dögum hafði lík staðið uppi í þessari stofu. Og nú áttum við að fara að dansa þar, skrækja á hljóðpípur og ómast. — Nei, það gátum við ekki. Allt vorum við reiðubúin að gera fyrir gamla manninn annað en það, að leika okkur kringum sorg hans. Þetta var okkur meira og minna ljóst, og þótt eitthvert okkar hefði gleymt þvl, minnti svartklædda stúlkan, fríða og litverpa, okkur á það, sem var líka að reyna að vekja glaðværð- ina. Og ef hana bar ekki fyrir okkur I svipinn, þá voru þar einnig þrjú svartklædd börn. Hitt skildum við ekki, að við hefð- um gert honum mikla gleði með því. Alvaran og samhryggðin greip okkur meira og meira. Við gátum ekki um annað hugsað en sorg þessa vinar okkar. Við vissum það og fundum, að hann tók sér mjög nærri þessa viðleitni til að skemmta okkur. Við kenndum svo innilega í brjósti um hann, og við hugsuðum til þess með iðrun, að við höfðum stundum ert hann og hermt eftir honum, þótt það væri i sakleysi. Ein telpan skar upp úr og fór að gráta. ,,Ég vil fara heim!” sagði hún kjökrandi, þegar hún var spurð um, af hverju hún væri að gráta. Þá var okkur öllum lokið. Sum fóru að gráta, en sum viknuðu, svo þau gátu ekkert sagt. Þá komu undarlegir kippir í and- lit gamla mannsins. Hann sneri sér frá okkur og þurrkaði augun, en stillti sig þó. Þegar við kvöddum hann, faðmaði hann okkur að sér, eins og hann ætti hvert bein í okkur, og kvaddi okkur öll með kossi. Tárin hrundu niður andlitið á honum. Þó fundum við, að hann var í raun og veru að þakka okkur fyrir eitthvað. Hann fann það og vissi, að það var af hluttekningu í sorg hans, að við gátum ekki skemmt okkur. Þessi samkoma hefði fengið allt annan blæ en hann hafði ætlast til og búist við. En ég er viss um, að hann hefir oft hugsað hlýlega til okkaí síðan. Ekkert vermir hjörtu mannanna í sorgum þeirra cins og hluttekning annarra manna, og hluttekning barnanna er sönn og einlæg. Mörg jólakveld eftir þetta komum við saman við jólatré gamla Behrings. En þetta kveld mun verða okkur öllum minnisstæðast, því að það var fátækast af léttúð og galsa, en ríkast af göfugum tilfinningum. .O' ^GNAV^ % AXELS i EYJOLFSSONAR Smiöjuvegi 9 Kópavogi sími 43577 Klæöaskápur frá okkur er lausnin... Hægt er að fá skápana óspónlagða, tilbúna að bæsa eða mála /Jlu'f úff^ ... ojí vandfundnir eru hentugri klæðaskápar livað samsetningu og aðra góða eiginleika varðar. Litmyndabæklingur um flestar gerðir klæðaskápa, samsetningu, stærðir, efni og verð ásamt öðrum upplýsingum. Allar gerðir klæðaskápa eru til í teak, gullálmi og eik. [ Vinsamlegast sendið mér nýja litmyndabæklinginn I um klæðaskápana. Nafn:----------------- ------------------------ SkrifiS meS prenlsföfum í Heimilisfang:. ^ Húsgagnaverslun Axels Eyjólfssonar, SmiSjuvegi 9, Kópavogi. | 1) Það er rétt. 49. TBL. VIKAN 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.