Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 7
Það er enginn vandi að flétta.
Flestir kunna það, og allir geta
lært það. Öll fjölskyldan getur
sameinast um að flétta
mottur og sessur úr
efnisafgöngum,
og ef einhvern langar
að gera sér ullarflík,
en nennir ekki að prjóna,
þá er ekki úr vegi að prófa
að flétta garnið.
r mottur
Það er ofur auðvelt að flétta
mottu eða sessu, og við það fæst
kjörið tækifæri til að nýta gamlan
fatnað, sem alltaf er leiðinlegt að
fleygja.
Nauðsynlegt er að eiga til nóg
efni, áður en byrjað er að flétta.
i mottu, sem er 100—120 sm að
ummáli, þarf u.þ.b. 2 kg af efni,
þ.e. ræmum til dæmis skyrtum
olússum, gluggatjöldum, pilsum
og fleiru. í sessu, sem er 300 — 330
sm að ummáli, má reikna með, að
þurfi ekki minna en 310 gr.
Ullarefni, bómull og silki eru best
saman.
Tínið saman allt, sem til greina
kemur að nota, og þvoið. Það er
mikilvægt, að efnið sé hreint.
Sprettið upp saumum og klippið
frá allt, sem ónothæft er. Ræm-
urnar, sem fléttaðar eru saman,
þurfa alls ekki að vera jafnlangar,
en þær þurfa að vera að minnsta
kosti 50 sm langar og 7—10 sm
breiðar, en breiddin fer eftir þykkt
e^nisins.
Veljið nú saman þrjár ræmur,
leggið þær hverja ofan á aðra og
saumið saman, þannig að rétta
efnisins snúi upp og að ykkur, og
byrjið svo að flétta. Ef þið eruð
ekki ánægð með útkomuna í
fyrstu atrennu, þá prófið bara
aftur, þar til fléttan er sæmilega
jöfn og falleg. Þegar þið hafið
fléttað til enda, þá saumið þið
næstu ræmur við endana og
fléttið áfram.
Þegar fléttan er orðin 3 — 4
metrar á lengd, er rétt að byrja að
sauma hana saman í hringlaga
3. TBL. VIKAN7