Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.12.1975, Side 58

Vikan - 04.12.1975, Side 58
Svefnbekkir í úrvali á verksmiðjuverði. 4 gerðir 1 manns 1 gerð 2ja manna. Fallegt áklæði. Tilvalin jólagjöf. Sendum gegn póstkröfu. SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Sími 15581 Reykjavík ísafjörður er sögufrægur bær. Þegar minnst er á þennan höfuðstað Vestfjarða, koma upp í hugann nöfn eins og Hannes Hafstein, Skúli Thoroddsen og Vilmundur Jónsson. Flest er ágætt um þessa menn að segja, en för okkar vestur á ísafjörð fyrir nokkru var þó alls engin pílagrímaför á slóðir þeirra, heldur fýsti okkur að kynnast örlítið lífinu, sem nú er lifað á Isafirði, og heyra viðhorf þeirra, sem nú byggja staðinn. Meðal þeirra, sem við tókum tali, voru Jón Jónsson klæðskeri, Ragnar H. Ragnar skólastjóri hins blómlega tónlistarskóla ísfirðinga, Jón Baldvin Hannibalsson skólameistari Menntaskólans á ísafirði og kona hans Bryndís Schram. Þá heimsóttum við húsmæðraskólann Ósk á ísafirði, og við lögðum leið okkar inn í ísafjarðardjúp, þar sem við heimsóttum ungan bónda. Árangur vestur- fararinnar mun birtast í næstu blöðum Vikunnar, en fyrst bregðum við upp nokkrum svipmyndum úr förinni, Fyrrum dbnsk verslun á hafirði. Þetta hús var byggt í kringum 1750, og nú býrþar skólastjóri lðnskólans á ísafirði. 58 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.