Vikan


Vikan - 20.01.1977, Qupperneq 13

Vikan - 20.01.1977, Qupperneq 13
Viðta sé út með góðu hugarfari, býður það hættunni heim, því margt fer öðru- vísi en ætlað er. Þannig urðu Sæmi og Lóa til — Dansaðir þú ekki á böllum í Silfurtunglinu á sinum tíma? — Jú, þegar ég var tvítugur fór fram danskeppni þar, og danspar- inu, sem fékk fyrstu verðlaun, var boðið upp á árssamning um að dansa i húsinu tvisvar í viku i heilt ár. Við Lóa, eða Elínborg Snorra- dóttir, unnum keppnina, og við dönsuðum saman í eitt ár fyrir bragðið. Það muna eflaust einhverj- ir eftir Sæma og Lóu ennþá. — En þó að ég hafi verið með ólæknandi dansdellu á þessum ár- um, þá gaf ég mér tíma til þess að fara í iðnnám. Ég var svo hepp- inn að komast i trésmíðanám hjá Árna Pálssyni, byggingameistara, Vífilsgötu 5, og við unnum hjá bandaríska hernum á Keflavíkur- flugvelli, þar sem ég dvaldist i tvo vetur. Þá var erfitt að komast í vinnu hjá hernum, en enskukunn- átta mín kom mér að liði, þegar ég vann þar. Ég var bara lítill patti, þegar ég lærði enskuna af breskum Sæmi í faðmi fjölskyldunnar. Talið frá vinstri: Theódóra Svan- hildur 7 ára, Sæmundur og kona hans Ásgerður Ásgeirsdóttir, Hild- ur 15 ára, Sigríður 17 ára og Ásgeir 12 ára. hermönnum, sem höfðu gaman af að spjalla við okkur félagana og troða enskunni inn í þausinn á okkur. — Þegar ég var í námi á vellinum, var mikið að gera hjá mér, því að auk þess dansaði ég á böllum hér og þar, stundaði íþrótt- ir og lærði ballet i Þjóðleikhúsinu. Eric Bisted, sem þá kenndi ballet við Þjóðleikhúsið, vildi endilega fá mig til þess að halda áfram námi, því honum leist svo á, að ég ætti framtíð fyrir mér í þeirri grein, en ég ákvað að halda mig við trésmíðina, enda var ballet ekki arðvænleg list- grein í þá daga fremur en nú. Varð fyrir mikilli reynslu 3. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.