Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 12
Hamingjcisamt
fjölskyldulíf
cr
mikilvorgast
Sæmi rokk er hann Sæmundur
Pálsson lögregluþjónn oft kallaður,
og það hefur verið sagt um hann,
að hann sé eini , ,náttúrurokkarinn’ ’
á íslandi, eins og danshúsagestir
víða um land hafa líklega sannfærst
um. En hann er ekki eingöngu þekktur
fyrir að rokka eins og náttúrubarn,
heldur muna flestir eftir honum
sem dyggum lífverði Fischers á meðan
einvígi þeirra Spasskýs stóð yfir
hér um árið. Sæmundur hefur alltaf
verið bindindismaður á áfengi og
tóbak og hefur ákveðnar skoðanir
á hinum ýmsu málefnum, eins og fram
kemur í viðtali við hann hér á eftir.
Sæmundur byr við Sörlaskjól í
Reykjavík, og þangað heimsóttum
við hann einn sunnudag, en einmitt
kvöldið áður hafði hann dansað ,,á
fullu” ásamt Diddu í Festi i Grinda-
vík, svo að vart trúðu þeir sem sáu,
að þar dansaði fertugur maður.
Eiginkona Sæmundar, Ásgerður
Ásgeirsdóttir, sagðist vera dugleg
að fara með honum á dansstaðina
og hafa gaman af. Hún var aðeins
17 ára gömul, þegar hún giftist
Sæmundi og þá með forsetaleyfi,
þar sem hún var undir lögaldri. Þá
var Sæmundur 21 árs, og nú eiga
þau hjón fjögur börn, 3 dætur og
einn son.
Sæmundur er alinn upp í Reykja-
vík og var polli á stríðsárunum,
bjó i Höfðaborginni ekki langt frá
hermannabröggum og ty ggigúmmíi,
enda sagði hann, að minningarnar
frá bernskuárunum væru
tengdar alls konar ævintýrum.
Hann byrjaði snemma að iðka
iþróttir og gekk kornungur í stúku.
Sá mikið af slags-
málum og veseni
— Hvemig stóð á því, að þú fórst
i stúku?
— Ég kynntist ungur þeim
vandamálum, sem oft fylgja vín-
drykkju. Margir jafnaldrar mínir og
leikfélagar fóru mjög illa út úr
drykkju og nokkrir urðu hálfgerðir
vesalingar. Ég sá mikið af slags-
málum og veseni í sambandi við
fylliri svo að ég tók þá ákvörðun,
áður en ég varð 15 ára gamall, að ég
skyldi aldrei smakka svona glundur
Ég hafði aftur á móti alveg sérlega
gaman af að dansa á böllum og var
iðinn við að sækja böllin í Gúttó,
Þórskaffi, Iðnó við Tjörnina og
Breiðfirðingabúð. Svo langaði mig
til þess að Iæra að dansa og byrjað
að sækja tímá hjá Rigmor Hansen.
Ég dansaði þar af brennandi áhuga,
og ekki leið á Iöngu áður en ég var
farinn að sýna dans við ýmis tæki-
færi, og svo endaði ég með því að
kenna með Rigmor. Þá var ég innan
við tvítugt og jitterbug dansinn
var nr. 1, 2 og 3, enda var það fyrsti
dansinn, sem ég keppti í. Sú keppni
fór fram í gamla Listamannaskál-
anum, og heldur varð ég aftarlega á
merinni í úrslitum þeirrar keppni.
Seinna keppti ég í tangó. Það var
sama vetur og Hermann Ragnar
kom heim frá dansnámi í Danmörku
og hann vann að sjálfsögðu, enda
engar smásveiflur eða snúningar
sem hann framdi á gólfinu í það
skiptið.
Þá fór fólk á ball
til þess að dansa
— Þú hefur þá ekki fengið tæki-
færi til að njóta þín almennilega
fyrr en rokkið kom til sögunnar?
— Mér hefur nú alltaf fundist ég
njóta min þegar komið er út á dans-
gólfið, hvort sem dansaðir eru nýju
eða gömlu dansarnir. En svo kom
rokkið, og ég varð frá mér numinn.
Þá kynntist ég Guðlaugi Bergmann
eða Gulla i Karnabæ, sem var mikill
rokkari og góður dansari og lengi
rokkuðum við á böllum út um allt
land. Rokkinu fylgdi mikil stemmn-
ing og fjör, og böllin voru miklu
meira lifandi þá en núna. Þá fór fólk
á ball til þess að dansa, en ekki bara
til þess að standa úti á gólfi og
hreyfa sig eitthvað í mjöðmunum
eins og algengt hefur verið undan-
farin ár. Ég er ánægður með, að
rokkið er aftur að ná vinsældum.
— Hefur konan þín ekkert á móti
því að þú skemmtir á böllum?
— Nei síður en svo.
— Hvað finnst þér um, að hjón
skemmti sér sitt í hvoru lagi?
— Mér finnst, að hjón ættu að
gera sem minnst af því. Þótt farið
12VIKAN 3. TBL.