Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 22

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 22
Hvaða skilyrði skyldi þurfa að uppfylla, þegar fyrirtœki eru skráð í firmaskrá? Þau eru áreiðanlega ekki flókin né óyfirstíganleg. Að minnsta kosti virðast nafngiftunum engin takmörk sett. Ég hef oft furðað mig á því smekkleysi og ófrumleika, sem virðist talsvertráðandi í nafngiftum fyrirtœkja, einkum verslana af ýmsu tagi. Áþndanförnum árum hafa til dæmis tískuverslanir þotið upp eins og gorkúlur, og nafngiftir þeirra vil ég nú bara kalla pjatt og prump: Bonaparte, Casanova, Garbo, Emmanuelle, Traffic. Af hverju þessi útlendu pjattnöfn? Og svo eru alls kyns undarlegheit, eins og Faco, Nova, Capella, Ciro, Víva, Domus, Amaro, og skrípanöfn á borð við Bimm Bamm, Bella, Loly, Bessí, Ransí, Sísí, Dódí, og Dídó. Hápunkturinn er þó liklega Kyss-kyss. Og ekki voru þeir betri hér áður fyrr, þegar þeir skýrðu verslanir sínar Pfaff og Vogue eða slettunöfnum eins og Hamborg, London, Liverpool, Edinborg. Og ekki voru þeir betri hér áður fyrr, þegar þeir skirðu verslanir sinar Pfaff og Vogue eða slettunöfnum eins og Gardínubúðin og fleira af því tagi. Auk þess kann ég illa við notkun erlendra borgarnafna, eins og Hamborg, London, Liverpool, Edinborg. Ekki batnar það heldur, þegar greinilega á að vanda sig: Bifreiðar og landbúnnðarvélar heitir virðulegt fyrirt.æki, en eins og allir vita, er bifreið i nefnifalli fleirtölu bifreiðar, og nafnið fær þvi ekki staðist málfræðilega. Sem betur fer eru ekki öll fyrirtæki heitin leiðindanöfnum, og ég nefni sem dæmi nöfn nokkurra verslana, grípin af handahófi upp úr simaskrá: Karfan, Kerið, Krónan, Faldur, Dyngja, Drífa, Lundur, Nálin, Hof, Geysir, Grund, Skemman, Útilif. Svona mætti raunar lengi telja, en það þjónar ekki tilgangi. Þó vil ég a) viðbótar nefna tvö verslanaheiti, sem mér finnst snjöll, hvort á sinn hátt. Annað er Buxnaklaufin, en mér skilst reyndar, að það nafn fari i taugarnar á mörgum. Mér finnst það sniðugt. Það sker sig úr nöfnum fiestra hinna nýrri tískuverslana og vekur óskipta athygli i auglýsingum, þótt ef til vill sé ekki hægt að segja, að nafnið sé fallegt. Það er aftur á móti nafnið Völuskrín, sem ég tel eitthvert best heppnaða nafn á verslun, sem ég man eftir. Það er bæði fallegt og myndarlegt og vísar til vörunnar, sem þar er á boðstólum. Er útilokað að reyna að sporna gegn ósmekklegum nafngiftum fyrirtækja? Er ekki hugsanlegt að setja einhver skilyrði, sem uppfylla verði til þess að fá fyrirtæki skráð? Mér finnst satt að segja lágmark, að nöfn fyrirtækja séu íslensk og skiljanleg hverjum sem er. Meðal annami orða K ofraun að stíga yfir slitinn þrösk- uldinn og inn í hlýjuna. 25. David svaf i fjórtán klukkustund- ir samfleytt. Hann vaknaði í ein- kennilegu herbergi með gluggum, sem vissu út að fjöllum, sem voru honum með öllu ókunn. Hvar í fjár- anum er ég staddur, hugsaði hann. En svo mundi hann það. Hann skreiddist fram úr rúminu og leit á úrið sitt. Það hlaut að hafa stansað rétt fyrir miðnætti, hugsaði hann, en samt heyrði hann tif þess. Að lítilsháttar þreytu í kringum axlirn- ar undanskilinni og stirðleika i baki leið honum ágætlega. En svo heyrði hann raddir, margar raddir er blönduðust, óskilj- anlegt skvaldur. Hann gekk yfir að glugganum. Fyrir neðan sá hann fimm, sex borð, sem voru óðum að verða þéttsetin. Þeim hafði verið slegið upp úti á grasflöt, sem endaði þar sem akrarnir tóku við og dalur- inn teygði úr sér alla leið að fjalls- rótunum. Hann var staddur í eystri hluta þorpsins og þarna i dalnum fyrir neðan hlaut' þyrilvængjan að hafið sig til flugs i gærkvöldi. Hann horfði út yfir dalinn dágóða stund. ,,Dave.” Röddin var fjarlæg, en þetta var Jo. Hún rétti upp hönd- ina til þess að draga að sér athygli hans. Hún sat ásamt Weber fjærst á grasflötinni. Þriðji stóllinn var við borðið og honum hafði verið hallað fram á borðbrúnina. Jo benti á stólinn og gerði honum skiljan- legt að hann ætti að koma undir eins. Hann skildi bendingu hennar og lét ekki segja sér það tvisvar. Hann rakaði sig og fór í steypi- bað og klæddi sig eins fljótt og hann mögulega gat. Hann hafði algjör fataskipti. Weber átti heiður- inn af því að hafa komið ferða- tösku hans og rykfrakka upp á her- bergi í gærkvöldi og einnig ferða- tösku Jos. Bilnum hafði verið komið fyrir í bilageymslu eða kannski öllu heldur á stalli, svo hann væri ekki fyrir þarna á torg- inu. Og það var líka eins gott, ef marka mátti sunnudagsgestina, sem voru að keppast við að ná sér í sæti við borðin. Nú hlutu að hafa borist einhverjar fréttir, hugsað hann. Góðar eða slæmar. David fór um brattan en stuttan stíg er lá upp á grasflötina, sem var nú yfirfull af soltnum ferðamönnum sem virtust hafa meiri áhuga á matnum en útsýninu. Jo og Weber litu skinandi vel út. Hún var spari- klædd í hvítri peysu og hvítum buxum. „Þú lítur svei mér vel út í dag,” sagði hann þegar hann kom að borðinu. En þó var eins og eitt- hvað brothætt í andliti hennar, líkt og hún væri í þann veginn að falla saman. Weber var sallarólegur. Hann var í þunnum sumarfötum, tandurhreinni skyrtu og með snot- urt bindi. Framkoma hans var eins hnökralaus og ótrufluð og andlit hans. David settist niður og reyndi að virðast kærulaus. „Nokkrar fréttir?” ,,Já, fáeinar orðsendingar,” sagði Weber. ,,En ég held að við ættum ekki að ræða það nánar hér. Við skulum fyrst fá okkur eitthvað að borða og svo...” „Nei,” sagði David. „Við skul- um bara tala lágt.” „Allir virðast hvort eð er svo uppteknir við að háma í sig kálfa- kjötið,” sagði Jo og leit í kringum sig. Hún var að reyna að taka gleði sína á ný, en það gekk ekki of vel. „Eru slæmar fréttir?” spurði David. „Nei, að mestu góðar.” Weber sótti nokkur skeyti í vasa sinn. „Þessi skeyti komu í morgun.” „Fyrir alla muni,” sagði Jo, „segið honum fréttirnar af Irinu fyrst. Hitt getur beðið þangað til hann hefur pantað morgunverð. Hún er komin í örugga höfn, Dave.” „Hérna er skeytið hennar.” Web- er dró eitt úr bunkanum og rétti David. Astarkveðjur, biddu mín ávallt. „Það barst ásamt skeyti frá McCulloch,” sagði Weber. „Hann er kominn til Genfar.” Hann fékk David það lika. Allt í lagi. Komin á áfangastað. Engir erfiðleikar. Vonast til þess að sjá þig fijótt. Til hamingju og bestu þakkir. Hugh. Weber rétti honum þriðja skeyt- ið. „Þetta barst ásamt hinum tveimur. Þau eru öll timasett í gær, rétt fyrir miðnætti.” lrina mun þá hafa verið komin í örugga höfn á miðnætti. En hvar? hugsaði David. Hann leit á skeytið. Það var stutt og óundirritað eins og Irinu hafði verið. Það hljóðaði svo. Ég er yður mjög þakklátur. Vonast til að ég muni kannski hitta yður. „Ég hélt,” sagði Weber og var í senn kurteis og forvitinn, „að þetta væri ef til vill frá Kusak sjálfum. Erþað?” „Já, við höfum aldrei hist.” David hafði fullt vald á svipbrigð- um sínum. Muni kannski hitta. Ekki muni hitta. Mismunurinn á þessu tvennu angraði hann. Kusak var ekki viss. Einmitt þetta hafði David óttast. Þó mótti hann eiga von á þessu. Kusak vildi hafa Irinu í felum. Hann óttaðist um öryggi hennar. Hrádek var hin stöðuga ógnun. David stundi þungan. Jæja, en nú var þetta undir Golay höfuðs- manni og ofurstanum komið. „Dave, við skulum panta eitt- hvað,” sagði Jo. „Þú borðaðir frekar lítið i gærkvöldi.” Framhald I næsta blaði. 22VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.