Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 5
— Já. Þó erum við aðeins lítill
hluti þeirra fyrirtækja, sem eru í
þessari framleiðslu, en markaðurinn
er svo gífurlega stór, að... ja, ég get
engan samanburð gefið þér hér
heima, hvorki um markaðinn, né
um innihald eða útlit bókanna.
íslendingar syðra
— Hefurðu marga menn í vinnu
við þetta?
— Það er nú til að byrja með
íslenskur maður, sem sér um bók-
bandið hjá mér, Þorvaldur Sigurðs-
son. Svo er annar hvitur maður
í gyllingum. Síðan eru fjórir í
sölumennsku. Einn svartur, sem er
á hnif hjá okkur, og einar átta
svertingjastelpur við bókband.
_ Hver er þessi Þorvaldur
Sigurðsson?
— Hann var á sínum tíma með
bókaútgáfuna Fróða, sem var á
Leifsgötunni. Hann er nú farinn að
eldast, kominn yfir sjötugt.
— Hann er ekkjumaður, er það
ekki?
_ Jú. Hann býr þarna einn.
— Hvað er svo um aðra islend-
inga þarna. Eru kannski einhverjir,
sem maður kannast við?
— Tvenn hjón eru búsett í
nágrenni Jóhannesarborgar og önn-
ur i eða við Cape Town. Svo eru
nokkrir einstaklingar. Ætli það séu
ekki svona 20 — 25 manns allt í allt.
— Komið þið eitthvað saman?
Já, já. Að visu er ekkert sérstakt
félag né samtök, en við hittumst
alltaf öðru hverju.
_ Manst þú nokkur nöfn á þessu
fólki?
— Þú hefur nú sjálfsagt heyrt
getið um Viggó Oddsson. Héðinn
Elentínusson er þarna líka, Þórður
Sæmundsson flugvirki og kona
hans ásamt þremur börnum og
Pétur Erlendsson, sem sér um
mikið viðgerðarverkstæði þarna og
kona hans, og svo er þarna tækni-
fræðingur, Þráinn að nafni, Diddi
bólstrari og hans kona. Þau eru i
Höfðaborg (Cape Town).
— Hvernig hefur þetta fólk það,
svona yfirleitt?
— Ég held, að flestir séu vel
ánægðir. Þarna er miklu þægilegra
að búa. Kaupið er kannski ekki
miklu hærra þar en hér, en það fæst
bara svo miklu meira fyrir pening-
ana.
— Og þá er kannski betra að
koma sér eitthvað áfram?
— Mér sýnist á öllu hér, að menn
þurfi helst að vinna tvöfalda vinnu
til að koma sér eitthvað áfram.
Þarna hugsa ég bara um það að eiga
góða daga, þægilega — og hafa það
gott. Það er sennilega helst undir
einstaklingnum koinið, hvað hann
gerirúr þeim tækifærum, sem hann
getur haft. Aðstæður eru auðvitað
allt öðruvísi þar en hér. Tækifærin
eru jú hér ekki síður en þar, aðal-
mismunurinn er sá, að þar er hægt
að gera meira úr hverjum hlut, ef
hann er góður á annað borð, því að
markaðurinn er mikið stærri.
— Hvernig er loftslag þarna?
— Yfir sumarmánuðina er svona
24 til 28 stig á Celsius. Á veturna
sést ekki ský í þrjá mánuði, en þá er
hitinn svona 15 — 16 stig eða þar um
kring, en um leið og sólin sest þá
verður kalt og fer oft niður að frost-
marki.
Er þá ekki kalt í húsum á
nóttunni?
— Jú, en maður venst þvi
furðanlega. Það er ekki fyrr en á
siðustu árum, að fólk er farið að
Hús Hilmars, þar sem hann bjó í
þrjú ár, en leigir nú öðrum.
hafa hita i húsum sínum, því þetta
er svo stutt timabil, kannski ekki
nema þrír mánuðir eða eitthvað
svoleiðis. Við höfum bara nokkra
rafmagnshitaofna til að ylja upp, ef
svo stendur á, og það er alveg nóg.
Maður er alveg óvanur því sem hér
er, að það er sama, hvar maður
kemur inn úr kuldanum, þá er alls
staðar funhiti. Jafnvel í verslunum.
Það er mjög óvenjulegt.
— Er hvergi heitt vatn í jörðu
þarna?
— Jú, það er til. Nokkru fyrir
norðan Jóhannesarborg eru heitar
uppsprettur, sem þeir nota aðallega
til að hita upp sundlaugar og hafa
þar gert mjög notalegan baðstað,
sem mikið er sóttur. En að öðru
leyti held ég, að jarðvarmi sé ekki
nýttur.
Lífskjör
— Hvaða kaup mundi vera svona
meðalkaup þarna suðurfrá, t.d.
iðnaðarmanns eða meðaltekju-
manns?
— Guðmundur. Þetta geturðu
sagt á íslandi... en ekki í Suður
Afriku. Svona upplýsingar á ég
ómögulegt með að gefa þér. Þar eru
engin alþýðusambönd, sem segja
ríkisstjórninni, hvað á að gera. Það
þekkist ekki. Þar er verkalýðs-
málum skipað á allt annan máta.
Þar eru aldrei verkföll. Til eru samt
iðnráð mismunandi iðnaðagreina,
þar sem t.d. bókbandið hjá mér
mundi falla undir. Þar eru skipaðir
tveir menn hjá prentiðnaðinum og
tveir menn frá atvinnurekendum í
þeirri grein. Ef þar koma upp
einhver ágreiningsmál. þá þrasa
þeir um það. þar til þeir eru búnir að
leysa sín vandamál. Þar er enginn
oddamaður og engar hetjur. Enginn
veit. hvað þeir heita. Og pólitík er
engin þar á bak við. En um leið og
búið er að ganga frá þeim samr.ingi.
sem þar hefur verið um fjallað. þá
eru það lög prentiðaðari. >, sem
verka eins og ríkislög og hafa því
þann styrkleika á bak við sig. Siðan
eru eftirlitsmenn. sem fvlgjast með
þvi. að báðir aðilar fari eftir þessum
samningi. Þeir eru hvorki útnefndir
frá atvinnurekendum né vinnu-
þiggjendum. en eru hlutlausir. Þar
er ekki talað um lágmarkskaup.
sem er þannig. að fyrirtækið verði
að standa í ströngu að geta greitt
þnð. Þar er lágmarkskaup algert
lágmarkskaup. sem sjaldan er farið
et'tir. en afköst og hæfni manna
ráða mestu um það, hve vel þeim er
borgað. Þvi auðvitað greiða fyrir-
tæki mönnum því meira, því meira
virði sem þeir eru fyrir það.
— En til þess að ég hafi einhverja
viðmiðun, hvað mundirþú segja, að
meðalkaup bókbindara sé, eða hvað
borgar þú honum?
— Lágmarkskaup slíks manns
mundi sennilega vera um 98 rönn,
sem mundi vera í kring um 20.000
krónur. Þar á ég við vikukaup. Nú,
meðalgóður maður í þeirri iðn
mundi e.t.v. fá um 120 rönn eða 24
þús., en góður maður mundi fá i
kring um 150 rönn eða 30 þús. á
viku. Þannig sérð þú, að góður
maður getur fengið allt að helmingi
hærra kaup en lélegur maður.
— En hvað mundi þá kosta að lifa
þarna? Hvað kostar t.d. pakki af
sigarettum?
— Ég reyki nú ekki, svo ég veit
ekki nákvæmlega... en ég held. að
sígarettupakki með 30 stykkjum
kosti 50 cent, eða um 100 krónur
fvrir 30 sígarettur.
— Hvernig er það með matvöru?
— Við kaupum inn til heimilisins
einu sinni í mánuði, og þá er kevpt
allt sem okkur vanhagar um. hvort
sem það er kjötvara eða annað. og
ekkert hugsað um hvað það kostar.
Reikningurinn fvrir slík innkaup er
oftast svona um 110—120 rönn á
, mánuði.
— Sem mundi samsvara viku-
kaupi sæmilegs iðnaðarmanns?
— Já. Nú. hvað viðkemur skött-
um. þá hefur einn bókbindarinn hjá
okkur 150 rönn á viku. har.n er
giftur með einn krakka. og af þvi
greiðir hann um 18 rönn á viku i
skatta.
— Það tekur þú af hans kaupi?
— Já. Og þarf að hafa greitt það
inn fyrir 7. hvers mánaðar. og það
er tekið af kaupinu jafnóðum. en
ekki árið eftir eins og hér.
— Hvernig bil átt þú?
— Ég á Cortinu. Lítinn og
þægilegan bíl.
— Hevrðu...
- Já?
Þig vantar vist ekki blaðamann
þarna suður frá. Góðan en billegan?
_ > t
o
KARLSSON
3. TBL. VIKAN5