Vikan - 04.12.1975, Blaðsíða 63
“jQp •
inSSÉlÍiP®
t' §
ft /r-itvr' ~. l -
■f ..f- -'
)» Sí.'iroí#
Kirkja ísfirðinga.
If iröingar eiga það sameiginlegt með öðrum löndum sínum, að trúmálin
eru fjörleg og fjölbreytt hjá þeim. Þetta myndarlega hús er samkomu-
staður hvítasunnusafnaðarins á Isafirði.
Við hittum systkinin Helgu Krist-
ínu Friðriksdóttur, tíu ára, og
Gunnar Hðlm Friðriksson, fjögra
ára, á förnum vegi á lsafirði.
Helgá Kristín sagði, að þau væru
bæði faedd á Isafirði og hefðu alltaf
átt þar heima og sig langaði ekki
til að eiga heima annars staðar.
Hún kvaðst vera í tíu ára bekk
í barnaskólanum og kennarinn sinn
hétiHíin Guðmundsdóttir. Gunn-
ar Hólm var hins vegar fámáll og
vildi sem minnst við okkur tala.
Við rákumst á Ásberg Kristinsson
fyrrverandi skiþstjóra djúpbátsins á
götuhorni, en hann hélt um stjórn-
völ hans iþrjátiu ár. Ásberg sagði,
að vitaskuld hefði verið svolitið
leiðinlegt að hœtta skipstjórninm,
en hann ætti samt auðvelt með að
sætta sig við það. enda starfaði
hann enn fyrir djúpbátinn, þótt
i landi væri.
Gegnt rauða fyrrum læknishúsinu
stendur þetta hús og lætur minna
yfir sér. Þarna er ekki útflúr á
gluggum og hurðum og bletturinn
kringum húsið er svo lítill, að þar
hefur ekki einu sinni verið hægt að
stinga niður hríslu. Það leynir sér
ekki, að töluverður . efnamunur
hefur verið hjá lækninum og sjó-
1 manninum nágranna hans, þegar
þeir byggðu hús sin sitt hvorum
megin götunnar.
\ ■
K-*;
Heimsðkn til ísafjarðar er vart
hugsanteg án þess að koma við á
Mánakaffi, sem er eini matsölustað-
urinn á staðnum. Bernharð Hjalta-
lín keypti Mánakaffi fyrir röskum
tveimur árum, og sagðist hann ekki
þurfa að kvarta undan þvi, að
reksturinn gengi illa. Helsta vanda-
málið væri, að Mánakaffi hefði ekki
nægilega mörgum gistiherbergjum
á að skipa. Fast starfsfólk sagði
Bernharð vera fernt talsins á vetrum
en á sumrin starfa tíu til tólf manns
ástaðnum. Bernharð sagðist kunna
vel við sig á Isafirði, en hann er
reykvíkingur að upþruna, þó þætti
sér félagslífið i daufara lagi.
Fyrsti áfangi gamla barnaskólans á ísafirði var reistur árið 1901, en síðan
hefur þrisvar sinnum verið byggt við hann.