Vikan - 20.01.1977, Blaðsíða 44
liðnu hafa þeir báðir gleymt frú
Eriksbo.
Öttar bíður eftir Petter við
eikartréð hjá brúnni, eins og um
var rætt. Nóttin er dimm og
kuldaleg, en það rignir hvorki né
snjóar. Vegurinn er illa lýstur, en
samt sér Petter, að Ottar er svo
fölur, að það má næstum segja að
hann sé ljósgrænn. Hann er eins
og liðið lík, eins og hann raunar
verður eftir nokkrar mínútur. Það
er ennþá dimmara inni í skógin-
um, þar sem Petter segist hafa
falið peningana. — Þú hefur þó
ekki haldið, að ég gengi með þá á
mér? spyr Petter, þegar Ottar
verður órólegur. — Þeir eru í
gömlum peningakassa, en þú
þarft að hjálpa mér Ottar.
Takmarkið
er toonuriiui
-*• og auðvitað
að komast niðurafitur.
Viö bjóöum eftirtaldar úrvalsvörur:
Blizzard,Völkl og Bemer skíöi,
Parablack skíöastoppara, Nordica,
SaitMarco og Garmont skíöaskó,
Suverengönguskíðaskó, Ertlskíðastafi,
Look öryggisbindingar, Braun skíöafatnað,
Swix og Holmenkol skíöaáburö
og Moonboots
Útsölustaöir:
Akureyri:
Sportvöruverslun
Brynjólfs Sveinssonar
ísafjörður:
Verslunin Kjartan R.
Guðmundsson
Siglufjörður:
Verslunin Grund
Bolungarvík:
Einar Guðfinnsson hf
Sauðárkrókur:
Verslunin Aðalsport
— Hvað hefur þú gert við 6000
krónurnar þínar?
— Geymt þær með hinum
auðvitað. Ef ég hefði farið að strá
seðlum í kringum mig, hefði
lögreglan strax komist á sporið.
Ég er nú ekki svo vitlaus, að ég
viti það ekki.
Þegar þeir eru komnir nógu
langt inn í skóginn, segir Petter
lágum hljóðum: — Hér... hér er
það. Taktu vasaljósið.
— En þú hefur ekkert meðferð-
is til að grafa með.
— Kjáni. Það sá ég um í gær.
Ég faldi reku hér rétt hjá. Ekki
kveikja á vasaljósinu, fyrr en ég
kem til baka.
Petter er með vettlinga, það er
ekkert einkennilegt við það á
þessum árstíma. Ottar er aftur á
móti berhentur. Honum var
stungið inn að sumarlagi, og hann
hefur ekki gefið sér tíma til að
útvega vetrarfatnað.
Eins og Petter hefur reiknað
með, beygir Ottar sig niður til að
líta nánar á staðinn sem hann
tiltók. Og um leið lýstur Petter
hann í höfuðið með hvössum
steini. Ottar fellur samstundis
fram yfir sig. Til að vera alveg
öruggur, slær hann nokkur högg
í viðbót. Þennan stein hafði hann
verið búinn að verða sér úti um
fyrirfram, eins er þungur steinn á
árbakkanum, og reipið er í úlpu-
vasanum.
Þetta gengur miklu betur en
hann hafði búist við. Hann dregur
Ottar niður að ánni, bindur
steininn við hann og lætur hann
siðan falla í straumiðuna.
Svo fer hann spölkorn inn í
skóginn, þar sem hann hefur áður
falið bakpoka. Hann fer úr
úlpunni og buxunum, það hefur
lent blóð í fötin, og hann klæðir
sig í önnur föt. Hann verður að
losa sig við blóðugu fötin á
leiðinni. í bakpokanum er spari-
jakkinn hans með peningunum í
fóðrinu, auk nokkurra smáhluta,
sem hann vill ekki vera án. Aðrar
eigur sínar hefur hann skilið eftir i
herberginu, sem hann leigði hjá
frú Iversen. Það var hálfdauð
kerling, hann hafði borgað henni
mánaðarleigu daginn áður, þann-
ig að hún ætti að búast við honum
aftur. Ef lögreglan kemst í málið
munu þeir telja annað hvort, að
hann hafi stungið af frá Evu, eða
orðið fyrir árás.
Hann er ánægður með sjálfan
sigog lifið í heild. Þó svo ólíklega
skyldi vilja til að Ottar fyndist,
myndi enginn setja hvarf hans í
samband við morðið. Enginn í
bænum hefur séð þá saman í eitt
einasta skipti, og hann hefur
aldrei nefnt hann á nafn.
Hann reikar niður á þjóðveginn
44VIKAN 3. TBL.
i