Vikan - 04.12.1975, Qupperneq 68
Sængur og koddar
DÚN- OG
FIÐURHREINSUNIN
Vatnsstíg 3, sími 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
telur
tímann
Franch Michaelsen
Úrsmíöameistari Laugavegi 39
ORIS
/
stofuna’’ eða ,,stássstofuna”, sem
vissi út að görðunum. Vel sá úr
gluggunum yfir garðana, en þeir
voru fjórir, nyrst Kvennaskólagarð-
urinn, þá okkar, svo Apótekara-
garðurinn og Bæjarfógetagarður-
inn, sem var upphaflega verk
Schierbecks landlæknis, en á þess-
um tíma annaðist hann af mikilli
prýði fólk Halldórs bæjarfógeta
Daníelssonar, einkum kona hans,
danskrar ættar.
í þessum tveimur herbergjum
uppi voru rúllugardínur, svo ég
noti gamalt Reykjavíkurorð, og á
þeim myndir frá kóngsins Kaup-
inhafn af frægum höllum. Eld-
húsið og borðstofan voru á þessum
árum frekar minn heimur, sem eðli-
legt var, en margar góðar stundir
átti ég f herbergjunum uppi.
Pabbi amaðist aldrei við mér, og
man ég eftir stundum þar, er
aldavinur föður míns leit inn til
hans, öldungurinn Páll Melsteð,
og þegar ég fermdist, gaf Páll
mér áritaða bók, bók um Noreg
með myndum. Það var vorið 1909,
en Páll andaðist árið eftir 98 ára
að aldri.
Á haustin eða snemma vetrar
Axel Thorsteinson við kistuna
gððu, sem hann segir frá í grein-
inni, en hún mun vera nœr 150
ára gömul og hefur geymt margt
merkilegt um dagana.
Steingrímur Thorsteinsson skáld
faðir Axels.
var það alltaf mikill viðburður I
augum okkar barnanna, þegar kass-
ar komu frá Leipzig eða Leith,
en faðir minn pantaði alltaf sitt af
hverju til jólanna frá verðlistafyrir-
tæki í Leipzig og fyrirtæki í Leith,
sitthvað matarkyns, góðgæti og
fleira. Allt slíkt tók móðir mín í
sína umsjá og geymdi í kistu mik-
illi á háaloftinu. Sú kista á sína
sögu. Hún var eign ömmu minn-
ar, Þórunnar Hannesdóttur, og
mun hafa verið fatakista hennar
vestur á Stapa og áður f Skálholti,
traustur gripur. Hafði hún verið
68 VIKAN 49. TBL.