Vikan - 04.12.1975, Page 36
FRÍKIRKJAN
Fyrir flcsta borgarbúa eru minning-
arnar um Reykjavík, sem var, og
Fríkirkjuna órjúfanlegar. Skáldið
Tómas Guðmundsson hefur gert
hana ódauðlega með Ijóði sínu:
,,Fyrir átta árum... ”
Fríkirkjan er vígð 1903 og sem elsta
kirkja borgarinnar utan þjóðkirkj-
unnar hefur hún séð Reykjavík
vaxa úr smákaupstað I borg með
öllum þeim kostum og göllum,
sem sllkum ummyndunum eru
samfarandi.
NESKIRKJA
Árið 1942 var efnt til samkeppni
um tillögur að byggingu Neskirkju,
11 AI.I.GRÍMSKIRKJA
og bar Ágúst Pálsson arkitekt sigur
úr bytum. Það liðu þó 13 árþangað
til kirkjan var vlgð á pálmasunnu-
dag 1957, og var þar með blað
brotið I sögu Islenskrar bygginga-
listar. Neskirkja er tvímælalaust
tímamótaverk, og er hún fyrsta
kirkjan á Islandi, sem ekki fylgir
hinum hcfðbundna stíl, sem ein-
kennt hefur Islenskar kirkjubygg-
ingar síðustu aldir.
HALLGRÍMS
KIRKJA
I anddyri Hallgrímskirkju er lítið
altari, sem er tákn allra þeirra
fjölmörgu gjafa, sem kirkjunni hafa
borist. Yfir altarinu hangir mál-
verk af Upprisunni, en það tilheyrði
áður Holdsveikraspltalanum I Laug-
arnesi og er gjöf til kirkjunnar frá
slðustu holdsveikissjúklingum á
Islandi I minningu séra Hallgríms.
Inni I kirkjúnni hangir altaristafla
danska málarans Stefan Viggo Ped-
ersen af krossfestingunni, en Peder-
sen myndskreytti á slnum tlma Lúk-
asarguðspjallið, þegar helstu rithöf-
undar og skáld dana voru fengnir
til að endursegja Nýja testamentið
og listamenn önnuðust mynd-
skreytingu. I kirkjunni standa tvær