Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 18

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 18
H fengið lán. Lánin voru auðvitað alveg út i hött áður fyrr, en nú eru þetta einhver óhagstæðustu lán, sem hægt er að taka hér á íslandi. — Sóttuð þið um námslánV — Já, við erum búin að fá lán. Við fengum 230 þúsund og það á að duga okkur fram i febrúar. — Hvað reiknið þið með að þurfa á miklu fjármagni að halda þetta skólaár? — Við þurfum alveg jafn mikið og venjuleg fjölskylda, og svo eru bækurnar mjög dýrar. Við þurf- um aldrei minna en svona niu hundruð þúsund krónur. — Hvernig finnst þér aðstaða til náms hér í H. í. Snorri? — Hún er ekki nógu góð í líffræðinni. Kennslan fer fram á hinum og þessum stöðum í bæn- um. og það er leiðigjarnt að þurfa að flækjast mikið á milli. — Hvað finnst ykkur um Matsölu stúdenta? — Við notum hana ekki, svo að við getum ekki dæmt hana. Maturinn er samt nokkuð dýr þar. — Hvernig er félagslífið hérna? — Það er ekkert yfir því að kvarta. Nemendur skapa félags- lífið sjálfir og geta þvi sjálfum sér um kennt, ef því er eitthvað ábótavant. Annars er svo mikið að gera hjá barnafólki eins og okkur, að við höfum lítinn tíma til þess að sinna félagslifinu. — Er eitthvað i H.Í., sem þið viljið breyta? — Húsnæðisskorturinn á staðnum er tilfinnanlegur. Það vantar lika barnaheimili. — Já, hvernig ’-'er það með barnagæslu? Er ekkert barna- heimili á vegum Háskólans? — Nei, það er ekkert barna- heimili hér á staðnum, og það er mjög óhentugt, en það eru engir peningar til í slíkt. Við vorum svo heppin að koma syni okkar á Valhöll, barnaheimili Sumargjaf- ar, sem er hérna stutt frá, en það eru margir í vandræðum vegna þess hve erfitt er að fá pláss á barnaheimilunum. — Hvað kostar að hafa barn á barnaheimili? — Við þurfum að greiða 12 þúsund krónur á mánuði. — Hvað hafið þið svo hugsað ykkur að gera, þegar þið hafið lokið námi? — Við förum ef til vill í fram- haldsnám erlendis. Annars sjáum við nú til hvernig gengur. — Viljið þið koma einhverju á framfæri að lokum? — Okkur finnst, að ríkið mætti styðja betur við bakið á háskól- anum. Þetta er þannig stofnun, að hún ber sig aldrei almenni- lega nema svo sé. Nú svo erum við mjög ánægð með að fá að búa hér á Garði. Hér látum við staðar numið að sinni. Vikan þakkar viðmælend- um sínar góðar móttökur og óskar þeim velfarnaðar í náminu. A.Á.S. Umboðsmenn SÍBS íReykjavíkog nágrenni Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130 Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665 Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Félagið Sjálfsvörn, Reykjalundi, Mosfellssveit Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16, Garðahreppi, sími 42720 Sigríður Jóhannesdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 3, Hafnarfirði, sími 50045. Happdrætti Iv Auknir A möguleikaralltB 18VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.