Vikan - 04.12.1975, Page 62
Sýnishorn af nýrri ísfirskri húsagerðarlist.
Trausta Hermannsson forrnann Litla leikklúbbsins hittum við að máli á
skrifstofu djúphátsins, þar sem hann var við vinnu sína. Trausti sagði.
að leikklúbburinn hefði verið stofnaður fyrir röskum ttu árum og nú vœru
skráðir meðlimir hans í kringum tvö httndruð, en af þeim væru fimmtíu
til sextíu virkir. Starfsemi klúbbsins hefðt verið blómleg, og sem dæmi um
það nefndi hann. að í fyrravetur hefðu verið tekin fyrir fimm verkefni
á vegum klúhhsins. Þá hefði klúbburinn gengist fyrir nokkrum leik
listarnámskeiðum fyrir meðltmi stna á undanförnum árum, og hefðu
letðheinendur ævinlega verið fengnir að, og sama væri að segja um
leikstjóra. Trausti kvartaði undan slæmutn fjárhag klúbhsins, til'dæmis tók
hann, að í fyrra hefði klúbburinn fengið 163 þúsund króna styrk frá rík-
inu. en hefði greitt því aftur 190 þúsund krónur í söluskatt. ' ■imig
sagði Trausti. að aðsókn ísfirðinga að sýningum leikklúbbsins m.t::: vera
almennari. Aðspurður sagði Trausti, að hann teldi ekki vera grundvöll
fyrir atvinnuleikhúsi á lsafirði.
Ölöfjónsdó/tir kónar, en það er eitt forverk vefnaðar.
1 húsi númer 20b við Hafnarstrætt á lsafirði er Vefstofa Guðrúnar
Vigfúsdóttur til húsa. Guðrún stofnaði þetta fyrirtœki árið 1961
og hefur allar götur síðan-staðið að framleiðslu fallegra klæða og fallegra
muna aðallega úr íslenskri ull, þótt stundum séu notuð önnur efni með,
einkum í uppistöðu vefsins. Fyrstu árin unntt aðeins tvær til þrjár
konur við framleiðsluna, en nú eru þær orðnar hálfur annar tugur og
enginn hörgull á verkefnum, enda eru vörurnar frá vefstofunni bæði
sérkennilegar og fallegar.
Una Halldórsdóttir slær vefinn.
Straufría sængurfataefnið er nú
fyrirliggjandi í mörgum mynztrum
og litum.
Einnig í saumuðum settum.
Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk,
sofið þægilega og lífgið upp á litina
í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
Í2
(D
"O
03
03
</)
03
3
<
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Sambandshusið Rvik sími28200
62 VIKAN 49. TBL.