Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 2

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 2
sem búsettur er í Jóhannesarborg, prentar fimm tegundir) Ftbl. 39. árg. 20. jan. 1977 Verö kr. 350 GREINAR: 46 Höfuðverkur. Grein eftir Lasse Hessel lækni. VIÐTÖL: 2 Svartir svertingjar og hvítir islendingar. Viðtal við Hilmar Kristjánsson. Svartir s\ og hvítir ís 12 Hamingjusamt fjölskyldulíf er mikilvægast. Viðtal við Sæm- und Pálsson. 16 Svona er lifið þar. Heimsókn á Stúdentagarða Háskóla Isl- ands. SÖGUR: 19 Snara fuglarans. 29.hluti fram- haldssögu eftir Helen Maclnnes. 35 Einstæðingur. 7. og síðasti hluti framhaldssögu fyrir börn eftir Herdisi Egilsdóttir. 36 Gróa. 3. hluti framhaldssögu eftir Eddu Ársælsdóttur. 42 övænt vitni. Sakamálasaga eftir Ellu Griffiths. FASTIR ÞÆTTIR: 9 í næstu Viku. 10 Póstur. 23 Heilabrot Vikunnar. 25 My ndasögublaðið. 38 Stjörnuspá. 40 Á fleygiferð í umsjá Áma Bjamasonar. 44 Meðal annarra orða. 48 Mig dreymdi. 49 Poppfrœðiritið: Ringo Starr. ÝMISLEGT: 6 Fléttaðar mottur — og flíkur. 52 Einar á Esjubergi matreiðir. Hilmar Kristjánsson er mér enn í fersku minni, þar sem hann sat við stórt og hreinlegt skrifborð í for- stjóraskrifstofu VIKUNNAR og reis brosmildur á fætur, og rétti mér hönd sína og bauð mig velkoninn til starfa við blaðið. Mig grunað ekki þá, að hann mundi innan skamms hætta störfum þar og leggja lönd undir fót og hverfa okkur sjónum fyrir fullt og allt, þar sem hann hafði komið sér fyrir í Jóhannesar- borgá suðurodda Suður-Afríku. En þannig varð það, að ég sá Hilmar ekki svo árum skipti, en heyrði þess í stað um hann margar skrítnar sögur, sem ég þó trúði varlega. Ég hafði oft heyrt þó sögu, að hann lifði þar á því góðu lífi að leigja út kvenfólk þarna suður fró. Ég hafði þá hugsað sem svo, að fjári væri hann sniðugur að nýta vel þó eftirspurn, sem vafalaust væri þar á slíkum hlutum sem kvenfólk væri óneitanlega þar. Eða bjuggu þarna ekki að mestu leyti svertingjar? Og þá komu mér i hug dansandi svartir og grimmúðlegir karlar, sem veif- uðu spjótum og skildi, otuðu þvi í allar áttir og görguðu hástöfum. Það var sko engin furða, þótt slikir karlar væru kvenmannslausir, því hvaða kvenmaður mundi þora að koma nálægt þeim með spjótin otandi í allt og alla? En svo fóru málin smátt og smátt að skýrast, sérstaklega þegar ég frétti, að þetta væru allt saman hjúkrunarkonur. Þá fór ég lika betur að skilja Hilmar, því auðvitað vissi hann um lögin, sem bönnuðu mönnum að leigja út kvenfólk, nema á löglegan máta. Svo fór ég að heyra, hvað Hilmar væri óskaplega ríkur. Hann hafði keypt sér einkaflugvél og flaug nú út um alla Afríku, svona bara til að telja filana þar. Svo átti hann í það minnsta eina stóra höll, þar sem hann hafði svarta þjóna á hverjum fingri og i hverju rúmi og hann stráði um sig hundrað-köllum á t.vist og bast, eins og hann ætti prentsmiðjur til að prenta þá eftir þörfum. Já, öllu var trúandi á Hilmar og svertingjana. En einn daginn hrundi allar mínar skýjaborgir, og ég steinlá á jörðinni hérna heima. En þá rakst ég nefnilega á mann niðri í Austur- stræti, sem mér fannst ótrúlega líkur Hilmari, nema hvað þessi var dálítið feitari. Og næsti maður, sem ég hitti, greip í jakkaboðunginn minn og sagði fljótmæltur — Sástu? Sástu Hilmar? Og þá loksins rann upp fyrir mér ljós. Þetta var raunverulega minn gamli góði Hilmar, stofnandi prent- smiðju- og útgáfufyrirtækisins Hilmis hf. o.s.frv., og ég fór að hlaupa. Ég náði í Hilmar, þegar hann var í þann veginn að stíga upp í leigubíl, og spurði hann nú óða- mála, hvort hann væri að fara heim aftur. Hann sagðist ekki fara þangað i Taxi, því það væru svo fáar bensínstöðvar á leiðinni, en... Og þannig fór ég að því að negla hann, þar sem hann bjó hjá móður sinni, Rósu Erlendsdóttur að Miklubraut 15. Og þar tók hann á móti mér nokkru siðar, með sama brosinu og ég mundi eftir á VIKUNNI. Þar bauð hann mér inn, og þar röbbuð- um við saman drykklanga stund, og hann sagði mér mest af því, sem á dagana hafði drifið síðan síðast. Kvenfólk til leigu! Mín fyrsta spurning hljóðaði eitt- hvað á þessa leið: Er það satt, Hilmar, að þú hafir lifað á því góðu lífi, að leigja út kvenfólk þarna... þarna suðri Afríku? Hann svaraði auðvitað sannleik- anum samkvæmt, eins og ég hafði raunar vitað að hann mundi gera. Hann svaraði: — Já. Svo ég brenndi strax á hann : — Er það bara ekki helvíti góður bíssness? Hann svaraði: — Jú. Og ég sagði aumlega: — Já, einmitt það. Hvernig hófst það eiginlega? — Það var nú svosem ósköp einfalt, sagði hann. Ég só þetta fyrirtæki auglýst til sölu í viðskipta- dálki dagblaðs þarna á staðnum og gerði fyrirspurn um það. Og því lauk með þvi, að ég festi kaup á því. Þetta var þá litið fyrirtæki, sem hafði á sinum snærum þjálfaðar hjúkrunarkonur, sem fyrirtækið „leigði” siðan til ýmissa sjúkrahúsa eða jafnvel til einkaaðila þarna á staðnum og tók fyrir þessa þjón- ustu 10% af launum þeirra. — Nú, sagði Hilmar, fyrirtækið stækkaði smátt og smátt hjá mér, því að eftirspurnin eftir hjúkrunar- konum var mikil. Að meðaltali þá1 unnu hjá mér 150 — 200 hjúkrunar- konur, sem ég ráðstafaði svo annað, annaðhvort til sjúkrahúsa eða einkaheimila. Eftir því sem ég kemst næst, þá munu um 6000 hjúkrunarkonur hafa starfað hjá mér lengur eða skemur ó þessu tímabili, sem ég átti fyrirtækið. Þessar stúlkur fékk ég aðallega með því að auglýsa eftir þeim í blöðum hjúkrunakvenna víða um heim. — Var ekki erilsamt að halda öllu þessu starfsfólki til haga? — Ég læt það nú vera. Ég sá samt fljótlega, að best væri að hafa einn ókveðinn samastað fyrir þær allar, og þessvegna tók ég á leigu gamalt sjúkrahús, sem ég lét siðan breyta í einstaklingsibúðir handa þeim. Og þar höfðust þær flestar við og gekk prýðilega. — Svo keyptirðu stórt hús fyrir þig og þína fjölskyldu? — Já, ég keypti nokkuð stórt einbýlishús, um 900m2 að flatarmáli á besta stað í bænum og bjó þar í 3 ár. En allt hefur sína galla, því við komumst að raun um það, konan mín og ég, að við urðum að hafa Svartir strætis- vagnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.