Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 39
Gróa »
aðeins þriggja ára og Nursie annast
hana ásamt móður þeirra.
Þau voru að spila við börnin,
en Jolly litla, sem ekki kann að spila
rellaði og óþekktaðist, þar til Nursie
stakk upp á því, að þau færu að
syngja. Það hlaut góðar undirtekt-
ir og þau sátu öll saman og sungu
barnagælur, um töfradrekann Puff
og svertingjana, sem tína fullan
sekk af bómull,og ótalmörg önnur
lög.
Allt í einu hætti Cora May að
syngja og snéri höfðinu að dyrun-
um. Þær opnuðust og stórvaxinn
maður kom í gættina.
,,Emil frændi, Emil frændi,”
hrópuðu börnin og þustu af stað.
Þetta er í fyrsta sinn, sem Gróa
sér Emil van Gorek. Hún hefur oft
heyrt um hann talað. Hann var
giftur systur fr.. Palmei en hún
dó úr inflúensu 1918. Skömmu eftir
dauða hennar fór van Gorek til
Evrópu með einhverri samninga-
nefnd og síðan hefur hann starfað í
utanríkisþjónustunni.
Nú er hann kominn i heimsókn til
systur konu sinnar og barna henn-
ar. Gróa hefur aldrei séð jafn glæsi-
legan mann. Hann er hár vexti en
grannur og ber sig vel. Föt hans eru
fullkomin bæði efni og snið, og af
karlmannlegu andliti hans lýsir
friður og góðmennska.
Hann krýpur á gólfinu og faðmar
börnin að sér. Þau hrópa og tala
hvert upp í annað og gleðin lýsir af
þeim. öll vilja þau komast upp í
fangið á honum og velta honum
næstum í ákafanum.
„Svona, svona,” segir hann og
fórnar höndum. „Eitt i einu að
kyssa gamla frænda. Verið nú stillt
og þá fáið þið að sjá í stóru tösk-
una mína.”
Þessu er tekið með miklum fagn-
aðarlátum. Drengirnir og van Gor-
ek snarast fram á ganginn og koma
inn með stóra ferðatösku, þakta
hótelmiðum.
„Hvað er í töskunni, Emil
frændi?” spyrja börnin.
Hann opnar töskuna og þau troða
sér næstum ofan i hana af ákefð.
Upp úr töskunni koma fegurstu
munir, sem börn geta hugsað sér.
Drengirnir fá skip og skrautlegar
myndabækur, Jolly stóra brúðu og
Cora May spiladós, sem leikur
jólalggið um nóttina hljóðu og
helgu.
Þegar börnin eru oröin róleg og
niðursokkin að skoða leikföngin sín,
sest van Gorek hjá Gróu og Ashton.
Hann brosir blitt til Nursie og spyr,
hvort hún hafi þann kjark að fara
niður í eldhús og ná í kaffi handa
þeim. Nursie kann greinilega vel að
meta hr. van Gorek, því hún brosir
á móti og fer umyrðalaust niður.
Þá er það, að Derek Ashton tekur
til máls:
„Mér finnst,” segir hann, „að
maður, sem þjálfaður er i utan-
ríkisþjónustunni, ætti að kunna sig
betur en svo, að snúa máli sínu
fyrst til svartrar vinnukindar, þeg-
ar siðmenntað fólk er nærri.”
Van Gorek horfir nokkra stund
undrandi á unga manninn, svo
rekur hann upp skellihlátur. Þegar
Gróa sér, hve Ashton verður
vandræðalegur getur hún ekki að
sér gert, en skellir lika upp úr.
Ashton horfir á þau stundarkorn,
særður og reiður á svip, sprettur
svo á fætur og þýtur út.
Þau hætta að hlæja og Gróa
finnur til vorkunnar með Ashton.
„Vesalingurinn,” segir hún.
„Það er ljótt að hlæja að honum.”
„Ö já,” segir van Gorek. Svo
bætir hann brosandi við, um leið og
hann réttir Gróu höndina: „Svo ég
fari nu' að ráðum þessa vinar
okkar; ég er Emil van Gorek, og þér
þykist ég vita, eruð Miss Olson.”
Cora May kemur til Gróu með
spiladósina og sest í kjöltu hennar.
Gróa leggur handleggina utan um
litlu stúlkuna og hallar henni að sér.
Veitingabúð Cafeteria
Suöurlandsbraut2 Sími 82200