Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 19
SNARn
FUGL-
ARANS
„Ég rétt sá framan í hann, en svo
snéri hann sér undan. Sem snögg-
vast fannst mér ég hafa séð þennan
vangasvip áður, þegar ég heimsótti
Prag fyrir tveimur árum. En ég held
þó ekki. Það er óhugsandi.”
„Gœti þetta hafa verið Jiri
Hrádek?” spurði Golay.
„Hrádek?” sögðu David og Jo
einum rómi.
„Þetta var þá Hrádek?” sagði
Weber. Undrun hans snérist upp í
kæti. „Og þér þekktuð hann. Þá
höfum við heldur betur fengið á
öngulinn.”
„Ég þekkti hann af mynd, sem
eg hef séð af honum. Hún er
nauðalik honum.”
Weber brosti nú ekki lengur. „En
það er ekki nóg. Þér þarfnist
staðfestingar minnar á þvi og hana
get ég ekki veitt yður. Ég sá ekki
manninn nógu greinilega til þess að
geta lagt eið út á að þetta hafi verið
Jiri Hrádek.”
„Þetta,” sagði Golay, „eru einu
sannanirnar, sem Thomon ofursti
mun þarfnast.” Hann dró upp
kveikjarann, hélt á honum andartak
en setti hann svo aftur í vasa sinn.
„Myndavél?” sagði David, „með
infrarauðri filmu...” Hann gat ekki
varistbrosi. Krieger, hugsaði hann,
hefði átt að sjá þessu bragði beitt.
Frammistaða höfuðsmannsins hefði
hrifið hann. Krieger. David brosti
nú ekki lengur. Krieger hefði
átt að vera kominn hingað núna."
„Jæja,” sagði Golay, „égþarf að
senda örstutt skilaboð. Eftir það
get ég ekið ykkur héðan. Ég get
farið með ykkur til Ziirich.”
„Æ, nei,” sagði Jo lágt.
„Samaden,” sagði Weber, „held
ég að sé betri staður. Þangað er
ekki svo langt. Ég held að ungfrú
Corelli myndi fremur kjósa það. ”
Ungfrú Corelli, hugsaði Jo, vill
helst ekkert fara. Hún horfði á
David, en hann var djúpt niður-
sokkinn í eigin hugsanir.
„Við förum ekki til Samaden í
kvöld.” Höfuðsmaðurinn var
ákveðinn. Hann hafði góðar og
gildar ástæður fyrir þessari ákvörð-
un sihni, en hann lét þær ekki uppi.
Bohn hafði gloprað út úr sér nafn-
inu St. Moritz. Þetta voru
mistök, sem oft hendir vana lygara,
þegar þeir eru að reyna finna afsök-
un fyrir athæfum sínum. Þeir
skreyta lygarnar með fáeinum stað-
reyndum. Kvöldverður i St. Moritz.
Já, þar ætlaði Bohn að láta sjá sig í
kvöld. Að hann skyldi hafa minnst
L Innsbruck var líka áhugavert.
Hann hlaut að hafa komið þar við
og vitað að auðvelt myndi vera. að
rekja slóð hans þangað. Það var
skýringin á þessu sannleikskomi.
En á hinu áttaði hann sig ekki,
og það voru líka mistök, sem lyg-
urum verður á, en það er, að ein
staðreynd leiðir til annarrar. Við
vitum þess vegna að flugvél sú, sem
Hrádek kom með lenti í Innsbruck.
Þaðan er hægt að rekja flug hennar
til Sviss. „Samaden,” útskýrði
Golay, „verður fljótt undir ströngu
eftirliti. Best er að gera ekki málið
flóknara en það er.” Né, hugsaði
hann, kærum við okkur um, að þið
þurfið að standa augliti til auglitis
við einhverja af blóðhundum Hrá-
deks. Hrádek hlyti að skilja eftir
einn af mönnum sínum til þess að
fylgjast með framvindu mála.
„Ákveðið hvert þið viljið fara,”
sagði Golay,, ,og látið mig vita áður
en þið farið.” Hann kvaddi Jo á
hermannavísu og flýtti sér í burtu.
„Jæja?” sagði Weber.
„Hafið engar áhyggjur af okk-
ur," sagði David. „Við getum gist
hér í nótt.” Þetta var það síðasta
sem hann langaði til, en Jo var ekki
ferðafær. Og svo var það Krieger.
„Krieger sagðist hafa pantað tvö
herbergi einhvers staðar hérna.”
David svipaðist um annars hugar.
Hann var dauðuppgefinn, en samt
myndi hann vilja fara hvert á land
sem vera skyldi aðeins til þess að
þurfa ekki að hafa þetta hús fyrir
augunum. Hann horfði nú á það og
sá Golay höfuðsmann hlaupa upp
tröppurnar. Þetta var húsið, þar
sem Irina hafði horfið út úr lífi
hans.
Weber létti stórum. „Það var
svei mér heppilegt. Gistihúsið hefur
ekki yfir mörgum herbergjum að
ráða. Ég skal vísa ykkur leiðina.”
Hann tók undir handlegg Jos til
þess að koma henni úr sporunum.
„Það er ekki langt undan, stendur
rétt handan við húsið, sem Krieger
fékk að láni fyrir fundarstað.”
„En hvar er Krieger? spurði Jo.
, ,Da\'e, hvað hefur kon.ið fyrir
Krieger?”
,,Ekkert,’’ sagði Weber ogbrosti.
„Hann mun koma og verða ösku-
reiður yfir þvi, að hann skyldi missa
af öllu gamninu. En það er engin
ástæða til þess að "tanda hér.
Hr. Krieger veit hvar gistihúsið
er.”
Jo labbaði af stað. Ekkert getur
hafa komið fyrir Krieger, sagði hún
við sjálfa sig, ekki Krieger. En
hvers vegna hafði Dave ekki ansað
henni? Hann starði niður eftir vug-
inum, eins og hann væri að vona að
hann kæmi auga á Chryslerinn þá
og þegar. „Dave,” kallaði hún.
,,Hann er að koma,’’ sagði Weber
og hvatti hana til þess að halda
áfram. David rölti á eftir þeim.
Jo langaði mest til þess að æpa1.
„Hafðu engar áhyggjur. Irina
er óhult.” Nei, best var að minnast
ekki á Irinu núna eins og á stóð.
David gekk framhjá húsinu og
þar tók við hár steinveggur, þannig
að tröppurnar sáust ekki úr þeirri
átt. Hann óskaði þess innilega að
þessi veggur gæti máð út minn-
inguna um Irinu, þar sem hún stóð í
miðjum þessum sömu tröppum,
hikandi, eins og hún væri að biðja
hann um að veita sér styrk. Er ég að
gera hið rétta, er það þetta sem þú
vilt? virtist hún vilja segja. Og
hann hafði svarað með brosi og
veifað til hennar, en svo var hún
horfin. Á morgun eða hinn dag-
inn gæti hann leyft sér að hugsa til
hennar. I kvöld var hann enn í
sárum.
Hann gekk eftir hrjúfum vegin-
um og reyndi að telja sjálfum sér
tnj um, að sama staðan kæmi ekki
upp aftur og aftur i manntafli lífs-
ins. Þó þau Irina hefðu hist og orðið
að skilja tvívegis, myndi það ekki
endurtaka sig í þriðja sinn. Ný
hugsun skaut upp í kolli hans. í
þetta sinn áttir þú völina. Þannig
hafði því ekki verið varið í Vin fyrir
sextán árum. Þá átti hann engra
kosta völ og gat ekki barist við
neinn. Þar réðu óræð öfl utan seil-
ingar sem voru nógu sterk til þess
að . eita lífi hans i annan far\’eg en
hann sjálfur kaus. En nú var hann
ekki hjálparvana. Hann vissi við
hvern var að etja og á hverju hann
mátti eiga von. Og þess vegna gat
hann barist. Eða hann gat að
minnsta kosti reynt það. Jiri
Hrádek... í honum bjó hin raun-
verulega ógnun við framtíð Irinu.
Ekki í föður hennar. né skyldu-
rækni eða tilfinningasemi. Jir;
Hrádek.
Weber beið hans í dyrum gisti-
hússins en það líktist i flestu öðrum
húsum í þorpinu, nema þar var ljós í
gluggum og lítið skilti yfir dyrunu-
um. „Ungfrú Corelli er farin upp til
sín. O, ekki fyrir fullt og allt. Hún
þurfti að laga sig til. Ég held að hún
hafi orðað það svo. Fyrir kvöld-
verð, þér skiljið.” Weber brosti
þegar honum varð hugsað til Jo.
„Eftirtektarverð kona og mjög
falleg. Finnst yður það ekki?”
„Bíðið þangað til hún er búin að
laga sig til,” sagði David. „Þá
munu augu yðar standa á stilk-
um.”
Weberhló. „Bæði augun?” Þetta
var annað amerískt orðatiltæki i
safn hans. En hitt var mikilvægara
að Mennery virtist vera að ná sér.
Ekki til fulls, en nóg til þess að láta
sér ekki vaxa i augum ömurlegan
kvöldverð, án hressilegra sam-
ræðna. Það er hægt að miðla öðrum
af gleði sinni, hugsaði Weber. en
sorgina ber hann einn. Hann klapp-
3. TBL. VIKAN 19