Vikan

Eksemplar

Vikan - 04.12.1975, Side 69

Vikan - 04.12.1975, Side 69
sinn að biðja gamlan vin að líta á kistuna. Það var sá mæti maður Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðu- nautur, og úrskurðaði hann, að það mætti gera fagran grip úr kistunni á ný eftir vandlegan undirbúning, og bauð hann mér að annast hann sjálfur, en dóttir hans málaði hana. Valdi hún norskt mynstur, og síðan hefir kistan verið stofugripur og vakið aðdáun margra. Jólahald á bernskuheimili minu var ekki ýkja frábrugðið því, sem alltaf hefir verið hér. Alltaf var keypt jólatré, allstórt, og þvi komið fyrir I ,,bláu stofunni”. Það var engin leynd yfir skreytingunni, en ekki fengum við börnin að sjá það, fyrr en að stundinni miklu kom, eða þegar faðir minn var búinn að kveikja á öllum kertunum. Þetta var að aðalmáltíð lokinni. Það var vitanlega mandla I hrlsgrjóna- grautnum og rauðvin með steik- inni. Við krakkarnir fengum að bragða á þvi, og ég man enn, hvað mér þótti það vont, enda okkar sopi blandaður vatni, og ólíkt fannst mér betra bragðið af eggja- snapsinum, sem móðir mín bjó alltaf til á sumardaginn fyrsta, enda setti hún alltaf romm í til bragð- bætis. Farið var I kirkju og skammt að fara í Dómkirkjuna. Móðir mín brá aldrei þeirri venju að fara í kirkju. Spilað var á jólunum, Birgitta Guðrtður Eiríksdóttir móðtr Axels. skrautmáluð og á henni upphafs- stafir ömmu minnar og ártalið 1829, en málning næstum afmáð að öðru leyti. Eftir lát móður minnar var kistan I geymslu. Þegar ég löngu seinna var nokkur ár eigandi Þverholta I Mýrasýslu og dvaldist þar að sumarlagi við búhokur, fór ég að hugleiða málið, ég gæti haft kistunnar not þar og flutti hana þangað í jeppakerru minni. En síðar þegar ég var hættur hokrinu, var hún nokkur ár í bílskúrnum minum, en aldrei gleymd. Svo datt það í mig eitt PASSAP duomatic Eina prjónavélin, sem hægt er að tengja við raf magnsdrif tmm Simi 26788 mest ,,púkk”, en ekki á aðfanga- dagskvöld. Jólabögglar voru opn- aðir, þegar búið var að kveikja á jólatrénu. Öllu var stillt í hóf með jólagjafir og gjafafargan slíkt sem nú tíðkast óþekkt fyrirbrigði á þessum tíma. Að lokum ætla ég að minnast eilitið á aldamótakvöldið. Sumt man ég óljóst, enda aðeins fimm ára, en ég man til dæmis vel, að smiðaðar höfðu verið mjóar lausar hillur með götum fyrir kerti til þess að setja fyrir gluggana, en Ijósum skrýddur skyldi bærinn vera, er öldin yrði kvödd og nýrri fagnað, ljós í hverjum glugga, skrautluktir á vellinum, skrúðganga og ýmislegt gert í fagnaðarskyni, söngur, ræðuhöld, lúðrablástur og fleira og undirbúningur mjög mik- ill. En svo var ekki annað sýnna en allt væri unnið fyrir gýg. Vonsku austanveður var að morgni, hvasst, varla stætt á götunum, úrfelli, bleytuhríð, — en um kvöldið brá til betra veðurs. Það kom I ljós, sem titt gerist og ekki síst á voru landi, að á skammri stundu skip- ast veðurí lofti. Og annað gerðist, sem gerast mætti oftar: Allir urðu einhuga, samtaka, allir tóku gleði sína, og hátíðin skyldi haldin. Allir létu hendur standa fram úr ermum utan og innan dyra. Og síðar meir var gaman að lesa ýtarlegar frásagnir blaðanna. Ekki man ég, hvort þetta kvöld var kveikt á luktunum við völlinn. Götuljóskerin voru alltaf kölluð luktirnar, og I skammdeginu var gaman að fylgjast með úr glugg- unum heima, þegar kveikt var á þeim. Luktirnar voru á öllum hörn- um vallarins og ef til vill fyrir miðju á hverri hlið vallarins. Daufa birtu bar frá steinolíulampa i luktinni, en á henni voru rúður og ein á hjörum. Þeir, sem höfðu þann starfa með höndum að hirða um lampana, höfðu meðferðis stiga, sem þeir lögðu upp að staurnum, brugðu strigapoka yfir höfuð og axlir, og var saumnum sprett upp öðru megin. Var skjól að þessari 49. TBL. VIKAN 69

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.