Vikan

Útgáva

Vikan - 04.12.1975, Síða 88

Vikan - 04.12.1975, Síða 88
TVEIR DRAUMAR G.G. Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en þessir tveir draumar valda mér svo miklum heilaþrotum, að ég get ekki á mér setið aö þiðja þig um að ráða þá. Hinn fyrri var á þessa leið: Ég var heima að passa litla bróður minn, sem í rauninni er ekki nema sex mánaða, en í draumnum var hann ellefu mánaða. Með mér var stelpa, sem við skulum kalla E. Hún var búin að eignast stelpu, sem var mjög tataraleg í útliti og í draumnum var hún sex mánaða. Allt í einu var rauðum bíl, sem var með eitt framhjól og tvö afturhjól, ekið inn í herbergið. í honum voru tveir amerískir strákar, sem ég þekki, og tvær vinkonur mínar, sem E. þekkir ekki. Þau spurðu okkur, hvort við vildum koma á rúntinn. Við sögðum: Nei, haldið þið, að við verðum ekki að passa þessa krakka. Svo fórum við að grenja af reiði og henda krökkunum í vegginn. Ég vaknaði snöktandi. Hinn draumurinn var svona: Ég var ásamt pabba á sveitabæ og þar var stödd stelpa, sem við skulum kalla X. Hún var þarna í sumarleyfi. Ég heilsaði henni og svo fórum við í gönguferð upp um hóla og hæðir. Það var mikið sól- skin. Allt í einu sáum við kastala. Við urðum ákaf- lega hissa og hlupum heim á bæinn að segja frá þessu. Þá vár okkur sagt, að þarna hefði átt heima greifi, sem hefði drepið sig fyrir ævalöngu. Ég baö pabba að koma með okkur því að okkur langaði að sjá kastalann að innan. Pabbi sagði, að við skyldum ekki fara þangað, en við fórum samt. Þá var ekki eins mikið sólskin og þegar við komum að kastalanum, var orðið dimmt. Við komum að útidyrahurðinni og eftir nokkurt stímabrak tókst okkur að opna hana. Það marraði í henni, þegar hún opnaðist og við hrukkum í kút. Þá sáum við andlit svífa í lausu lofti. Það sneri sér hægt við og horfði á okkur stingandi augum. Við urðum lamaðar af hræóslu og hlupum út, og hentum okkur á hurðina, svo hún skelltist aftur. í því vaknaði ég. Með kveðju, G.G. Ef þú ferð ekki varlega í samskiptum þínum við karlmenn, er hætt við, að þú lendir í vandræðum. LÆKNIS VITJAÐ. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi eftirfarandi draum í nótt. Mér fannst ég vera í langri biðröö. Við biðum eftir því að komast til læknis, sem var að taka á móti fólkinu. Hann stóð þarna við borð, en virtist ekki hafa neina sér læknisstofu, heldur var borðið bara meðal fólksins. Þegar kom loksins að mér, var ég hálffeimin, en stundi því þó upp, að X læknir hefði sagt þetta...., sem ég man ekki hvað var, en eitthvað var það í sambandi við veikindi. Allt i einu hallaði læknirinn sér að mér og ýtti pennanum sínum fast í kinnina á mér. Mér fannst eins og hann væri að ávíta mig fyrir eitthvað. Þá varð ég reið og æddi út. Mér fannst hann koma á eftir mér og sá ég skuggann hans, áður en hann kom til mín. Hann virtist sjá eftir því að hafa verið svona við mig. Ég var niðurlút og var að hugsa um að fyrirgefa honum. Allt í einu fannst mér ég vera komin upp á deild — ekki man ég hvaða deild — í sjúkrahúsinu. Mér fannst ég vera í fínum kjól og hélt ég á öðrum skónum mínum í hendinni. Hann var bleikur á litinn og þegar ég leit undir hann, sé ég, að þar stóð talan 347. Ég kom að hurðinni og leit tvisvar á númerið á henni og síðan undir skóinn til þess að fullvissa mig um, að þetta væri rétt númer. Á ganginum mætti ég tveimur læknum. Annar, sem var eldri maður, spurði mig að nafni, og ég sagði honum til nafns, sem var alls ekki mitt rétta nafn. Einnig vildi hann fá að vita, hvert ferð minni væri heitið, og sagði ég honum það og nefndi númer stofunnar. Þeir bæði hálfbrostu og urðu hálfmæddir á svip. Samt fannst mér ég eiga von á einhverju skemmti- legu þarna inni í herberginu og var ákaflega spennt að sjá hvað þar biði mín, en ég vaknaði, áður en ég kæmist svo langt að opna hurðina. Með von um ráðningu. Ein mjög hugsi. Þessi draumur virðist vera mjög tengdur framtíðar- áformum þínum. Þú átt mjög erfitt með að gera upp við þig, hvort af tvennu þú tekur þér fyrir hendur, en fyrir orð eldri vinar þíns, velurðu erfiðara starfið og ert í fyrstu ekki alveg viss um, hvort þú ræður við það. KYRTILKLÆDDAR STÚLKUR. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég stóð í dyrum Fríkirkjunnar í Reykjavík og sá stúlkur klæddar í hvíta kyrtla með rúnnuðum kraga og að framan voru kyrtlarnir skreyttir rauðum útsaumi. Hvað merkir þessi draumur? Með kveðju. H.M. Þú eignast að öllum líkindum nýja vini, sem munu reynast þér afskaplega vel. Eins getur verið, að þú kynnist nýrri og betri hlið á einhverjum, sem hafa verið þér til ama hingað til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.