Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 40
<c Gróa þcgar Sólveig rúllaði Emil van Gorek virðir þær fyrir sér nokkra stund, en segir síðan: „Mikið erþetta skemmtileg sjón, ég myndi vilja mála ykkur.” „Eruð þér listmálari?” spyr Gróa „Nei, nei, ég er fúskari.” Og nú brosir hann svo allt andlitið ljómar. Stuttu seinna kemur Nursie með kaffið. Van Gorek býður henni bolla með þeim og þau spjalla glaðlega saman. Um kvöldið hjálpar van Gorek þeim Gróu og Nursie að koma börnunum í háttinn. . Hr. Ashton er þögull og niður- dreginn við kvöldverðinn og fer til herbergis síns að honum loknum. Gróa fer líka til síns heima, hún ætlar að skrifa nokkur bréf til vina sinna. Svo þarf hún lika að undir- búa verkefni morgundagsins fyrir Cora May. Ekki hefur hún setið lengi, þegar drepið er á dyr hennar og inn kemur Derek Ashton. Gróa er hissa, Ashton hefur aldrei fyrr gert henni heimsókn, en hún býður honum sæti i hægindastólnum. Derek Ashton horfir leiftrandi augum á Gróu: „Hvernig getið þér verið svona heimskar?” segir hann. „Getið þér ekki skilið, að fólk eins og við á að standa saman? Eruð þér svo mikið flón, að halda að þetta tal hús- bændanna hér um að vera eins og einn af fjölskyldunni sé eitthvað sem stendur, ef á reynir? Og haldið þér, að frú Palmer liti það hýru auga, ef hún vissi, að þér umgang- ist Nursie á sama hátt og^ hana sjálfa? Þótt þessi vitlausi diplómat sé falskur og fleðulegur við negra- kerlingu, þá hef ég ekki skap til þess.” Gróa starir undrandi á Ashton, hún hefur aldrei heyrt hann tala svona mikið í einu og aldrei séð hann svona æstan. Hann sem er vanur að vera snyrtimennskan upp- máluð. kembdur og strokinn, er nú tætingslega til fara i óhnepptum jakka, með skakkt hálsbindi og úfið hár. Hver þremillinn hefur hlaupið i hann, hugsar hún. Upphátt segir hún: „Herra Ashton, hvað hefur komið fyrir?” „Hvað hefur komið fyrir? Hvað hefur komið fyrir?” Étur hann eftir henni. „Þérskiljið ekkert, þér viljið ekkert skilja, þér eruð blindar eins og krakkinn, sem þér eruð alltaf með. Getið þér ekki skilið, að við erum misnotuð? Þau eru að kaupa sálir okkar, eins og þau eiga raun- verulega svertingjana og hvítu aumingjana, sem vinna á bómullar- ekrunum. Hefur þú komið niður að hreysunum, þar sem þetta fólk býr? Hefur þú fundið dauninn, sem leggur þaðan, eða séð skítinn þar í kring?” Án þess að taka eftir er hann farinn að þúa hana. „Hefur þú séð börnin og konumar, sem hírast þar soltin og skitug? Það er annað með Nursie, Amanda og þjónana, þau em æðri stéttar og hafa engin afskipti af hinum negmnum. Ekk- ert af þessu hefur þú séð eða vilt sjá. Þessir negrar þarna niður frá em ekkert minna ánauðugir en afar þeirra og ömmur vom fyrir sextiu ámm. Komdu bara með mér og þá skaltu sjá.” Gróa starir gapandi á hann. Á huga hennar leita myndir, sem hún hefur enga athygli veitt. Það er satt, hún hefur aldrei farið niður að kofunum á gönguferðum sínum. Einfaldlega vegna þess, að Palmer- hjónin réðu henni frá þvi.' Þau sögðu, að verkamennirnir væm oft dmkknir á kvöldin og þá væri ekki óhætt fyrir konu að vera ein á ferð nálægt þeim. Loks hefur hún rænu á að spyrja: „Hvernig vitið þér þetta allt, herra Ashton? Þér hafið ekki verið svo lengi hér. Ég hef þó verið hér á annað ár og ekki orðið vör við annað en Palmer-hjónin séu besta fólk.” „Það em þau eflaust,” segir Ashton. „En þau em alin upp við það að menn séu misgóðir eftir kynþáttum og þeim finnst allt í lagi að meðhöndla svertingjana eins og múldýr. Verstir allra em þó Nursie og hennar likar, sem svíkja sinn eigin kynstofn í von um að hljóta klapp húsbændanna að launum. Þau em eins og rakkarnir, sem koma skríðandi á kviðnum, og flaðra upp um húsbó»da sinn með fleðulátum.” Nú getur Gróa ekki á sér setið, en segir: „Hvernig er með yður herra Ashton, komuð þér ekki hingað i þeirri von að hljóta molana af borði ríka mannsins? Eða komuð þér til þess að frelsa heiminn?” TJngi maðurinn roðnar og verður vandræðalegur sem snöggvast, en svo blossar reiðin aftur upp í augum hans og hann hrópar um leið og hann stekkur á fætur: Framhald í næsta blaði. Renault R 5 nefnist sérstakur flokkur í kappakstri i Danmörku og Svíþjóð, og í þeim flokki er ein- göngu keppt á Renault R 5 bilum. Þegar öryggisreglumar vom gerðar fýrir þennan flokk þótti mörgum meira en nóg um, því öryggis- kröfurnar vom svo strangar og þar af leiðandi dýrar. Sá sem samdi þessar reglur heitir Mogens Hjere, og hann fékk víst að heyra það nokkmm sinnum, að reglurnar hans væm tómt píp og að í svona kappakstri þyrfti sko ekki þvílíkan útbúnað. \ flcygiícrð UMSJÖN: ÁRNIBJARNASON 40VIKAN 3. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.