Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 36

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 36
Ný framhaldssaga cftir íslanskan höfund Aldrei lœtur Gróa öllu vita af tilfinningum sinum. þegar frænkan trúir henni fyrir leyndarmálum sínum. Foreldrar öllu eru á móti þessum ráðahag, þau hefðu frekar kosið Kjeld fyrir tengdason t>eim þvkir Kaj flöktandi og óákveðinn, enda er hann aðeins tvítugur. Alla hefur þvi engan til að trúa fyrir málum sínum nema Gróu. Og Gróa er þolinmóður hlustandi. Þeg- ar bréf taka að berast. frá Kaj les Alla upphátt fyrir Gróu úr þeim og spyr hana. hvort hún haldi ekki, að Kaj elski sig einlæglega og af öllu hjarta. Gróa efast ekkert um það, en í einrúmi á kvöldin grætur hún í koddann. Haustið 1916, þegar Gróa er átján ára fer hún ein síns liðs til St. Paul í Minnesotafylki í Banda- rikjunum. Þar hefur nýlega verið stofnaður skóli fyrir kennara blindra og daufdumbra. Gróa hugs- ar sér að eyða ævinni við kennslu slíkra barna. í skóla Harrishjónanna likar Gróu vel. Hún eignast nýja vini og er full áhuga fyrir verkefni sinu. 1 friðsældinni í St, —Paul er ótrúlegt að hugsa til þess, að úti í heimi geti verið stríð og ungir menn séu sendir i hópum frá heimilum sínum til að drepa jafnaldra sína og deyja sjálfir. Það er stutt að skreppa heim til Winnipeg í fríum. Þá fær Gróa stundum fréttir af Öla og öðrum kunningjum, sem á vígvöllunum dvelja. Eitt sinn er hún kemur heim er Alla döpur og niðurdregin. 1 ein- rúmi trúir hún Gróu fyrir því, að hún hafi ekkert heyrt frá Kaj í langan tima. Mor Jensen hafði fengið bréf frá Kjeld, en þeir bræð- urnir höfðu orðið viðskila og Kjeld vissi ekki, hvar Kaj var niðurkom- inn. Gróa reynir að hughreysta frænku sina, en hún finnur að orð hennar megna einskis. Alla er sann- færð um, að Kaj sé annaðhvort fall- inn, eða fangi Miðveldanna. í hjarta sínu finnur Gróa næstum til fagnaðar við hvarf Kajs. Hún skammast sin, og hugsar: „Getur verið, að ég sé slikt óhræsi, að fyrst ég mátti ekki fá hann, þá finn- ist mér bara gott ef hún fær hann ekki heldur. Og hún skammast sín fvrir þessar hugrenningar, reynir að bægja þeim frá sér, en svona er það. Annars er minningin um Kaj óneitanlega tekin að dofna í huga Gróu. Það er líkast þvi, að hugsa heim til íslands, eitthvað fallegt og gott, en hálfóraunverulegt, eins og ljúfur draumur, sem hún kærir sig ekki um að vakna af. í dagsins önn gleymast Gróu slik hjartans málefni og hún hefur miklc. ánægju af því, þegar hún fær að reyna sig við kennslu barnanna i skólanum, sem eru víðsvegar að úr Bandarikjunum og Kanada. Það er ómetanlegt að sjá þessi litlu börn læra að skynja og tjá sig, sjá hugi þeirra ópnast fyrir umheiminum, sjá blint barn lykta af blómi, og strjúka næmum fingrum um blöð þess og fylgjast með barni, sem aldrei hefur heyrt, er skilningur þess opnast fyrir orðum og merk- ingu þeirra. Á hverjum degi eiga slík smákraftaverk sér stað og þau eru dýrmætar gjafir þeim er vitni verða að. Sum barnanna eru bæði blind og heyrnarlaus. Alla ævi hafa þau lifað i myrkri og þögn, en er skilnings- glæta kemst inn í huga þeirra og þau skilja tilgang handanna, sem hreyfast við þeirra eigin hendur, færa þeim hluti til að þreifa á og sveigja fingurþeirra til tákna, þá er það kennaranum ómetanleg reynsla og ríkuleg laun, oft mikils erfiðis. Gróa með sína léttu lund og lipru hendur er góður kennari þessara barna. Þau hænast að henni og hún leikur við þau og styttir þeim stundir á allan hátt. Eitt af því allra skemmtilegasta er brúðuleikhúsið. Börnin fá sjálf að búa til skraut- legar handbrúður og svo eru haldn- ar sýningar á ævintýrum, bæði 36VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.