Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 9

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 9
★ ★ ★ r X Leikari nokkur, ekki meira en í meðallagi góður, bað Bernard Shaw eitt sinn um meðmæli til leikhússtjóra. Hann fékk eftirfar- andi plagg: Kæri leikhússtjóri, ég mæli meö Herbert W. viö yður. Hann leikur Hamlet, Romeo, Macbeth, Shy- lock, píanó, flautu, billjard. Það síöastnefnda leikur hann best." ★ ★ ★ — Ég vil komast burtu frá því fólki, sem vill flýja allt. ★ ★ ★ Árið 1916gerði Benjamin Christ- ensen kvikmyndina ,,Nótt Hefnd- arinnar". Þegar hann var aö safna sér leikurum í þessa mynd, hitti hann Peter Fjeldstrup á veitinga- húsi og kallar strax til hans: ,,Ég hef hlutverk handa þér." ,,Get ég leikið það?" ,, Þú ert blátt áfram fæddur í það. Ég sendi þér nokkrar línur..." Eftir nokkra daga gat Fjeldstrup sýnt meðleikendum sínum bréf frá Chrisensen, hvar skrifað stóö: „Maöurinn, sem þú átt að leika, er sífullur róni, ábyrgöarlaus skepna, algert svín, aumasti mann- ræfill..." ★ ★ ★ t y.,-■ ' , — Þetta er ég pabbi. Ég fór frá Eddu og er kominn heim aftur. I NÆSTU VIKU EGILL I SPILVERKI OG STUÐMÖNNUM Það fór ekki á milli mála, þegar Spilverk þjóðanna og Stuðmenn hófu upp raust sina, að hér var eitthvað nýtt á ferðinni. Fróðir menn segja, að Spilverkið sýni meiri metnað tónlistarlega séð, en Stuðmenn njóta augljós- lega almennari hylli. Egill Ölafsson er einn af þremur, sem mynda kjarnann í báðum þessum hljómsveitum, og nú fó lesendur Vikunnar að kynnast viðhorfum hans og framtíðaráformum í viðtali, sem birtist í næsta blaði. í ENDURHÆFINGU Á 20 KM HRAÐA ,,Þegar ég kom niður í kjallara, þá kom ung og falleg stúlka á móti mér og neilsaði mér með opnum örmun, Hún sagðist heita Anna Kristín. og hún sagðist ætla að koma mér í gott horf aftur. Svo benti hún mér á hjól, sem ég átti að hjóla á með 20 km hraða, og ég átti að fara 10 km fyrsta daginn." Blaðamaður Vikunnar kynntist því af eigin raun, hvernig sjúklingum er komið aftur á réttan kjöl á endurhæfingardeild Borgarspítal- ans, Grensásdeildinni. Um það má fræðast i næstu Viku. SMÁSAGA FRÁ INDLANDI í smásögunni, sem birtist í næstu Viku, kveður við annan tón en við eigum að venjast í sögum vestrænna höfunda. Þar er sagt frá henni Sumitu, sem er að verða 26 ára og er ennþá ógift. Hún á von á heimsókn þennan dag, og hún veit, hvernig það verður. Hún býst sínu besta skarti og reynir að gera sig eftirsóknarverða í augum gestanna. Henni er þetta þvert um geð, henni finnst hún vera eins og söluvarningur í þessum iburðarmiklu umbúðum, en hún á ekki um neitt að velja. SKEMMTILEGAR HUGMYNDIR Á þessum tíma árs er góður tími til að dytta að ymsu innanhúss og smíða það sem smíða þarf. í næsca blaði sýnum við ykkur skemmtilegar hugmyndir, varðandi innréttingar og húsgögn sem við höfum safnað saman úr erlendum blöðum. Við erum viss um. að þetta kemur ýmsum að gagni og fæðir kannski af sér nýjar hugmyndir. VIKAN Utgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórdís Árnadóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Áuglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 3. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.