Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 8

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 8
H K mottu. Takið upphafsendann, sveigið hann í hring og stingið bláendanum undir rétt mátulega til að fela hann og festið hann rækilega. Haldið svo áfram að leggja fléttuna hring eftir hring og sauma jaðrana saman á röngunni. Sessan er vitanlega gerð á nákvæmlega sama hátt, en í hana er óhætt að nota Ijósari efnis- ræmur en í gólfmottuna. VESTI OG PILS Það er óneitanlega vanda- samara að flétta flíkur úr ullargarni en engu að síður skemmtilegt til tiibreytingar frá venjulegum prjóna- og saumaskap. I vesti á fullorðna þarf 4 — 8 50 gr hespur eftir stærð, og í pilsið þarf um 16 hespur. Auk þess þarf um hálfan metra af bómullarefni í brvddingar og bönd. Við þessa handavinnu er notað allstórt tré- bretti, sem í eru festir tveir krókar, og á milli þeirra er strengt band, sem fléttunum er brugðið um, en aðferðin sést greinilega á með- fvgjandi mynd. VESTIÐ er saumað saman úr mismunandi löngum fléttum. Axl- arstykkin eru fjögur, og þarf 3—4 fléttur í hvert stykki. Hver flétta er fléttuð úr 6 garnendum 100-180 sm löngum til þess að fá 25—45 sm langa fléttu, en lengdin og fjöldi fléttanna fer vitanlega eftir stærð manneskjunnar, sem vestið er ætlað. i þá hluta, sem koma undir handlegg (2 stk.) þarf 3—6 fléttur í hvorn, hver flétta fléttuð úr 6 garnendum 52 — 110 sm löngum, sem gera 13 — 27 sm langa fléttu. i bakhlutann (1 stk.) þarf 6—10 fléttur, hver flétta fléttuð úr 6 garnendum 92—164 sm löngum, sem gera 23—41 sm langa fléttu. i framstykkin (2 stk.) þarf 3 — 5 fléttur í hvort stk., hver flétta fléttuð úr 6 garnendum 72—136 sm löngum, sem gera 18 — 34 sm langa fléttu. Gæta þarf mikillar vandvirkni við að flétta garn á þennan hátt, svo að fatnaðurinn verði löguleg- ur, og betra er að rekja flétturnar oúar gpp í fyrstu, ef þið eruð ekki fyllilega ánægð með árangurinn. Gangið tryggilega frá þeim að neðan. Einnig þarf að gæta ná- kvæmni við að sauma flétturnar saman og gera það þannig, að sem minnst þeri á saumunum. Nota skal garnið einfalt til að sauma flétturnar saman. Bryddið að neðan með þómullarefni, og gerið sams konar þönd í háls- málið. PILSIÐ er raunverulega gert úr fjórum hlutum, sem hver um sig er gerðurá eftirfarandi hátt: Fléttið 8 fléttur, hverja fléttu úr 6 garnend- um 200 sm löngum, sem gera 68 sm langa fléttu. Fléttið 4 fléttur, hverja úr 6 garnendum 190 sm löngum, sem gera 59 sm langa fléttu. Fléttið 3 fléttur, hverja úr 6 garnendum 160 sm löngum, sem gera 40 sm langa fléttu. Saumið löngu flétturnar saman ofan frá og 9 sm niður, aukið þá meðalstóru fléttunum inn á milli 1. og 2., 3. og 4., 5. og 6. og 7. og 8. fléttu af lengstu gerðinni, saumið þessar saman á jöðrunum, þar til mælast 28 sm að ofan, en þá er minnstu fléttunum aukið inn á milli 2. og 3., 4. og 5. og 6. og 7. fléttu af lengstu gerðinni. Ef ykkur finnst þetta ruglingslegt, þá skuliö þið teikna þetta upp á blað, og þá skiljið þið þetta undireins. Þannig eru öll fjögur stykkin gerð hvert fyrir sig og pressuð, áður en þau eru saumið saman. Hafið 10 sm klaufar, þar sem stykkin mætast að ofan, fléttið fjórar stuttar fléttur og aukiö í klaufarnar, lokið klaufinni að aftan með krókum, svo auðvelt sé að komast í pilsiö og úr því. Bryddið að ofan og neðan með þómullar- efni og hnýtið saman í mittinu að aftan. GJAFRJÖRUR Mikið og vandað vöruúrval. Handskorinn, mótaður og litaður kristall. Glervörur — Onix vörur — Keramik styttur og margt fleira. Ef þig vantar gjöf, líttu við í TÉKK-KRISTAL. Vörur fyrir alla. — Verð fyrir alla. ii i 8 VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.