Vikan


Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 21
þeirri blöndu, sérstaklega ekki í leppríki sinu. Og þeir tékkar, sem nú eru við völd, dansa eftir þeirra hljóðpípu. Hrádek hefur verið mjög slunginn og hann hefur aldrei snúist gegn þeim opinberlega. En í laumi? Ég held þó að hann ætli að koma sínu fram, og ég er ekki sá eini af þeim, sem fylgst hafa með Hrádek, sem er þeirrar skoðunar. Um þessar mundir er hann að nálgast toppinn. En sá sem ætlar að klífa hæsta tindinn, en missir fótanna, á lika fyrir höndum langt fall.” „Hannerþaðútsmoginn að hann dettur ekki nema niður á næstu syllu og biður þar þangað til hann getur hafið sig upp aftur.” Kannski hugsaði David, magnþrota og kjarklaus, mun hann jafnvel vera búinn að koma sér af þeirri syllu áður en bók Kusaks verður komin út. ,,Og hann á vini. Hann myndi ekki hafa teflt svona á tvær hættur i dag, nema hann gæti reitt sig á þá. Ef hann heldur að verið sé að kippa undan honum fótunum bíður hann ekki eftir fallinu. Hann gefur þeim merki, og þeir munu ná undir- tökunum.” ,,Þeir sem fara með völdin núna munu hugsa fyrir þessu líka. Þeir munu láta hendur standa fram úr ermum. Hrádek verður gerður óvirkur innan viku.” David leit snöggt á hann, en Weber virtist vera alvara. ...Jafnvel fyrr,” sagði Weber. ..Fjandmenn hans munu ekki sóa timanum til einskis, svo mikið er víst." Víst? Ef Weber hefði talað við Irinu um Hrádek, hefði hann kannski ekki verið svona öruggur. ,,Allt í lagi,” sagði David. ,,Hrá- dek verður að bita í það súra epli að ljósmyndir hafi verið teknar af honum og fjarvistarsönnun hans gerð að engu. En hvað svo? Hann mun segjast hafa verið nauðbeygð- ur til þess arna og skreytir sögu sina með dálítilli tilfinningasemi.” David fannst hann næstum heyra hina lipru vörn Hrádeks. Hann hefði verið nauðbeygður til þess að aftra því að Irina, fyrrverandi kona hans, færi frá Tékkóslóvakiu. Er- lendir fréttamenn myndu gera sér mat úr því og auk þess fyndist honum hún hafa svikist aftan að sér. Síðasta von hans var að leita hana uppi í Tarasp og sömuleiðis Jaromir Kusak og flytja þau bæði til Prag. Hrádek myndi játa að þettc hafi verið áhættusöm ferð, en leyndin sem yfir henni hvíldi hefði bjargað andliti stjórnarinnar. Og hla-bla-bla-bla, hugsaði David úrvinda af þreytu. Weber hristi höfuðið. „Tilfinn- ingasemi? Hún er ekki til þegar valdatafl er annars vegar. Fjand- Jt menn hans myndu hlæja að honum.” „Já, og líta á hann sem hálfgerð- an kjána og þess vegna ekki eins hættulegan. Hann mun öðlast þann frest, sem hann þarf til...” „Þér haldið þá að hann geti leyst úr þessari flækju?” sagði Weber. „En ég fullvissa yður um minn kæri, að núverandi stjórn Tékkó- slóvakiu mun lita ómildum augum á það sem gerðist i kvöld.” „En þeir þarfnast haldgóðra sannana fyrir því...” Fyrir meint samsæri gegn þeim. Eitthvað, sem þeir gætu nefnt landráð. „Já," sagði David hægt og hann forð- aðist að hugsa um minnisbækur Kusaks. „Það myndi koma þeim til þess að sýna á sér klærnar.” „Ljósmyndirnar verða næg sönn- unargögn,” sagði Weber og var dá- litið sár yfir því, að David skyldi efast um það. En þreyttir menn eru einatt þrasgjarnir, hugsaði hann. Hann leit að dyrum gistihússins. „Fáum okkur drykk,” sagði David, og honum var það nær Eflaust hafa margir leitað að þessum sniðteikningum á bls. 2 í 1. tbl. ársins, enda visað til þeirra í myndatexta. Tæknileg mistök ollu því, að teikningin féll niður, og biðjum við lesend- ur velvirðingar á þvi 'og vonum, að þeir geti nú búið til púðann myndarlega, því hér birtist snið- teikningin, sem við á. LEIÐ- RÉTTING AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERD VERDTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ ) 10.000 KR. SKÍRTEINI 1965-2. FL. 20.01.77-20.01.78 ' KR. 176.169 1966-2. FL. 15.01.77-15.01.78 KR. 149.830 1968-1. FL. 25.01.77-25.01.78 KR. 122.702 1968-2. FL. 25.02.77 - 25.02.78 KR. 116.049 1969-1. FL. 20.02.77 - 20.02.78 KR. 86.649 1970-2. FL. 05.02.77 - 05.02.78 KR. 58.583 1972-1. FL. 25.01.77-25.01.78 KR. 48.285 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðla- banka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingr um skírteinin. ÍííÍskA Reykjavík, í janúar 1977. SEÐLABANKI ÍSLANDS 3. TBL.VIKAN 21 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.