Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 46
■■ Mk WH WB ý.í uðverkar Það á ekki að sætta sig við höfuðverk sem sjálfsagðar þrautir, sem ekki sé unnt að vinna bug á. Lasse Hessel læknir segir okkur, hvernig við, í flestum tilvikum, getum komist hjá höfuðverk. Höfuðverkur er sjúkdómsein- kenni — ekki neinn sjúkdómur i sjálfu sér. Hann er raunar eitt algengasta sjúkdómseinkenni hjá fólki. Gn það á alls ekki að sœtta sig við höfuðverk frekar en t.d. krón- iska sjúkdóma, eins og gikt. Á nokkrum vinnustöðum er talið, að um það bil 1 af hverjum 5 veik- indadögum starfsfólksins, sé vegna höfuðverks. Og ekki nóg með það, þeir sem umgangast sjúklinginn líða líka. Sá sem líður af höfuðverk er ekki til sérstakrar ánœgju fyrir fjölskyldu og vini. Ef þið þjáist af höfuðverk, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, hvað veldur honum, og þegar þið vitið orsökina fyrir verknum, þarf að vinna bug á sjúkleikanum og þið verðið frísk fyrir fullt og allt. Það er bjarnargreiði að lœkna alltaf verkinn, þið verðið að vita ástæðuna fyrir honum. Þið eigið að finna það sem orsakar einkennin. Annars verðið þið í hópi þeirra, sem mánuð eftir mánuð og ár eftir ár reyna að slá á höfuðþrautirnar með deyfandi og kvalastillandi pillum. Það væri jafn rangt og ef þið deyfðuð öll sjúkdómseinkenni, sem gerðu vart við sig. Botnlangabólga læknast ekki þó tekið sé inn kvalastillandi lyf, þannig að ekki verki lengur i magann. Orsök sjúkdómsins er enn til staðar, og einkennin — magaverkur eða höfuðverkur — koma aftur, þegar pOlumar hætta að verka. Næstu minúturnar leikum við leynOögreglu. Sakamálasagan er samin: Þið eruð leynilögreglumar, sem eigið að koma upp um söku- dólginn, orsökina fyrir höfuðverkn- um, sem hrjáir ykkur. Kannski ráðið þið sjáif við sökudólginn, e.t.v. þarf læknirinn ykkar að hjálpa tO. En fyrsta verkefnið er að finna hinn seka. 1. Vöðvagikt Þessi tegund höfuðþrauta er venju- lega staðbundin; mann verkjar ekki í allt höfuðið. Verkurinn er verstur á morgnana, skánar er líður á daginn, en versnar aftur seinnipartinn, þeg- ar maður er farinn að þreytast. Kuldi og trekkur eykur á verkinn. Meðferðin er auðvitað að fjarlægja vöðvagOctina, og er það gert með nuddi og leikfimi. 2. Migræne. Verknum fylgir oft ógleði og svimi og er oftast verstur á morgnana, er algengur eftir streitu. Hægt er að koma í veg fyrir höfuðverkinn m.a. með því að sofa með hátt undir höfði, þannig má koma í veg fyrir útvikkun heilaæðanna, sem m.a. orsakar migræne. Meðferð: Fjallað verður nánar um migræne síðar. 3. Ennis- og kjálkaholubólgur. em orsök höfuðþrauta. Margt fólk er með krónískar bólgur i ennis- og kjálkaholum án þess að vita það. Höfuðverkurinn versnar við það að lúta fram, og ef bankað er á sýktu holuna með fingri, verkjar mann. Eins er húðin afar viðkvæm fyrir snertingu. Meðferð: Farið tO háls- nef- og eyrnasérfræðings, hann sér um að losa ykkur við kvOlann. 4. Tannpína veldur mjög oft höfuðverk, og auðvitað leitið þið tannlæknis hið fyrsta, ef ykkur grunar, að sú sé raunin. 5. Augnsjúkdómar. Oft er það svo, að fók þarf aðeins að fá gleraugu, og þegar úr þvi er bætt, hverfur oftast hinn þráláti höfuðverkur fyrir fullt og allt. Meðferð: Sjónpróf hjá augnlækni. 6. Eymaverkur. Það getur verið um þrýsting að ræða vegna eyrnamergs, sem myndað hefur tappa, eða vegna að- skotahluta í eyra. Það má ekki hreinsa úr eyrunum með vattpinna, þá ýtist mergurinn innar, að hljóð- himnunni. Það á að nægja að hreinsa ytra eyrað með þvottaklút. Eymagöngin halda sér hrein af sjálfu sér. Meðferð annast læknir. 7. Of hár blóðþrýstingur. Höfuðverkurinn er um allt höfuðið, þungur, þrúgandi verkur. Hann versnar við likamlega áreynslu og geðbrigði. Meðferðina útskýrir læknirinn ykk- ar, sem gefur lyf og ráðleggur um mataræði, ef þið eruð of þung. 8. BlóðIeysi. Dúndrandi höfuðverkur, þreyta og svimi fylgir. Orsökin oftast járn- skortur í fæðunni. Meðferð: Aukið járn í fæðunni. 9. Sálrænn höfuðverkur fylgir þunglyndi og streitu. Versnar við þreytu. Meðferð annast læknir. 10. Eitrun venjulega af völdum áfengis, tóbaks, súrefnisskorts, blýs og arseniks. Meðferð: Höfuðverkjartöflur í væg- ari tOfellum, læknishjálp við erfið- ari tOfellum. Um áfengi gildir eins og flestir vita, að lítið magn skaðar ekki, of mikið getur verið skelfOegt. 10 algengustu orsakir höfuðverks. 1. Vöðvagikt 2. Migræne 3. Ennis- og kjálkaholubólgur 4. Tannpína 5. Augnsjúkdómar 6. Eymaverkur 7. Of hár blóðþrýstingur 8. Blóðleysi 9. Sálrænn höfuðverkur 10. Eitrun Auk þessara orsaka er einnig langur listi sjaldgæfra orsaka, sem ekki er ástæða til að nefna hér. Áður en þið farið til læknis ættuð þið — bæði ykkar vegna og læknisins — að setjast niður og svara eftirfarandi spurningum: 1. Hve lengi hefur höfuðverkur- inn varað? Kom hann eftir slys eða óhapp? 2. Hve oft fáið þið höfuðverk? 3. Hve lengi varir kastið? 4. Hvar situr verkurinn? 5. Hvað veldur höfuðverknum? Kemur hann alltaf við vissar aðstæður eða í sambandi við > ákveðna hluti eins og hita, ! kulda, vinnu, áhyggjur, blæð- ‘ ingar, hósta o.s.frv.? > i i 46VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.